Frjáls verslun - 01.05.2012, Qupperneq 161
Reykjavíkurmaraþonið er fyrirtæki sem starfar innan Íþróttabandalags Reykjavíkur. Þrjú
hlaup eru á vegum þess,
Reykjavíkurmaraþon Íslands
banka, Miðnæturhlaup og
Lauga vegshlaup. Svava Oddný
Ásgeirsdóttir er verkefnis
stjóri. „Reykjavíkurmaraþonið
verður þrjátíu ára á næsta ári,
sem er mjög gott úthald og ekki
eru mörg almenningshlaup í
heimin um eldri. Í ár vorum við að
halda upp á tuttugu ára afmæli
Miðnæturhlaupsins og af því til efni
voru gerðar breytingar. Hlaupið
fékk nýtt nafn, Miðnætur hlaup
Suzuki, og þrjár nýjar hlaupaleiðir,
5 km, 10 km og bætt var við 21
km vegalengd og gaman frá
því að segja að í ár voru um
2.000 þátttakendur, sem er met,
hafði áður verið mest 1.500.
Þriðja hlaupið er Laugavegs
hlaupið sem er 55 km últra eða
ofurmaraþon sem byrjaði sem
aðdráttar afl fyrir útlendinga
en hefur vaxið mikið og er eitt
vinsælasta utanvegahlaup á
Íslandi fyrir Íslendinga jafnt sem
útlendinga. Þátttakendur í ár
verða 350. Laugavegshlaup
hefur verið haldið í fimmtán ár.
Hvað varðar Reykjavíkurmara
þonið þá hefur það spurst
vel út úti í hinum stóra heimi
og reiknum við með að 1.400
útlendingar taki þátt í því í ár.
Þetta eru hlauparar sem koma
með fólk með sér og ferðast
um landið og niðurstöður úr
BSritgerð í hagfræði árið 2012
sýndu fram á að þjóðhagslega
hagkvæmt er að halda Reykja
víkurmaraþon Íslandsbanka.
Auk fjárhagslegs ábata var
sýnt fram á aukin lífsgæði hjá
Íslendingum.“
Spurð hvort alltaf sé að fjölga
þátttakendum segist Svava
alltaf jafnhissa á hverju ári á því
hvað fjöldinn er mikill. „Heildar
fjöldinn í fyrra var um þrettán
þúsund manns í þeim sex
vega lengdum sem hlaupið inni
heldur og varð fjölgun í öllum
vegalengdum en mest í 10 km
hlaupinu þar sem þátttakendur
voru 4.431 en voru 3.683 árið
áður. Leiðirnar hafa ekki breyst
mikið frá því heilt maraþon
varð að einum hring enda mjög
snúið að taka götur í Reykja
vík, þar sem umferð er mikil,
undir hlaup. Við höfum þó notið
velvildar yfirvalda í Reykjavík
og á Seltjarnarnesi hvað varðar
hlaupin og maraþonleiðin sem
hlaupin er í dag er mjög falleg
með miklu útsýni til sjós og
fjalla og útlendingar hrífast og
tala m.a. mikið um fossinn í
Elliðaárdalnum.“
Svava Oddný er menntaður
kennari og íþróttakennari og
stundaði meistaranám í lýð
heilsu fræðum í Háskólanum í
Reykjavík. Eiginmaður hennar
er Tryggvi Aðalbjarnarson,
sem starfar hjá Icelandair. Þau
eiga þrjú börn sem komin eru á
fullorðinsár og tvö barnabörn.
„Ég er búin að starfa hjá Íþrótta
bandalagi Reykjavíkur frá árinu
1996 og tók við sem verkefnis
stjóri fyrir Reykjavíkurmaraþonið
2006. Áður starfaði ég sem
kenn ari í Reykjavík og á Ísafirði,
en Tryggvi er þaðan og þar
ólum við upp börnin okkar.
Vinnan tengist helsta áhuga
málinu mínu en ég er búin að
hlaupa síðan ég var þrítug en
gat lengi ekki hugsað mér að
hlaupa heilt maraþon. Það var
ekki fyrr en ég varð fimm
tug sem ég hljóp mitt fyrsta
mara þon en hef síðan, auk
maraþonhlaupa hér heima,
tekið þátt í nokkrum mara þon
hlaupum erlendis. Af öðrum
áhugamálum er samvera með
fjölskyldunni ofarlega á blaði
og að stússa í kringum barna
börnin. Við eigum sumarbústað
sem fjölskyldan dvelur í þegar
tími vinnst til og ég hef gaman
af að fara í gönguferðir á fjöll
á sumrin. Þá eru eiginmaður
minn og sonur með hesta og
svo er ég aðeins byrjuð að leika
golf þannig að það er nóg um
að vera þegar tími gefst frá erli
dags ins.“
Svava Oddný Ásgeirsdóttir
– verkefnisstjóri Reykjavíkurmaraþons
„Vinnan tengist helsta áhugamálinu mínu en ég er búin að hlaupa síðan ég var þrítug en gat
lengi ekki hugsað mér að hlaupa heilt maraþon.“
Nafn: Svava Oddný Ásgeirsdóttir
Fæðingarstaður: Reykjavík, 24. apríl
1954
Foreldrar: Ása Björgvinsdóttir og
Ásgeir Samúelsson
Maki: Tryggvi Aðalbjarnarson
Börn: Aðalbjörn tónlistarmaður, 35 ára,
Ása Björg viðskiptafræðingur,
31 árs, og Tryggvi Þór nemi, 26 ára
Menntun: B.Ed.kennari, íþróttakenn
ari, MPH; meistaranám í lýðheilsu
fræðum frá HR