Frjáls verslun - 01.05.2012, Blaðsíða 89
FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 89
vinnusemi, forgangs-
röðun, forvitni …
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já:
Sigríður Margrét Oddsdóttir segir að góður rekstrarárangur
í kjölfar töluverðra breytinga hjá fyrirtækinu standi upp úr.
Við höfum undanfarið lagt mikla áherslu á vöruþróun og mun sú áhersla
aukast á komandi mánuðum.
Við höfum sett tvo nýja vefi í
loft ið, iceland.ja.is og stjörnur.is,
og erum aftar stolt af því að hafa
þróað eitt mest notaða íslenska
snjallsímaforritið, „Já í símann“,
sem er nafnabirtiþjónusta fyrir
farsímanotendur.“
Sigríður Margrét telur upp
það sem henni finnst mikilvægi
góðrar stjórnunar: Vinnusemi,
forgangsröðun, forvitni og stöð
ug þekkingarleit, virðing fyrir
samstarfsfólki, auðmýkt, að hafa
auga fyrir tækifærum og hugrekki
til að breyta.
Sigríður Margrét nefnir fyrst
jákvæðan ríkisrekstur þegar hún
er spurð um brýnustu verkefnin
við stjórn efnahagsmála næstu
mánuði. „Ég myndi líka vilja sjá
stjórnvöld halda á lofti tölulegum
markmiðum um það hlutfall
landsframleiðslunnar sem er
skattlagt og bera það saman
við önnur lönd. Fram kemur í
skýrslu um íslenska skattkerfið
sem AGS gaf út í júní 2010 að
samanburðarhæft skatthlutfall
landsframleiðslu er næsthæst á
Íslandi innan OECDríkjanna.
Ísland er háskattaríki, því myndi
ég vilja breyta.“
Sigríður Margrét situr í stjórn
um Samtaka atvinnu lífsins
og Samtaka versl un ar og
þjón ustu, hún er í skólanefnd
Verzl unarskóla Íslands og
í stjórn Varðar, fulltrúaráðs
sjálf stæðis fé laganna í
Reykjavík.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir segir að það sem standi upp úr á árinu sé góður
árangur fyrirtækisins á Íslandi auk þess sem finnskt félag í eigu sömu aðila sé
að stækka. „Félagið verður sífellt öflugra í Finnlandi. Við eigum tíu Pizza Hut
veitingastaði þar í landi auk þess sem við erum með nýtt vörumerki, Jogo, sem
er jógúrtbar.“
Þórdís Lóa segir að sitt besta ráð í stjórnun sé að halda vel í þá stefnu sem lagt var af stað með og aðlaga sig
aðstæðum hverju sinni. „Ég er með annað
ráð og það er að treysta fólkinu sínu og trúa
á það. Viðskipti snúast alltaf um fólk; tölurnar
eru tölur en það er alltaf fólk á bak við þessar
tölur. Viðskipti snúast um samskipti, traust og
áreiðanleika og það snýr allt að fólki.“
Þórdís Lóa segir að gjaldeyrishöftin verði að
fara og nauðsynlegt sé að ganga frá samn
ingnum við Evrópusambandið og sjá hvort
það komi Íslendingum ekki inn á farveg sem
væri eðlilegur í alþjóðlegu samhengi. „Þessi
íslensku höft sem við búum við verða að
fara, við verðum að verða miklu alþjóðlegri
og hætta þessari þjóðernishyggju þegar
kem ur að efnahagslífinu. Það hefur lengi
verið skoðun mín að við séum of innilokuð.
Við erum með ónýtan gjaldeyri og fáránlega
verðtryggingu sem fólk í öðrum löndum þarf
ekki að búa við.“
Þórdís lóa er stjórnarformaður naskur ehf.,
Finnskíslenska viðskiptaráðsins, Fresko
ehf., naskar ehf. fjárfestingarfélags, aladin
Invest ehf. og hún er í stjórn askur Oy og
Jogo Oy. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, einn eigenda
og framkvæmdastjóri Pizza Hut.
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já.
tíu veitingastaðir í finnlandi
Þórdís lóa Þórhallsdóttir, einn eigenda og framkvæmdastjóri Pizza Hut: