Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Side 18

Frjáls verslun - 01.04.2010, Side 18
18 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 Viðskiptalausn frá HugAx hugsar um Heilsuna Guðríðarstíg 2–4 113 Reykjavík Sími 545 1000 www.hugurax.is „Með Ópusallt hef ég góða yfirsýn yfir reksturinn, möguleikarnir á að vinna með upplýsingar eru óþrjótandi og ég get horft á marga þætti í rekstrinum frá ólíkum sjónarhornum. Ópusallt hefur auðveldað okkur að taka upp nýjar vinnureglur og ferla og þegar allt er tekið saman hefur Ópusallt sparað okkur mikla fjármuni.“ Þórarinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri Heilsu ehf. Ópusallt – gerir allt! Ópusallt er allt í senn: Stjórntæki, upplýsingakerfi og bókhaldskerfi. Allt viðmót er einstaklega þægilegt, lítið mál að setja upp sölunótur, reikninga, tilboð o.fl. Íslenskur hugbúnaður fyrir íslenskar aðstæður Ópusallt er hannað fyrir íslenskt viðskiptaumhverfi. Fyrir vikið þarf ekki að verja dýrmætum tíma í aðlögun kerfisins að íslenskum aðstæðum. Notendur Ópusallt þurfa heldur ekki að greiða leyfisgjöld sem taka mið af himinháu erlendu gengi. Heilsa ehf. er elsta fyrirtæki á Íslandi sem sérhæfir sig í innflutningi og dreifingu á lífrænum matvörum, jurtum, fæðu- bótarefnum og vistvænum snyrtivörum og hreingerningarvörum. Fyrirtækið flytur inn vörur frá yfir fimmtíu birgjum víða í Evrópu, Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Kanada. Vörur frá Heilsu eru seldar í öllum apótekum, heilsubúðum og matvöruverslunum. Viðskiptavinirnir skipta hundruðum og umsvif fyrirtækisins eru því veruleg og starfsemin viðamikil. Ópusallt heldur utan um alla sölu, birgðahald og fjármál Heilsu. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 01 23 8 fyrirtækja og einstaklinga, vofa yfir og það er ekki auðvelt að vera bjartsýnn í slíku umhverfi. En hvernig gæti framtíðin litið út? Við getum og verðum að vinna okkur út úr þeim vanda sem blasir við. Við eigum að nýta auðlindir okkar, hafna áform um um að landið gangi í Evrópusambandið; þangað höfum við ekkert að sækja. Skapa umhverfi sem laðar að fjár festa, erlenda eða innlenda, koma með öllum ráðum í veg fyrir atvinnuleysi. Við þurfum að hafa trú á þeim gildum sem hafa reynst okkur best sem eru traust, virðing, heiðarleiki, vinnusemi og umfram allt trú á landið okkar og okkur sjálf. Ég vil ljúka máli mínu með því að segja að ég vona að við náum að vernda sjávarútveginn okkar með öllum ráðum því hann er, og verður alltaf, fjöregg okkar.“ Sólon R. Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Sólon Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri, sagði m.a. í erindi sínu: „Ég hef aldrei tjáð mig opinberlega um sölu bankanna en get sagt það nú að ég skildi aldrei og skil ekki ennþá af hverju var horfið frá því að selja hann (Búnaðarbankann) í litlum hlut um. Ég tel að sú ákvörðun að hverfa frá þeirri stefnu hafi verið röng og upphafið að því sem síðar varð.“ Sagði Sólon einnig að sér hefði fundist eins og búið væri að ganga frá sölu Búnaðarbankans – áður en til viðræðna kom – og að allt söluferlið hefði gengið undar­ lega hratt fyrir sig: „Mér er stór­ lega til efs að allt hafi tekist vel við sölu bankanna.“ Sólon lýsti þeim erfiðu starfsskilyrðum sem bönkunum hefðu verið sett þegar gjaldeyrishöftin voru við lýði. Hann sagði ennfremur: „Nú árið 2010 er ástandið lítið betra hvað varðar gjaldeyrishöftin. Það er mitt mat að ekki hefði átt að setja þau á, nema þá kannski í nokkra daga meðan neyðar­ ástand ríkti, en ekki lengur.“ Að sögn Sólons er það hans mat að aðalstarfsemi nýju bankanna sé að taka við inn­ lánum og reyna að lána út með ábyrgum hætti. Þannig myndi starfsemin vera líkari því sem hún var fyrir einkavæðingu bank­ anna. Hann gagnrýndi fækkun útibúa bankanna: „Menn ættu frekar að segja upp dýru starfsfólki í höfuð­ stöðv um bankanna, þar sem menn sitja og naga blýanta – eins og menn gerðu í Seðla­ bank anum – í stað þess að loka útibúum úti á landi.“ Davíð Scheving Thorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Davíð velti upp þeirri spurningu hvað þyrfti að gera til þess að við og niðjar okkar vildum búa áfram á Íslandi: „Við þurfum að taka aftur upp fornar dyggðir eins og að vera trú sjálfum okkur, vera orðheldin og ekki selja sannfæringu okkar. Bera virð ingu fyrir öðrum, ekki meta menn til fjár eftir því hvernig bíl þeir aka og muna að ekkert okkar á neitt nema það sem hann hefur gefið öðrum. Við skulum muna að ekkert er manninum hættulegra en hroki. Sigurður Þórðarson vitn­ aði áðan í soninn, ég ætla hér að vitna í föðurinn; Sigur björn Einarsson biskup, úr ræðu sem hann hélt í júlí 2007: „Það kemur fyrir að mennirnir blindast og krossfesta sína eigin gæfu, hjálp og blessun. Verst fer þeim ævinlega þegar þeir blindast af ímynduðum glansi af sjálfum sér. Sjúkt yfirlæti sem þykist upp úr því vaxið að gera ekki ráð fyrir neinu æðra en sjálfum sér í alheiminum og þeim gráð uga mammon sem virðir ekkert, enga helgidóma, engar hugsjónir, engin gildi.““ Gengi krónunnar var Davíð hugleikið og sagði hann að engum heilvita erlendum fjár­ festi dytti í hug að fjárfesta í atvinnurekstri í erlendri sam­ keppni í landi með slíkan feril hagstjórnar. Útlendingar hefðu aldrei viljað fjárfesta í öðru en sjávarútvegi, orku, stóriðju og þjónustu­ og inn­ flutningsfyrirtækjum. Undan­ tekn ingarnar væru stoð tækja ­ fyrirtæki og fyrirtæki í hug bún­ aðargerð, sem hefðu sagt sig úr lögum við Ísland og rækju fyrirtæki sín með erlendri mynt. Davíð sagði að aðaláhersluna skyldi leggja á að koma stjórn efnahagsmála í það horf að starfsskilyrði atvinnurekstrar hér lendis væru samkeppnishæf við þau starfsskilyrði sem samkeppnislöndin byðu sínum fyrirtækjum – þótt hann gæti ekki séð að það verkefni væri bein línis á dagskránni í bili. „Ég studdi aðild Íslands að EFTA 1969 og einnig samn­ inginn um Evrópska efna hags­ svæðið 1994. Ástæðan var einföld; það var verið að taka sem mest völd af íslenskum möppu dýrum, embættis­ og stjórn mála mönnum. Nú er komið að næsta stóra skrefinu, aðild eða ekki aðild að Evrópu­ sam bandinu. Sú afstaða okkar mun skipta sköpum um hvernig til tekst með mál okkar í framtíðinni.“ Fyrst þetta ... Davíð Scheving Thorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, sagði í erindi sínu að ekkert væri hættulegra manninum en hroki. Sólon R. Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbankans, sagði að söluferli ríkisbankanna hefði á sínum tíma gengið undarlega hratt fyrir sig. „Mér er stórlega til efs að allt hafi tekist vel við sölu bankanna.“ „Við þurfum að taka aftur upp fornar dyggðir eins og að vera trú sjálfum okkur.“

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.