Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.01.2015, Qupperneq 45

Fréttatíminn - 23.01.2015, Qupperneq 45
Helgin 23.-25. janúar 2015 matur & vín 45 Mánuðurinn þorri hefst á föstudegi í 13. viku vetrar. Mánaðarnafnið á uppruna sinn að rekja til 12. aldar en frekari upplýsingar eru af skorn- um skammti. Þorri hefur þó verið persónugerður sem vetrarvættur í sögnum frá miðöldum. Þorri er fjórði mánuður vetrar og var yfir- leitt talinn erfiðasti vetrarmánuður- inn og því er stundum talað um að þreyja þorrann sem merkir í raun að harka hann af sér. Góa tekur við af þorranum og ber konudag upp á fyrsta degi góu. Upphaf þorramatar og þorra- blóta má rekja til miðsvetrarmóta hinna ýmsu átthagafélaga á fyrri hluta 20. aldar. Á mót- unum voru auglýst hlaðborð með „íslenskum mat að forn- um sið“ og um var að ræða mat sem var vel þekktur í ís- lenskum sveitum en var orð- inn sjaldséður á borðum íbúa í þétt- býli. Orðið þorramatur kom hins vegar ekki til sögunnar fyrr en veit- ingastaðurinn Naustið í Reykjavík fór að bjóða upp á sérstakan þorra- matseðil árið 1958. Dæmi um þorramat, sem flest- ir geta lagt sér til munns, er til dæmis slátur, flatkökur, hangikjöt, rófustappa, sviðasulta, laufabrauð, harðfiskur og rúgbrauð. Smekkur manna er þó mismunandi en þeir allra hörðustu úða svo í sig bringu- kollum, lundaböggum, kæstum hákarli, magál, rengi, selshreif- um, súrum sundmaga, súrsuðum hrútspungum, sviðakjömmum, sviðalöppum og svínasultu. Hver er þessi þorri? Naustið kom þorramatnum á kortið Hrefna Sætran matreiðslumeistari er hrifin af þorramatnum en býður þó ekki upp á hann á veitingahúsum sínum. ig munu gamli og nýi tíminn mætast. „Það snæðir enginn lengur þennan súra mat. Við tökum því gamla þorra- matinn, innmatinn og slíkt, og gerum hann aðgengilegri fyrir almenning.“ Bjarni segir þó að dyggustu aðdá- endur þorrablóta þurfi ekki að ör- vænta. Gamla góða þorrastemningin verður í hávegum höfð og þótt mat- urinn verði ferskur verður eitthvað í boði fyrir alla. „Við munum til dæmis bera fram lifrarpylsu sem foie gras og slátrið verður með hunangsgljáðum rúsínum.“ Þeir allra hörðustu geta svo gleypt í sig eistu af ýmsu tagi. „Öll eistun verða að sjálfsögðu ósúrs- uð, en þau verða ýmist reykt, hæg- elduð eða marineruð,“ segir Bjarni. Þorrinn hefur ekki mikil áhrif á veitingahúsabransann Hrefna Sætran, matreiðslumeisari og eigandi Grillmarkaðarins og Fisk- markaðarins, segir að þorrinn hafi ekki mikil áhrif á starfsemi veitinga- húsa sinna. „Við bjóðum ekki upp á neitt þorratengt, það er í raun engin eftirspurn eftir því.“ Ferðamenn eru stór hluti gesta og segir Hrefna að þeim finnist þorramaturinn yfirleitt stórskrýtið fyrirbæri. „Ef þeir hafa virkilegan áhuga á að prófa þorramat- inn þá fara þeir, held ég, á þar til gerða staði frekar en að koma til okkar. Fólk veit að hverju það gengur hjá okkur og það breytist ekkert á þorranum.“ Þorrablót í heimahúsi Sjálf er Hrefna þó hrifin af þorra- matnum. „Ég hef alltaf borðað hefð- bundinn ósúrsaðan þorramat eins og sviðakjamma og sviðasultu.“ Í fyrra ákvað Hrefna hins vegar að stíga út fyrir þægindarammann og halda al- vöru þorrablót fyrir vini og vanda- menn. „Þar bauð ég upp á alls kon- ar þorramat, súrsaðan og ferskan, því mig langaði að smakka allt. Það myndaðist mjög skemmtileg stemn- ing við smökkunina og fólk ýmist fúlsaði við matnum eða borðaði af bestu lyst,“ segir Hrefna, en hún telur að mikilvægt sé að halda í þær hefðir sem tengjast þorranum. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Frumkvöðull þorramatar á Íslandi er Halldór S. Gröndal, veitingamaður í Naustinu og síðar prestur. Halldór var meðal fyrstu Íslendinga sem lauk háskólanámi í hótelfræðum. Þegar hann sneri heim frá námi sínu í Bandaríkjunum var ekki um auðugan garð að gresja þegar kom að veitinga- húsum. Halldór átti sér þann draum að stofna vandað veitingahús. Hann fékk því nokkra félaga sína úr Verzl- unaskólanum til liðs við sig og saman opnuðu þeir Naustið við Vesturgötu í Reykjavík árið 1954. Sveinn Kjarval innanhúsarkitekt var fenginn til að hanna útlit Nausts- ins og var borðsalurinn látinn líkjast gömlu skipi. Þegar staðurinn var opn- aður gaf eiginkona Halldórs, Ingveld- ur L. Gröndal, honum formlega nafn með því að brjóta kampavínsflösku á steinvegg, líkt og um skip væri að ræða. Merkasta framlag Naustsins til íslenskrar matargerðar er án efa til- raun þess til að hefja þorramatinn til vegs og virðingar, en það heppnaðist með eindæmum vel. Þorrinn hafði verið daufur tími í veitingahúsa- rekstri og vildi Halldór reyna að lífga upp á vetrartímann. Halldór fór á fund hjá Kristjáni Eldjárn, þáverandi þjóðminjaverði, sem leist vel á þá hug- mynd að vekja athygli á þorramatn- um og lánaði hann Halldóri gömul trog til að bera þorramatinn fram. Almenningur tók vel í þorramat- inn á Naustinu og voru þorrablótin þar vel sótt. Sjálfur sagði Halldór að markmiðið væri að bjóða fólki upp á að smakka íslenskan mat án þess að þurfa að vera félagi í átthagafélagi, en upphaf þorramatar má rekja til miðs- vetrarmóta hinna ýmsu átthagafélaga á fyrri hluta 20. aldar, svo sem Breið- firðingamót og Árnesingamót. – G Ó Ð U R Á B R A U Ð – Í S L E N S K U R GÓÐOSTUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.