Þjóðlíf - 01.01.1991, Side 49

Þjóðlíf - 01.01.1991, Side 49
aðgerða tónlistarmanna. Þetta sýnir að stjórnmálamenn eru farnir að taka mikið mark á tónlistarmönnum. En svona í heildina má segja að liðinn áratugur hafi ekki verið tímamótaáratug- ur eins og sá sjöundi og sá áttundi, nema að því leyti að öll landamæri í tónlist hafa opnast og heimur tónlistarinnar minnkað, samruninn og bræðingurinn hefur verið svo mikill, að maður tali nú ekki um hið jákvæða og opna hugarfar sem ríkt hefur til tónlistar á liðnum áratug. Sennilega verður hans minnst fyrst og fremst sem áratugar þar sem tónlistar- menn komu fram sem mjög sterkt afl til þess að umbreyta hlutum. Gunnar H. Ársœlsson, Þjóðlífi Innlent: 1. Sykurmolarnir: Life’s too good 2. Þeyr: Mjötviður mær 3. Purrkur Pillnikk: Tilf 4. Todmobile: Betra en nokkuð annað 5. Megas: Loftmynd 6. Bubbi: Sögur af landi 7. Ham: Hold 8. Úr kvikmynd: Rokk í Reykjavík 9. Purrkur Pillnikk: Ekki enn 10. Stuðmenn og Grýlurnar: Með allt á hreinu Erlent: 1. Spliff: Radio Show 2. Echo and the Bunnymen: Heaven up here 3. Paul Simon: Graceland 4. Talking Heads: Remain in Light 5. Peter Gabriel: 3 6. Prefab Sprout: Steve McQueen 7. King Crimson: Discipline 8. U2: Unforgettable Fire 9. R.E.M: Green 10. The Smiths: The Smiths— Það sem er mér efst í huga er sú mikla gróska sem var í íslenskri dægurtónlist á liðnum áratug. Fyrst var það frumkraftur pönksins sem knúði menn áfram í tón- listinni en síðan fóru tónlistarmenn að vinna úr þessum krafti á fagmannlegri nótum. Þetta hefur leitt til þess að gæði dægur- og rokktónlistar eru í dag fyllilega sambærileg við það sem gerist erlendis. Enda er útflutningur á tónlist héðan stað- reynd; „SykurmolarniH, „Mezzoforte, „Súlcf‘ og Smekkleysusveitirnar; „Risa- eðlan“, „Bless“ og „Ham“, allt hefur þetta fólk farið í víking og gert virkilega góða hluti. Ekki má gleyma árangri „Stjórnar- innar“ í Zagreb í Júgóslavíu þótt uppi séu mismunandi skoðanir á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Vonandi verður framhald á þessu á nýjum áratug og ekki væri verra að sjá ný nöfn hefja land- vinninga. Það sorglegasta við þennan áratug er hinsvegar sú staðreynd að stjórnvöld skuli þrjóskast við að fella niður virðisaukaskatt af hljómplötum.Bókin fékk hann niður- felldan og því ekki hljómplatan? Enda hefur það komið í ljós að sala á hljómplöt- Gunnar H. Ársælsson. Innlend túnlist orðin sambærileg við erlenda og útflutningur haf- inn. um fyrir jólin dróst saman um 25% meðan bóksala jókst um 40%. Hér er verið að mismuna listgreinum gróflega og er þetta algerlega óþolandi ástand. 0 ÁSKRIFENDUR! Munið að greiða gíróseðlana Þjóðlíf ÞJÓÐLÍF 49

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.