Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2012, Blaðsíða 159

Frjáls verslun - 01.05.2012, Blaðsíða 159
FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 159 TexTi: HilMar karlsson um. Hún er yfirburða leikkona sem getur nánast leikið hvaða hlutverk sem er og skilað því betur en aðrir og er af mörgum talin mesta kvikmyndaleikkona sem uppi hefur verið. Staðan er þannig í dag að þekktar og góðar leikkonur á sama aldri og hún geta aðeins vænst þess að fá bitastæðustu hlutverkin sé Meryl Streep búin að afþakka. Einn helsti styrkur Streep er hversu frábærlega hún fer með mállýskur og það er eng in til­ viljun að mörg hennar þekkt ustu hlutverk eru byggð á raunveru­ legum persónum. Minnst hefur verið á Margaret Thatcher og bæta má við Juliu Child, Ethel Rosenberg, Karen Silkwood, Karen Blixen, Robertu Guasp­ pari, Lyndy Chamberlain og Susan Orlean. Að ná að leika allar þessar kon ur nánast fullkomlega krefst mikillar vinnu og Meryl Streep er orðlögð fyrir vinnusemi og mikinn undir­ búning. Sjálf seg ir hún að strax á unglings aldri hafi hún farið að herma eftir röddum ann­ arra: „Ég man sér stak lega eftir því þegar ég var 16 eða 17 ára, faðir minn var mikill að dáandi Barböru Strei­ sand, sem þá var ekki nema rúmlega tvítug en hafði gefið út þrjár plöt ur og faðir minn átti þær allar. Mér nægði ekki að kunna lögin öll utanbókar og syngja þau, ég varð að ná andardrætti Streisand og réttri lengd milli orða og þegar það tókst þá fannst mér ég fyrst vera búin að fá tilfinningu fyrir röddinni.“ Farsælt hjónaband og fjögur börn Lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá Meryl Streep. Hún eins og flestir aðrir ungir leikarar þurfti að hafa fyrir því að koma sér á framfæri. Eftir að hafa útskrifast úr leiklistar­ deild Yale­háskólans fékk hún hlutverk í þremur leikritum eftir William Shakespeare á New York Shakespeare­hátíðinni, Henry V, Taming of the Shrew og Measure for Measure. Einn mótleikara hennar í síðastnefnda leikritinu var John Cazale og bjuggu þau saman í þrjú ár eða þar til Cazale lést úr krabba­ meini aðeins 42 ára gamall. Þau náðu að leika saman í einni kvikmynd, The Deer Hunter, sem var önnur kvikmyndin sem Meryl Streep lék í. Þess má geta að John Cazale lék aðeins í fimm kvikmyndum, sem væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir það að allar voru þær tilnefndar til óskarsverð­ launa sem besta kvikmynd. Auk The Deer Hunter lék hann í The Godfather, The Godfather part II, The Conversation og Dog Day Afternoon. The Deer Hunter (1978) var stökkpallurinn fyrir Meryl Streep og fékk hún sína fyrstu ós­ karstilnefningu. Árið eftir kom síðan Kramer vs. Kramer og fyrir leik í þeirri mynd fékk hún fyrsta óskarinn. Frá þessum ár um hefur ferill Streep verið ein sigurganga og fá feilspor hefur hún tekið á leik­ listarbrautinni ef einhver. En áður en kom að The Deer Hunter hafði hún meðal annars sóst eftir því að fá aðalkvenhlut­ verkið í King Kong (1976) sem ítalinn Dino De Laurentis framleiddi. Meðan De Laurentis virti fyrir sér Meryl Streep sagði hann á ítölsku við son sinn: „Hvers vegna komstu með hana, hún er ljót,“ en varð víst skömm ­ ust u legur þegar Streep svaraði honum á ítölsku. John Cazale lést í byrjun mars 1978 og sama ár, 30. septem­ ber, giftist Meryl Streep mynd­ höggvaranum Don Gummer og eiga þau fjögur börn. Tvær dætur hennar, Mamie og Grace, feta í fótspor móður sinnar og hafa á síðustu árum verið að skapa sér nafn, en eins og gef­ ur að skilja hlýtur að vera erfitt í leiklistinni að bera þá byrði að vera