Frjáls verslun - 01.05.2012, Blaðsíða 136
136 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012
Undirbúningur nýrra og
spennandi verkefna
Skipulagning á vinnu við endurskoðunarverkefni er efst á baugi hjá PwC þessa dagana.
auk vinnu við þau fjölbreyttu verkefni sem eru nú þegar í viðskiptum við PwC er unnið að
undirbúningi nýrra og spennandi verkefna sem voru að bætast við.
P w C
Arna Guðrún Tryggvadóttir, með eigandi og löggiltur endurskoðandi hjá PwC, segir fjölbreytileikann í verkefnum sífellt vera að aukast sem sé einmitt
svo skemmtilegt við vinnuna:
„Hjá PwC starfar fólk með ólíkan bakgrunn
og langa reynslu á sviði viðskipta og því er
hægt að setja saman góð vinnuteymi sem
sameina krafta til að veita bestu fáanlega
þjón ustu með gæðin að leiðarljósi.
umræður og upplýsingar mikilvægar
Ég hef verið á þeirri skoðun að jafnrétti kynj
anna verði ekki komið á með lögum einum
saman en vissulega tel ég lögin skipta ver
ulegu máli í átt til jafnréttis og jafnstöðu kynj
anna. Það sem ég tel líka skipta máli í eflingu
jafnréttis á Íslandi er breyting á hug a r fari og
það gerist t.d. með umræðum eins og þegar
endurskoðun jafnréttislaganna á sér stað. Ég
tel að umræðan á Íslandi þurfi að vera meiri
um jafnréttismál, allt frá því að fjölga konum
í stjórnum og framkvæmdastjórnum og til
upplýsingagjafar í skólum um jafnréttismál.
Umræður og upplýsingar spila nefnilega
stóran þátt í því að enn frekara jafnrétti verði
náð.“
jafnari kynjahlutföll – meiri arðsemi
Hvað finnst þér um lögin sem taka gildi 1.
september 2013 og kveða á um að hlutfall
hvors kyns verði aldrei lægra en 40% í stjórn
um stærri fyrirtækja?
„Ég tel þau vera af hinu góða. Rannsóknir
hafa líka sýnt að því jafnari sem kynjahlut
föll eru í stjórn fyrirtækis, því meiri verður
arðsemi þess og stjórnarhættir betri.
Ég hefði hins vegar óskað þess að það
þyrfti ekki að setja þessi lög til þess að
stjórnir yrðu blandaðri. Ég er á því að þær
hefðu orðið það með tímanum og án þess
arar lagasetningar en það er spurning
hversu langan tíma það hefði tekið. Hugsan
lega alltof langan.“
Hvernig snerta þessi lög PwC? Hversu mar
gar konur eru í stjórn þíns fyrirtækis?
„Stjórn PricewaterhouseCoopers á Íslandi
samanstendur af þremur aðilum og þar af
einni konu.
Jafnréttismál hafa skipt okkur hjá PwC máli.
Við erum með jafnréttisáætlun og einn þáttur
í þjónustuframboði okkar er jafnlaunaúttekt.
Okkur hefur þótt skipta máli að geta boðið
upp á þessa þjónustu og litið á hana sem
stuðn ing við að koma á jafnrétti í samfé
laginu.“
Aldur: 34 ára.
Menntun: Menntun: 2001 B.Sc. í
viðskiptafræði frá Háskólan -
um í Reykjavík. 2003 lauk
ég fjórða ári reikningshalds-
og endurskoðunarsviðs,
cand. oecon., frá Háskóla
Íslands. Árið 2006 varð ég
löggiltur endurskoðandi.
Hjúskaparstaða: Gift Birgi Ingimarssyni. Við
eigum sjö ára son sem
heitir Arnaldur Máni.
Tómstundir: Mér þykir afskaplega
gaman að ferðast, hvort
sem það er erlendis eða
innanlands. Almenn útivera
og líkamsrækt er líka í
uppáhaldi. Mér þykir
gaman að prófa eitthvað
nýtt í líkamsrækt og útiveru
eins og að stunda sjósund.
Sumarfríið 2012: Við fjölskyldan förum í
nokkur ferðalög og munum
flytja. Annars ætla ég að
njóta góða veðursins
og hafa það gott á pall -
inum. Það besta við
sumarið er góða veðrið og
að verja tíma með fjölskyldu
og vinum.
„Það sem ég tel líka skipta máli í eflingu jafnréttis á Íslandi er breyting
á hugarfari og það gerist til dæmis með umræðum eins og þegar
endurskoðun jafnréttislaganna á sér stað.“
Arna Guðrún Tryggvadóttir, meðeigandi
og löggiltur endurskoðandi hjá PwC. Situr
í stjórn PwC og Félagi löggiltra endurskoð
enda (FLE).
Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson