Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2012, Blaðsíða 97

Frjáls verslun - 01.05.2012, Blaðsíða 97
FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 97 stóra skrefið Eitt aðalviðfangsefni í stjórn arháttum stjórna í fyrirtækjum um allan heim er að jafna kynja­skiptingu og hefur þetta viðfangsefni fengið stór ­aukið rými í allri umræðu um stjórnun á síðustu árum. Á Íslandi hafa verið sett lög um jöfn un kynjahlutfalla í stjórnum vegna þess hve hægt hefur gengið í þessum efnum. Eftir að lögin voru sett hafa hins vegar spunn ist fræðilegar umræður um það hvort jafnari kynjaskipting muni leiða til bættra stjórnar­ hátta og árangurs fyrirtækja. Hegða konur sér öðru vísi en karlar þegar komið er inn í stjórnarherbergið og taka öðru vísi ákvarðanir? Stóra skrefið á aðalfundum þessa árs og því næsta við að jafna kynjahlutfallið í stjórnum fyrirtækja á Íslandi kemur til vegna laganna sem sett voru í mars 2010 um að hlutfall hvors kyns verði aldrei lægra en 40% í fyrirtækjum sem eru með yfir 50 starfsm enn í vinnu og þar sem stjórnarmenn eru fleiri en þrír. Lögin taka gildi í september á næsta ári, 2013, og alls falla 285 fyrirtæki undir löggjöfina. Samkvæmt könnun endurskoðunarfyrir­ tæk isins KPMG er ljóst að minnihluti þeirra íslensku fyrirtækja sem falla undir löggjöf­ ina uppfyllir ákvæði laganna nú þegar. Ennfremur kemur í ljós að um 200 konur vantar í stjórnir þessara fyrirtækja til þess að þau uppfylli lögin um kynjakvótann miðað við stöðuna árið 2011. Þær koma til viðbótar við þær tæplega 200 konur sem fyrir eru í stjórnum þessara fyrirtækja. Miðað við tölur fyrir 150 stærstu fyrirtæki landsins á árinu 2011 þarf einn af fjórum sitjandi körlum að hverfa úr stjórn til þess að ná 40% markmiði laganna fyrir gildistöku þeirra í september á næsta ári. Lögin um kynjakvótann ná eingöngu til setu í stjórnum. Eitt meginhlutverk stjórna er hins vegar að ráða forstjóra og hann ræður síðan framkvæmdastjóra einstakra sviða; þ.e. næstráðendur, og almenna stjórnendur innan fyrirtækisins. Lögin taka því ekki á því hverjir stýra fyrirtækjunum frá degi til dags. Engan veginn er víst að konum fjölgi sem daglegum stjórnendum í fyrirtækjunum með lögunum. Eftir mikla einsleitni í stjórnum mun fjölbreytni stjórnarmanna aukast og sjónarmiðin væntanlega verða fleiri og annars konar. Lögin eru tilkomin vegna þess hve hægt hefur gengið að jafna kynjahlutföllin í stjórn­ um fyrirtækja þrátt fyrir að konum með menntun, þekkingu og reynslu á viðskipt­ um hafi fjölgað stórlega á undanförnum tíu árum. Auðvitað má spyrja hvers vegna markaðurinn sjálfur hefur ekki jafnað þetta kynjahlutfall í stjórnum hraðar. framkvæmd laganna í óvissu Vakin hefur verið athygli á því að lögin um kynjakvóta falla frekar illa að kosningafyrir­ komulaginu í hlutafélagalögunum. Þau ganga eiginlega gegn ákvæðum um stjórn­ arkjör þar sem aðeins er kosið einu sinni til stjórnar en ekki er gert ráð fyrir endurkosn­ ingu þar til kynjakvótanum er náð náist hann ekki í kosningu hluthafafundar. Norðmenn lögðu mikla áherslu á viðurlög­ in við brot á lögunum og var það helsta áskor unin við lagasetninguna þar. Í meðferð frumvarpsins fyrir Alþingi var aftur á móti nær ekkert rætt um viðurlög við því ef lög unum yrði ekki fullnægt. Einu úrræðin eru heimild hlutafélagaskrár til að synja skrán ingu upplýsinga sem tilkynntar hafa verið og fullnægja ekki ákvæðum laga eða samþykktum félags. Kjörtímabil stjórnar getur, samkvæmt hluta f élagalögum, verið allt að fjögur ár og verði stjórn kjörin á aðalfundi á árinu 2013 til fjögurra ára getur hlutafélagaskrá ekki aðhafst neitt fyrr en að fjórum árum liðn um. Verði sama stjórn endurkjörin að fjórum árum liðnum getur hlutafélagaskrá heldur ekki gripið inn í þar sem félagið þarf ekki að tilkynna nýja stjórn. Sama á við sé kjörtímabil stjórnar aðeins eitt ár, eins og algengt er, en þá er mögulegt að sama stjórn sé kjörin ár eftir ár og þess vegna er ekki um nýja stjórn að ræða sem þyrfti að tilkynna til hlutafélagaskrár. Hefð er fyrir því að sitjandi stjórnarmenn fái síendurtekið endurkjör og er ljóst að veltuhraði stjórnar­ manna, þ.e. þeirra karla sem þurfa að hverfa úr stjórn, þarf að vera umtalsverður Í könnun sem Capacent gerði árið 2011 á meðal stjór nenda í tæplega 500 fyrir tækjum á Íslandi kom í ljós að 47% voru andvíg þessum lögum, 32% hlynnt og 22% alveg sama.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.