Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2012, Side 27

Frjáls verslun - 01.05.2012, Side 27
FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 27 kynna reykjaVÍk K jölfesta var mynduð á dögunum fyrir sam­ starfs vettvang um mark­ aðssetningu á Reykjavík sem alþjóðlegri ráðstefnu­ og viðburðaborg en hún samanstendur af Icelandair Group, Hörpu tónlistar­ og ráðstefnuhúsi og Reykjavíkurborg. Þá koma einnig til skjalanna aðildarfélög á borð við Bláa lónið, Landsbankann og Iceland Express. Reykjavíkurborg leggur verkefninu til 45 milljónir króna á ári. Harpa og Icelandair koma svo inn með 25 milljónir á ári. Þorsteinn Örn Guðmundsson er fram ­ kvæmdastjóri samtakanna Meet in Reykjavík sem heldur utan um verkefnið og segir hann að stefnan sé tekin á að fjölga erlendum gestum til Reykjavíkur í ráðstefnu­ og viðburðageiranum. „Þessir gestir eru mun arðbærari en hefðbundni ferðalangurinn og þeir koma til landsins á mjög hagkvæmum tíma, þ.e. utan háannatímans. Ráðstefnur eru gjarnan haldnar í miðri viku þegar hótel­ nýting er ekki mikil. Það er áríðandi að sækja markvisst á þennan markað sem getur reynst okkur mjög arðbær og gert mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum kleift að starfa allt árið.“ AUkIN verðmætAmYNDUN „Með þessum gestum myndast aukin verðmæti í þjóðfélaginu,“ segir Sigurjóna Sverrisdóttir verkefnisstjóri. „Ráðstefnugesturinn nýtir ýmiss konar þjónustu meðan á dvöl hans stendur eins og t.d. símaþjónustu, versl anir og veitingastaði. Oftast er eyðslan á kostnað ráðstefnuhaldarans og gesturinn hefur því aukið svigrúm til eyðslu. Auk þess getur fjöldinn allur af öðrum ferðaþjónustuaðilum komið inn í mynd­ ina hjá ráðstefnugestum, þar sem í boði eru margs konar áhugaverðar skoðana­ ferðir og menningartengdir viðburðir. Þar kemur Harpan okkar sterkt inn; alvörutónlistarhöll er aðalsmerki hverrar borgar og hefur bæði byggingin sjálf og starfið sem fer fram innan Hörpu vakið almenna aðdáun erlendra gesta. Harpa er orðin þekkt kennileiti. Það hefur opnast fyrir nýjan markhóp og mikil markaðssókn er í gangi um þessar mundir. Stefnt er að opnun hótels við hlið Hörpu árið 2015. Það eykur vissu ­ lega möguleikana enn frekar, enda ómetanlegt að hafa gott hótel og ráð­ stefnumiðstöð á sama stað.“ sAmvINNA í stAð sAmkePPNI Að sögn þeirra Þorsteins og Sigurjónu er stefna samtakanna Meet in Reykjavík að auka vægi ráðstefnumarkaðarins í Reykjavík. Það verður gert með mark ­ vissri markaðssetningu erlendis. Einnig er mikilvæg sú vinna sem lýtur að uppbyggingu á öflugu stuðnings­ neti innan íslensks atvinnu­ og þekkingarsamfélags. „Við viljum efla áhuga Íslendinga í al­ þjóðasamskiptum á að halda ráðstefnur samvinnufélaga sinna í Reykjavík. Í dag erum við fær um að halda hér ráðstefnur af öðrum toga og allt annarri stærðargráðu en fyrr var mögulegt. Og það er vafalítið allra hagur að efla ráðstefnuhald í Reykjavík, fjölga við­ burðum og stækka markaðinn, sem skilar sér í auknum viðskiptum við ferða­ þjónustuaðila. Áherslan er á samvinnu frekar en samkeppni.“ Icelandair Group, Harpa, Reykjavíkur- borg, Bláa lónið, Landsbankinn og Iceland Express vinna saman að verkefni um aukna markaðssetningu á Reykja vík sem alþjóðlegri ráðstefnu- og viðburðaborg. Það eru samtökin Meet in Reykjavik sem halda utan um þetta verkefni. TexTi: Hrund HauksdóTTir / Mynd: geir ólafsson. Sigurjóna Sverrisdóttir verkefnastjóri og Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmda stjóri Meet in Reykjavík. Í stuttu máli
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.