Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2011, Page 26

Frjáls verslun - 01.11.2011, Page 26
26 FRJÁLS VERSLUN 11. TBL. 2011 si m in n. is E N N E M M / S ÍA / N M 4 8 2 19 Gleðilegt ár! Starfsfólk Símans óskar þér ómældrar gleði um hátíðirnar. Þökkum samskiptin á árinu. Skannaðu kóðann og náðu í jólalag Símans. Njóttu! Fréttaannáll Í stuttu máli lJósaDýrð ársins Ljósadýrð ársins átti að vera í Hörpunni að kveldi menningardags – en það fór á annan veg. Búið var að byggja upp miklar væntingar og biðu tugir þúsunda Íslendinga spenntir eftir að sjá ljósadýrð meistara Ólafs elíassonar. Útkoman reyndist brostnar vornir. engu var lík ara en að starfsmenn Hörpu væru veif andi stjörnuljósum úti í gluggum. Í desember hefur hins vegar mátt sjá alvöru ljósa sýn ­ ingu eftir Ólaf þannig að legið hefur við umferðaröngþveiti fyrir utan Hörpuna. Hvers vegna var sú sýning ekki á menn ­ ingarnótt? Var sjóið ekki tilbúið þá? Brostnar vonir. Þessi mynd var tekin af ljósa dýrð­ inni í Hörpu undir miðnætti á menning ar nótt. Evrukr ppa ársins Heimspressan í viðskiptum hefur ekki fjallað um neitt mál meira á árinu en vandann á evrusvæð-inu. Evrópa er að sogast niður vegna skuldakreppu ríkja, heimila, fyrir - tækja og banka í Evrópu. Ekki sér fyrir end - ann á þeim hildarleik þrátt fyrir ótal fundi þeirra Angelu Merkel, kanslara Þýska lands, og Nicolas Sarkozys, forseta Frakk lands, til að bjarga því sem bjargað verður. Á þessum neyðarfundum finnst mörg- um sem nálgun Merkel og Sarkozys sé röng. Þau álykta um meiri aga í ríkisfjármál- um í Evrópu þegar vandinn er fyrst og fremst skuldavandi. Hann leysist ekki með auknum aga í ríkisfjármálum sem þó er auðvitað nauðsynlegur við efna hagsstjórn framtíðarinnar. Skuldavand inn leysist með því að afskrifa skuldir en ein hver verður að taka þær afskriftir á sig. Flestum finnst eðlilegast að það séu eig end ur banka og lánardrottnar bankanna – en það eru í flest- um tilvikum aðrir bankar. Mótmælin í Evrópu og Bandaríkjunum undanfarna mánuði eru vegna þess að fólk hefur fengið sig fullsatt á því að skatt - borgarar bjargi bönkum. Þegar fjármálafárviðrið reið yfir Banda- ríkin og Evrópu haustið 2008 féllu í raun marg ir af stærstu bönkum Vesturlanda en þeim var bjargað tímabundið af ríkissjóð- um stærstu landanna. Skuldirnar voru hins vegar ekki tæmdar úr pípunum og þar stendur hnífurinn í kúnni. Skuldavand inn er enn til staðar og falli stærstu evrópsku bankarnir fellur fjármálakerfið í Evrópu og með dómínóáhrifum er hætta á að fjármála- kerfi heimsins falli í kjölfarið. Þýskir og franskir bankar hafa lánað til ríkja eins og Grikklands, Ítalíu og Spánar þannig að þegar hlaupið er undir bagga með þessum ríkjum má segja að verið sé ekki síður að bjarga bönkum í Þýskalandi og Frakklandi. Angela Merkel sagði nýlega að það væri rangnefni að ræða um evrukreppu þegar um væri að ræða skuldakreppu sem íbúar Evrópu yrðu að takast á við. Vandi Merkel er hins vegar sá að Þjóðverjar eru að fá sig fullsadda á að vera í skuldasúpu Grikkja og Ítala og taka á sig byrðarnar. Nýlega ákváðu stærstu seðlabankar í heimi að keyra hreyflana í botn til að bjarga fjármálakerfunum frá falli af bjargbrún inni. Óvíst er hvernig til tekst. Eftir stendur hins vegar að það skiptir engu máli hver myntin er ef ríki, fyrirtæki, bankar og heimili skulda of mikið. Vand- inn er að skulda of mikið. „Í skuldavanda virðist ekki skipta máli hver myntin er; vandinn er fyrst og fremst að skulda of mikið.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.