dóttir Meryl Streep. Streep er 63 ára gömul og er enn á hátindi feril síns, getur valið út hlutverkun og leikur í einni til tveimur kvikmyndum á ári. Þessa dagana er hún að búa sig undir að leika í kvik myndinni August: Osaga County, sem gerð er eftir marg­ verðlaunuðu leikriti sem meðal annars fékk Pulitzer­ og Tony­ verðlaunin sem besta drama. Mótleikkona Streep í August: Osaga County er Julia Roberts. Ætti engum að koma á óvart þótt Meryl Streep bætti við enn einni óskarstilnefningunni en í August: Osaga County leikur hún 65 ára konu sem verður fyrir áfalli þegar eiginmaðurinn hverfur og finnst síðar látinn. Sjálf er hún háð sterkum lyfseð­ ils skyldum lyfjum og hefur allt á hornum sér í jarðarför eigin­ mannsins. Þrjátíu ára hjónaband á tímamótum Hope SprinGS er nýjasta kvikmynd Meryl Streep. Aldrei þessu vant þarf Streep ekki að gera neitt annað en að sýna leikhæfileika sína, engin mállýska sem þarf að þjálfa, ekki að setja sig í spor þekktr­ ar sögupersónu eða syngja svo eitt hvað sé nefnt sem þessi frábæra leik kona getur gert betur en flestir aðrir leikarar. Hope Springs er gamansöm kvikmynd með alvarlegum undir­ tóni sem fjallar um samrýnd hjón, Kay og Arnold, sem að því er virð ist hafa verið í hamingjusömu hjóna ­ bandi í þrjátíu ár. Kay finnst samt eitthvað vanta, einhvern neista sem gæðir hjónabandið lífi, og eftir að hafa lesið bók eftir þekktan sál fræðing sem leggur það fyrir sig að bjarga hjónaböndum pantar hún tíma fyrir sig og eiginmanninn. Arnold er í fyrstu ekki alltof hrifinn af þessari framtakssemi eiginkon­ unnar, enda vanafastur maður og lítið fyrir breytingar. Hann lætur þó undan og fara þau í vikuferð til smábæjarins Great Hope Springs þar sem sálfræðingurinn býr. Fljótt kemur í ljós að það er aðeins hálfur sigur hjá Kay að fá Arnold til að koma með sér. Vandræðin byrja þegar þeim er skipað að rifja upp sín fyrstu kynni, hvers vegna þau féllu hvort fyrir öðru og hvort mögulegt sé að endurvekja fornar glæður og verða ástfangin á ný. Mótleikarar Streep eru Tommy Lee Jones, sem leikur eiginmanninn Arnold, og Steve Carrell, sem leikur sálfræðinginn. Leikstjóri er David Frankel, sem leikstýrði Meryl Streep í The Devil Wears Prada. Frank el, sem fékk óskarsverðlaun 1996 fyrir stuttmynd sína Dear Diary, þarf að hressa upp á feril­ inn eftir tvær hálfmisheppnaðar gamanmyndir, Marley & Me og The Big Year, sem fóru fyrir ofan garð og neðan þrátt fyrir stór ­ stjörnur á borð við Jennifer Aniston, Steve Martin og Owen Wilson. Kannski getur Meryl Streep komið hon um til bjargar eins og svo mörg um öðrum sem hafa fengið að starfa með henni. Upphaflega var ætlunin að hinn þekkti leikstjóri Mike Nichols leik­ stýrði Hope Springs, Jeff Bridges yrði í hlutverki eiginmannsins og Philip Seymour Hoffman væri sál fræðingurinn, en einhverra hluta vegna æxluðust hlutirnir þannig að þeir duttu allir út á einhverjum tíma punkti í ferlinu. Hope Springs verður frumsýnd vestanhafs í byrjun ágúst. Meryl Streep og Tommy Lee Jones í hlutverkum hjónanna Kay og Arnolds sem reyna að lífga upp á hjónabandið. Hope Springs Óskarstilnefningar Meryl Streep 1978 The Deer Hunter 1979 Kramer vs. Kramer 1981 The French Lieu­ tenant’s Woman 1982 Sophie’s Choice 1983 Silkwood 1985 Out of Africa 1987 Ironweed 1988 A Cry in the Dark 1990 Postcards from the Edge 1995 The Bridges of Madison County 1998 One True Thing 1999 Music of the Heart 2002 Adaptation 2006 The Devil Wears Prada 2008 Doubt 2009 Julie & Julia 2011 The Iron Lady
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.