Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2012, Blaðsíða 160

Frjáls verslun - 01.05.2012, Blaðsíða 160
160 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 SagaMedica sérhæfir sig í rannsóknum á íslenskum lækninga­jurtum og framleiðslu á náttúruvörum. Fyrirtækið var stofnað árið 2000 en á sér rætur í rannsóknarstarfi sem hófst við Háskóla Íslands árið 1992. Sigmundur Guðbjarna son, prófessor í lífefnafræði og fyrrver­ andi rektor Háskóla Íslands, er frumkvöðull að stofnun fyrirtæki­ sins og hefur jafnframt leitt rannsóknarstarfið frá upphafi. Perla hóf störf hjá Saga ­ Me dica sem markaðsstjóri um mitt ár 2008 en hún var fyrsti starfsmaðurinn sem ráðinn var til fyrirtækisins án þess að vera jafnframt eigandi. Perla er lífefnafræðingur að mennt og vann áður við markaðsmál hjá alþjóðlegu lyfjafyrirtæki. „Það hefur verið ómetanlegt og afar lærdómsríkt að koma snemma að uppbyggingu fyrirtækis og fá tækifæri til að spreyta sig á öllum þáttum rekstrarins og vinna að því að byggja upp og efla ekki aðeins fyrirtækið heldur einnig nýjan íslenskan náttúruvöruiðnað. Við höfum ný lokið við að framkvæma fyrstu klínísku rannsóknina sem gerð hefur verið á íslenskri náttúruvöru en þetta er rann­ sókn á áhrifum SagaPro á tíð næturþvaglát. SagaPro er unnið úr íslenskri ætihvönn og hefur verið á markaði í sjö ár og reynst afar vel við að hjálpa þeim sem vakna á nóttunni til að fara á salernið. Hvimleitt vandamál sem er algengara en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Á næstu dögum birtist ritrýnd grein um rannsóknarniðurstöður í alþjóðlegu læknatímariti og við munum fylgja birtingunni eftir með fjölmiðlakynningum bæði hér heima og erlendis. Rannsóknarniðurstöður munu styðja vel við markaðssetn­ ingu á SagaPro á kröfuhörðum erlend um mörkuðum en varan er nú þegar seld í yfir 200 ver­ slunum í Norður­Ameríku. Það er því nóg að gera framundan og spennandi tímar fyrir okkur hjá SagaMedica. Í tengslum við störf mín hjá SagaMedica hef ég fengið tækifæri til að hafa áhrif á starfs­ umhverfi fyrirtækja og hef setið í stjórn Samtaka sprotafyrirtækja frá árinu 2009 og átt sæti í stjórn Samtaka heilbrigðis­ iðn aðarins frá stofnun í janúar 2010 þar sem ég var jafnframt for maður þar til nú í júní. Ég er einnig stofnfélagi og sit í stjórn í nýjum rótarýklúbbi sem heitir eRótarý Ísland. Þetta er afar skemmtilegur félagsskapur ungs fólks sem er virkt í atvinnu lífinu en við ætlum að brjóta svolítið upp hið hefðbundna fundarform rótarýklúbba og notfæra okkur tæknina til funda halda. Ég nýt þess líka að gera eitthvað allt annað, hef til dæmis teiknað síðan ég var lítil stelpa og get jafnvel átt það til að skella í vísubrot svona til heima brúks þegar vel liggur á mér.“ Eiginmaður Perlu er verk­ og hagfræðingurinn Sigurður Freyr Magnússon og eiga þau tvö börn. „Við hjónin höfum afskap­ lega gaman af því að fara sam an í styttri og lengri ferðir á mótorhjólinu okkar. Höfum bæði ferðast á hjólinu hér innanlands og tekið lengri ferðir erlendis og munum örugglega skella okkur á mótorhjólinu út á land í sumar. Svo finnst mér garðvinna mjög endurnærandi fyrir sálina. Við erum með nýjan garð sem við erum smám saman að skipu­ l eggja. Það er alveg ótrúlega hressandi að vera útötuð í mold með börnunum mínum að gróðursetja plöntur eða reyta arfa. Annars bý ég í útjaðri byggðar á yndislegum stað við Elliðavatn, þar sem börnin fara í berjamó yfir götuna, við fleytum kerlingar á vatninu eða fáum okkur gönguferð yfir í Heiðmörkina. Náttúrufegurðin við vatnið er alveg einstök og mér finnst alltaf eins og ég sé í sumarleyfisparadís þegar ég er heima hjá mér.“ Perla Björk Egilsdóttir – markaðsstjóri SagaMedica „Við hjónin höfum afskaplega gaman af því að fara saman í styttri og lengri ferðir á mótor­ hjólinu okkar. Höfum bæði ferðast á hjólinu hér innanlands og tekið lengri ferðir erlendis.“ FÓlk TexTi: HilMar karlsson Nafn: Perla Björk Egilsdóttir Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar, 8. september 1971 Foreldrar: Egill Jónsson og Helena Weihe Maki: Sigurður Freyr Magnússon Börn: Bjarki Freyr, 7 ára, og Eydís Eik, 5 ára Menntun: Lífefnafræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.