Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2012, Blaðsíða 161

Frjáls verslun - 01.05.2012, Blaðsíða 161
Reykjavíkurmara­þonið er fyrirtæki sem starfar innan Íþróttabandalags Reykjavíkur. Þrjú hlaup eru á vegum þess, Reykjavíkurmaraþon Íslands­ banka, Miðnæturhlaup og Lauga vegshlaup. Svava Oddný Ásgeirsdóttir er verkefnis­ stjóri. „Reykjavíkurmaraþonið verður þrjátíu ára á næsta ári, sem er mjög gott úthald og ekki eru mörg almenningshlaup í heimin um eldri. Í ár vorum við að halda upp á tuttugu ára afmæli Miðnæturhlaupsins og af því til efni voru gerðar breytingar. Hlaupið fékk nýtt nafn, Miðnætur hlaup Suzuki, og þrjár nýjar hlaupaleiðir, 5 km, 10 km og bætt var við 21 km vegalengd og gaman frá því að segja að í ár voru um 2.000 þátttakendur, sem er met, hafði áður verið mest 1.500. Þriðja hlaupið er Laugavegs­ hlaupið sem er 55 km últra­ eða ofurmaraþon sem byrjaði sem aðdráttar afl fyrir útlendinga en hefur vaxið mikið og er eitt vinsælasta utanvegahlaup á Íslandi fyrir Íslendinga jafnt sem útlendinga. Þátttakendur í ár verða 350. Laugavegshlaup hefur verið haldið í fimmtán ár. Hvað varðar Reykjavíkurmara­ þonið þá hefur það spurst vel út úti í hinum stóra heimi og reiknum við með að 1.400 útlendingar taki þátt í því í ár. Þetta eru hlauparar sem koma með fólk með sér og ferðast um landið og niðurstöður úr BS­ritgerð í hagfræði árið 2012 sýndu fram á að þjóðhagslega hagkvæmt er að halda Reykja­ víkurmaraþon Íslandsbanka. Auk fjárhagslegs ábata var sýnt fram á aukin lífsgæði hjá Íslendingum.“ Spurð hvort alltaf sé að fjölga þátttakendum segist Svava alltaf jafnhissa á hverju ári á því hvað fjöldinn er mikill. „Heildar­ fjöldinn í fyrra var um þrettán þúsund manns í þeim sex vega lengdum sem hlaupið inni­ heldur og varð fjölgun í öllum vegalengdum en mest í 10 km hlaupinu þar sem þátttakendur voru 4.431 en voru 3.683 árið áður. Leiðirnar hafa ekki breyst mikið frá því heilt maraþon varð að einum hring enda mjög snúið að taka götur í Reykja­ vík, þar sem umferð er mikil, undir hlaup. Við höfum þó notið velvildar yfirvalda í Reykjavík og á Seltjarnarnesi hvað varðar hlaupin og maraþonleiðin sem hlaupin er í dag er mjög falleg með miklu útsýni til sjós og fjalla og útlendingar hrífast og tala m.a. mikið um fossinn í Elliðaárdalnum.“ Svava Oddný er menntaður kennari og íþróttakennari og stundaði meistaranám í lýð ­ heilsu fræðum í Háskólanum í Reykjavík. Eiginmaður hennar er Tryggvi Aðalbjarnarson, sem starfar hjá Icelandair. Þau eiga þrjú börn sem komin eru á fullorðinsár og tvö barnabörn. „Ég er búin að starfa hjá Íþrótta­ bandalagi Reykjavíkur frá árinu 1996 og tók við sem verkefnis­ stjóri fyrir Reykjavíkurmaraþonið 2006. Áður starfaði ég sem kenn ari í Reykjavík og á Ísafirði, en Tryggvi er þaðan og þar ólum við upp börnin okkar. Vinnan tengist helsta áhuga­ málinu mínu en ég er búin að hlaupa síðan ég var þrítug en gat lengi ekki hugsað mér að hlaupa heilt maraþon. Það var ekki fyrr en ég varð fimm­ tug sem ég hljóp mitt fyrsta mara þon en hef síðan, auk maraþonhlaupa hér heima, tekið þátt í nokkrum mara þon ­ hlaupum erlendis. Af öðrum áhugamálum er samvera með fjölskyldunni ofarlega á blaði og að stússa í kringum barna ­ börnin. Við eigum sumarbústað sem fjölskyldan dvelur í þegar tími vinnst til og ég hef gaman af að fara í gönguferðir á fjöll á sumrin. Þá eru eiginmaður minn og sonur með hesta og svo er ég aðeins byrjuð að leika golf þannig að það er nóg um að vera þegar tími gefst frá erli dags ins.“ Svava Oddný Ásgeirsdóttir – verkefnisstjóri Reykjavíkurmaraþons „Vinnan tengist helsta áhugamálinu mínu en ég er búin að hlaupa síðan ég var þrítug en gat lengi ekki hugsað mér að hlaupa heilt maraþon.“ Nafn: Svava Oddný Ásgeirsdóttir Fæðingarstaður: Reykjavík, 24. apríl 1954 Foreldrar: Ása Björgvinsdóttir og Ásgeir Samúelsson Maki: Tryggvi Aðalbjarnarson Börn: Aðalbjörn tónlistarmaður, 35 ára, Ása Björg viðskiptafræðingur, 31 árs, og Tryggvi Þór nemi, 26 ára Menntun: B.Ed.­kennari, íþróttakenn­ ari, MPH; meistaranám í lýðheilsu­ fræðum frá HR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.