Frjáls verslun - 01.05.2012, Blaðsíða 122
122 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012
Meiri dýpt og dýnamík
með aðkomu kvenna
Hjá nýherja eru ýmsar spennandi nýjungar væntanlegar í svokölluðum
cloudlausnum eða skýinu.
N ý h e r j i
Hildur Dungal, sem situr í stjórn Nýherja, segir að stöðugt sé verið að vinna í að þróa og útfæra ýmiss konar hugbúnaðarlausnir:
„Þá er auðvitað stærsta einstaka forgangs
verkefnið að halda áfram að greiða niður
skuldir. Rekstrarumhverfið hefur verið mjög
erfitt og að mörgu leyti bjagað eftir banka
hrun og því mikil áskorun að stunda rekstur
við slíkar aðstæður.“
Hvað finnst þér um lögin sem taka gildi 1.
september 2013 og kveða á um að hlutfall
hvors kyns verði aldrei lægra en 40% í stjórn
um stærri fyrirtækja?
„Auðvitað hefði verið best af öllu að slík lög
væru óþörf en því miður hefur raunin verið
önnur. Það hefur ekki verið nóg að tala um
nauðsyn þess að konur kæmu í auknum
mæli að stjórnun fyrirtækja, það þurfti því
mið ur meira til. Við sjáum nú að með þessari
lagasetningu hefur hlutfallið hægt og rólega
breyst og með skráningu Regins í Kauphöll
ina í byrjun júlí varð hlutfall kvenna í stjórnum
skráðra félaga 35%. Til samanburðar má
geta þess að árið 2006 voru konur fimm
prósent stjórnarmanna skráðra félaga.
Nú er einn aðalfundur til stefnu hjá mörgum
fyrirtækjum og ég hlakka til að sjá hvernig
til tekst. Ég trúi því að aukin breidd með að
komu kvenna, ólíkri menntun og bakgrunni
stjórnarfólks geri það að verkum að meiri
dýpt og dýnamík fylgi.“
Hvernig snerta þessi lög Nýherja? Hversu
margar konur eru í stjórn þíns fyrirtækis?
„Ég var kosin í stjórn fyrst kvenna hjá Nýherja
í febrúar 2011. Á síðasta aðalfundi, í febrúar
2012, bættist önnur kona í hópinn og erum
við því orðnar tvær ásamt þremur frábærum
karlmönnum. Við erum með ólíkan bakgrunn,
bæði vinnulega og menntunarlega séð, og
tel ég það mikinn kost.“
Aldur: 41 árs.
Menntun: Lögfræðingur.
Hjúskaparstaða: Gift, þriggja barna móðir.
Áhugamál: Hef gaman af því að fylgjast
með alls kyns íþróttum og
við hjónin erum ansi áhuga-
söm um hlaup. Við erum ein-
mitt að undirbúa okkur fyrir
Berlínarmaraþonið sem
verður í lok september.
Sumarfríið 2012: Við ætlum að ferðast eitt -
hvað innanlands í sumar-
fríinu, skoða okkur um í
Þórsmörk og nágrenni,
heimsækja höfuðstað
Norðurlands og skoða
fallegt umhverfi þar um
kring. Þá munum við einnig
fara eitthvað í hina fallegu
Staðará og veiða.
„Ég trúi því að aukin breidd með að komu kvenna, ólíkri menntun og
bakgrunni stjórnarfólks geri það að verkum að meiri dýpt og
dýnamík fylgi.“
Hildur Dungal situr í stjórn Nýherja.
Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson