Frjáls verslun - 01.05.2012, Blaðsíða 132
132 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012
Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs, greinir frá því að færst hefur í vöxt að unnið sé með svokölluðum valnefndum eða eingöngu í afmörkuðum
verkefn um er snúa að prófum við ráðningar:
„Reynsla okkar er sú að best tekst til með
ráðningu þar sem ráðgjafinn vinnur ferlið með
fyrirtækinu. Ráðgjafinn sparar mannauðs stjór
um mikla vinnu auk þess sem sam skipti við
umsækjendur ganga betur. Sér þekking okkar
þegar að ráðningum kemur er dýrmæt viðbót
við þekkingu mannauðs stjórans eða stjórn
andans.
starfsánægjukannanir efstar á baugi
Á haustmánuðum munum við leggja áherslu
á að kynna ný tæki og tól fyrir viðskiptavinum
okkar. Efst á baugi eru starfsánægjukannanir
með áherslu á álag og streitu og hæfnisþátta
greiningar sem hjálpa viðskiptavinum okkar
að kortleggja störfin og finna hvaða hæfni
þarf að leggja áherslu á í ráðningum og
starfsþróun. Eftir langt samdráttarskeið hafa
ráðningar aukist á undanförnum mánuðum
og bjartari tímar virðast framundan. Okkur
finnst meiri breidd í eftirspurn og sóknarhug
ur í mörgum fyrirtækjum.
Framundan bíða fjölmörg tækifæri og er
starfsfólk Hagvangs vel í stakk búið að mæta
vonandi kröftugum vinnumarkaði þegar líður
á árið.“
Hvað finnst þér um lögin sem taka gildi 1.
september 2013 og kveða á um að hlutfall
hvors kyns verði aldrei lægra en 40% í stjórn
um stærri fyrirtækja?
„Ég hef verið ósamþykk því að setja þurfi lög
um þessi mál. En miðað við hvernig mál hafa
þróast sé ég ekki annað fært. Þetta hefur
verið reynt í Noregi með góðum árangri.
Mannauður okkar er mikill og skynsamlegast
að nýta hann eins vel og nokkur kostur er.
Öll mismunun er fáránleg af hvaða toga sem
hún er. Þetta er því neyðarúrræði sem mun
vonandi jafna stöðu kynjanna til frambúðar
og gera báðum kynjum auðveldara að sækja
fram og starfa saman. Þá má líka hafa í
huga að niðurstöður launakannana undan
farið sýna að launamunur kynjanna er að
aukast aftur. Jafnrétti verður ekki náð fyrr en
því viðhorfi er einnig breytt, hvort sem það
verður með lögum eða öðrum leiðum.“
Hvernig snerta þessi lög þitt fyrirtæki?
Hversu margar konur eru í stjórn Hagvangs?
„Hér ríkir algjört jafnrétti þar sem við erum
einungis tvö í stjórn, ég og meðeigandi minn,
Þórir Þorvarðarson.“
Sóknarhugur í mörgum
fyrirtækjum
Hagvangur kemur að ráðningum á margvíslegum stigum.
oftast er ferlið unnið frá aö með viðkomandi fyrirtækjum en
reynt er að mæta óskum þeirra eftir því sem kostur er.
„Þá má líka hafa í huga að niðurstöður launa
kannana undanfarið sýna að launamunur kynj
anna er að aukast aftur.“
H a g v a n g u r
Brynhildur Halldórsdóttir, Inga Steinunn Arnardóttir, Vaka Ágústsdóttir, Elísabet Sverrisdóttir, Katrín S. Óladóttir,
Rannveig J. Haraldsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir.
Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson