Frjáls verslun - 01.05.2012, Blaðsíða 160
160 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012
SagaMedica sérhæfir sig í rannsóknum á íslenskum lækningajurtum og framleiðslu á náttúruvörum.
Fyrirtækið var stofnað árið 2000
en á sér rætur í rannsóknarstarfi
sem hófst við Háskóla Íslands árið
1992. Sigmundur Guðbjarna son,
prófessor í lífefnafræði og fyrrver
andi rektor Háskóla Íslands, er
frumkvöðull að stofnun fyrirtæki
sins og hefur jafnframt leitt
rannsóknarstarfið frá upphafi.
Perla hóf störf hjá Saga
Me dica sem markaðsstjóri um
mitt ár 2008 en hún var fyrsti
starfsmaðurinn sem ráðinn
var til fyrirtækisins án þess að
vera jafnframt eigandi. Perla er
lífefnafræðingur að mennt og
vann áður við markaðsmál hjá
alþjóðlegu lyfjafyrirtæki. „Það
hefur verið ómetanlegt og afar
lærdómsríkt að koma snemma
að uppbyggingu fyrirtækis og
fá tækifæri til að spreyta sig
á öllum þáttum rekstrarins og
vinna að því að byggja upp
og efla ekki aðeins fyrirtækið
heldur einnig nýjan íslenskan
náttúruvöruiðnað. Við höfum
ný lokið við að framkvæma
fyrstu klínísku rannsóknina
sem gerð hefur verið á íslenskri
náttúruvöru en þetta er rann
sókn á áhrifum SagaPro á
tíð næturþvaglát. SagaPro er
unnið úr íslenskri ætihvönn og
hefur verið á markaði í sjö ár
og reynst afar vel við að hjálpa
þeim sem vakna á nóttunni til
að fara á salernið. Hvimleitt
vandamál sem er algengara en
fólk almennt gerir sér grein fyrir.
Á næstu dögum birtist ritrýnd
grein um rannsóknarniðurstöður
í alþjóðlegu læknatímariti og
við munum fylgja birtingunni
eftir með fjölmiðlakynningum
bæði hér heima og erlendis.
Rannsóknarniðurstöður munu
styðja vel við markaðssetn
ingu á SagaPro á kröfuhörðum
erlend um mörkuðum en varan
er nú þegar seld í yfir 200 ver
slunum í NorðurAmeríku. Það
er því nóg að gera framundan
og spennandi tímar fyrir okkur
hjá SagaMedica.
Í tengslum við störf mín hjá
SagaMedica hef ég fengið
tækifæri til að hafa áhrif á starfs
umhverfi fyrirtækja og hef setið í
stjórn Samtaka sprotafyrirtækja
frá árinu 2009 og átt sæti í
stjórn Samtaka heilbrigðis
iðn aðarins frá stofnun í janúar
2010 þar sem ég var jafnframt
for maður þar til nú í júní. Ég er
einnig stofnfélagi og sit í stjórn í
nýjum rótarýklúbbi sem heitir
eRótarý Ísland. Þetta er afar
skemmtilegur félagsskapur ungs
fólks sem er virkt í atvinnu lífinu
en við ætlum að brjóta svolítið
upp hið hefðbundna fundarform
rótarýklúbba og notfæra okkur
tæknina til funda halda. Ég nýt
þess líka að gera eitthvað allt
annað, hef til dæmis teiknað
síðan ég var lítil stelpa og get
jafnvel átt það til að skella í
vísubrot svona til heima brúks
þegar vel liggur á mér.“
Eiginmaður Perlu er verk og
hagfræðingurinn Sigurður Freyr
Magnússon og eiga þau tvö
börn. „Við hjónin höfum afskap
lega gaman af því að fara
sam an í styttri og lengri ferðir á
mótorhjólinu okkar. Höfum bæði
ferðast á hjólinu hér innanlands
og tekið lengri ferðir erlendis og
munum örugglega skella okkur
á mótorhjólinu út á land í sumar.
Svo finnst mér garðvinna mjög
endurnærandi fyrir sálina. Við
erum með nýjan garð sem við
erum smám saman að skipu
l eggja. Það er alveg ótrúlega
hressandi að vera útötuð í
mold með börnunum mínum að
gróðursetja plöntur eða reyta
arfa. Annars bý ég í útjaðri
byggðar á yndislegum stað
við Elliðavatn, þar sem börnin
fara í berjamó yfir götuna, við
fleytum kerlingar á vatninu eða
fáum okkur gönguferð yfir í
Heiðmörkina. Náttúrufegurðin
við vatnið er alveg einstök og
mér finnst alltaf eins og ég sé í
sumarleyfisparadís þegar ég er
heima hjá mér.“
Perla Björk Egilsdóttir
– markaðsstjóri SagaMedica
„Við hjónin höfum afskaplega gaman af því að fara saman í styttri og lengri ferðir á mótor
hjólinu okkar. Höfum bæði ferðast á hjólinu hér innanlands og tekið lengri ferðir erlendis.“
FÓlk TexTi: HilMar karlsson
Nafn: Perla Björk Egilsdóttir
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar, 8.
september 1971
Foreldrar: Egill Jónsson og Helena
Weihe
Maki: Sigurður Freyr Magnússon
Börn: Bjarki Freyr, 7 ára, og Eydís
Eik, 5 ára
Menntun: Lífefnafræðingur