Frjáls verslun - 01.05.2012, Blaðsíða 20
20 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
6
00
08
0
6/
12
ER ÞITT FYRIRTÆKI MEÐ SAMNING?
+ Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is/fyrirtaeki
eða sendið fyrirspurnir á fyrirtaeki@icelandair.is
Í stuttu máli
listaVerk og
skemmtiferðaskip
Í
síðasta blaði Frjálsrar verslunar
var fjallað um flutninga sem
atvinnugrein og kom fram að
hún veltir hátt í 300 milljörðum
króna á ári. Eitt rótgrónasta
fyrirtækið í flutningsþjónustu á Íslandi
er TVGZimsen. Nokkra athygli hefur
vakið hvernig það hefur sérhæft sig í
flutningum á listaverkum og þjónustað
kvikmynda og tónlistargeirann – sem
og að þjónusta skemmtiferðaskip sem
hingað koma en búist er við nærri 130
viðkomum hjá skemmtiferðaskipum
á vegum TVGZimsen á öllu landinu
í sumar sem er um 30% aukning frá
síðasta ári. Allt eru þetta jaðarverkefni
sem koma til viðbótar við hin hefðbundu
í flutningum.
„Kjarninn í starfsemi okkar er alhliða
flutningsþjónusta tengd inn og útflutn
ingi en þessi jaðarverkefni okkar hafa
stóraukist á síðustu árum,“ segir Björn
Einarsson, framkvæmdastjóri TVG
Zimsen.
„Við erum í góðum tengslum við mörg
helstu flutningsfyrirtæki heims, m.a.
CMACGM, og nýtum okkur víð feðmt
þjónustunet og framleiðslukerfi þeirra.
Við bjóðum upp á sjófrakt, flug frakt,
út flutning, tollafgreiðslu, vöru húsa starf
semi og akstursþjónustu þar sem vörur
eru afhentar heim að dyrum.“
Fyrirtækið þjónustar flest skemmti
ferða skip sem hingað til lands koma.
„Þjónusta okkar felst m.a. í aðstoð við
áhafnarskipti, útvegun vista, vara
hluta og læknisþjónustu ásamt öllum
sam skiptum við höfn, tollinn og útlend
ingaeftirlit. Við þjónustum flest skemmti
ferðaskip sem hingað koma og búumst
við nærri 130 viðkomum skipa á okkar
vegum í sumar.“
TVGZimsen rekur sérstaka deild sem
sérhæfir sig í öllu er snýr að kvikmynda,
auglýsinga og tónleikageiranum. „Það
er mikil gróska í kvikmyndagerð á Ís
landi og erlend kvikmyndafyrirtæki hafa
sótt í auknum mæli hingað til lands. Það
má fastlega búast við auknum verk efn
um, stórum og smáum, í þessum geira á
næstu misserum.“
Um listaverkaflutninga segir Björn að
slíkir flutningar séu vandasamir enda um
óvenjuleg verðmæti að ræða.
Flutningar:
Mikil gróska hefur verið í þjónustu við skemmtiferðaskip, kvikmyndafyrirtæki og í lista verka-
flutningum hjá flutningafyrirtækinu TVG-Zimsen. Búist er við nærri 130 viðkomum hjá skemmti-
ferðaskipum á vegum TVG-Zimsen í sumar og er töluverð aukning frá síðasta ári eða um 30%.
Búist er við nærri 130 viðkomum hjá skemmtiferðaskipum á vegum TVGZimsen í sumar og er
það töluverð aukning frá síðasta ári eða um 30%.
Björn Einarsson, framkvæmdastjóri
TVGZimsen.