Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2011, Side 84

Frjáls verslun - 01.11.2011, Side 84
84 FRJÁLS VERSLUN 11. TBL. 2011 Það ber nú hæst að nýir eigendur komu að bank anum og lögðu honum til hlutafé, alls fimm og hálfan milljarð króna. Þar með var orðið ljóst að mP banki hafði komist í gegnum fjármálakreppuna án nokkurr ar aðstoðar eða aðkomu stjórn­ valda. Þessu lauk á vormán­ uð um og hefur starfsfólk hans unn ið hörðum höndum að því að leggja grunninn að framtíð mP banka. meðal þess sem fram kvæmt hefur verið eru þrír samrunar eða yfirtökur, við Alfa verðbréf, fyrirtækjaráðgjöf Saga fjárfestingarbanka og verð bréfasjóðafyrirtækið Júpíter. Aftur á móti seldum við frá okk­ ur hluta af starfsemi okkar og eignum í litháen á árinu. Aukin áhersla var lögð á þjónustu okk­ ar við atvinnulífið og höfum við tvöfaldað lánasafn okkar frá miðju ári,“ útskýrir Sigurður Atli og segir jafnframt: „Við náðum þeim ánægjulega áfanga undir lok ársins að fagna fyrirtæki númer tvö þús und í viðskiptum hjá okkur og bankinn var jafnframt með mestu hlutdeild í viðskiptum í Kaup höll inni á árinu.“ Öflug fyrirtæki og fjárfestar MP banki fagnaði 10 ára far ­ sælu starfi 11. maí árið 2009 og opnaði sama dag sitt fyrsta útibú í Borgartúni 26. Annað útibú bættist við 8. febrúar 2010 í Ármúla 13a þegar höfuð­ stöðvar fluttust þangað. MP banki fékk fullt viðskiptabanka ­ leyfi í október 2008 og hóf að taka við innlánum og séreignar­ sparnaði til viðbótar við fyrri starfsemi. Árið 2003 fékk bank ­ inn fjárfestingarbankaleyfi og bauð þá upp á alhliða fjárfest­ ingarbankaþjónustu. „Á næsta ári munum við leggja áherslu á að halda leiðandi hlutverki okkar í markaðsvið ­ skiptum og fjárfestingarbanka ­ starfsemi, auka eignir í stýringu og skerpa sérstöðu okkar í þjón ­ ustu við fyrirtæki og efna meiri einstaklinga. lykilmarkmiðið er að halda áfram að renna stoðum undir styrkari rekst­ ur bankans. Auknar opinber ­ ar álögur og samkeppni við markaðs ráðandi keppinauta á bankamarkaði gera það ekki auðvelt. Hins vegar eru gríðar­ lega mörg spennandi verkefni framundan hjá bankanum. Undanfarið hafa mörg öflug fyrirtæki og fjárfestar bæst í viðskiptamannahópinn og það verður áhugavert að sinna þeirra þörfum á komandi ári. Við kappkostum að setja okkur vel inn í aðstæður viðskipta­ vina okkar og lítum á viðskipta­ sam bandið sem samstarf sem báðir aðilar hafi hag af,“ segir Sigurður Atli. Í lánastarfsemi á nýjan leik Það hafa margir áhugaverðir hlutir átt sér stað hjá mP banka á árinu og ber þar sennilega hæst að bankinn gat á ný, eftir nokkurt hlé, sinnt lánastarfsemi. „Stærsta nýjungin var auðvit­ að sú að með hlutafjáraukingu í apríl gátum við farið að sinna lánastarfsemi á nýjan leik. Við höfum lagt okkar af mörkum til að styðja við uppbyggingu atvinnulífsins með beinni fjár­ mögnun. einnig með ráðgjöf til fyrirtækja og fjárfesta, sem við efldum umtalsvert á árinu, meðal annars með kaupum á fyrirtækjaráðgjöf Saga. Þá höfum við styrkt gjaldeyrisvið ­ skipti okkar og sinnum nú Upplýsingar Um fyrirtækið: starfsmannafjöldi: 90 / fjöldi viðskiptavina: 13.000 / forstjóri: Sigurður Atli Jónsson Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, gekk til liðs við fyrirtækið um miðbik sumars og segir hann tækifæri bankans á nýju ári meðal annars felast í fjármögnun verkefna í atvinnulífinu, eigendabreytingum, endurskipulagningu og fjárfestingum á ýmsum sviðum. Starfsmenn MP banka fögnuðu því á dögunum að bankinn var með mestu hlutdeild í viðskiptum í Kauphöllinni á árinu. fjölbreytt tækifæri á nýju ári hjá MP banka TexTi: erla HJördís GUnnarsdÓTTir / mynd: síminn „Starfsmenn MP banka eru sérfræð­ ingar í bankavið­ skiptum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og efnameiri ein­ staklinga.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.