Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.04.2010, Blaðsíða 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 Sú staðreynd að kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy á nú 98,53% hlut í HS Orku hefur valdið verulegum pólitískum titringi og skerpt enn frekar þau átök sem eru um eignarhald og nýtingu orkuauðlinda landsins. Við fyrstu sýn gæti virst sem Íslendingar ættu ekki margra kosta völ þegar orkumál eru annars vegar. Flest stærstu orku fyrirtæki landsins eru gríðarlega skuldsett, lánstraust þeirra lítið og því eru þau tæpast fær um að ráðast í þær framkvæmdir sem verkefnalausan verktakaiðnað landsins svo sárlega vantar. Við slíkar aðstæður gæti virst áhugavert að hleypa erlendu áhættufjármagni inn í landið, en um leið er brýnt að sátt sé um slíkt. Ef eitthvað er unnt að lesa úr nýafstöðnum sveitarstjórnar kosn­ ingum þá virðast Reyknesingar hafa kosið að senda skýr skilaboð um að þeir vilji halda áfram þeim tilraunum til atvinnuuppbyggingar sem Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ, með bæjarstjórann Árna Sigfússon í broddi fylkingar, hefur staðið fyrir. Um leið er hins vegar forræði yfir HS Orku horfið úr hendi þeirra sveitarstjórnarmanna og það áður en bæjarstjórinn hafði náð að efna loforð um orku sölu­ samning til Norðuráls vegna Helguvíkurverkefnisins. Ekki er víst að þeir Norðurálsmenn kunni Árna neinar sérstakar þakkir fyrir að vera nú í þeirri stöðu að vera að semja við Ross J. Beaty um orkuverð eftir að hafa keppt við hann um yfirráð yfir HS Orku. Það að vera búnir að setja 15 milljarða í Helguvíkurálverið nú þegar gæti veikt samningsstöðu Norðurálsmanna gagnvart Beaty, sem hefur sagt umbúðalaust að orkuverð til stóriðju verði að hækka. Skiptu um stefnu En Beaty á einnig við margvísleg vandamál að glíma. Fyrst blasir við að hann þarf að útskýra af hverju félagið hverfur frá þeim yfirlýsingum sem gefnar voru fyrir ári um að vera ekki meiri hlutaeigandi að íslensku orkufyrirtæki. Í samtali við Ásgeir Margeirsson, sem hefur verið ráðinn forstjóri Magma hér á Íslandi, kom fram að með þessu væri verið að bregðast við nýjum aðstæðum. Þegar yfirlýsing var gefin um aðkomu Magma hefðu allar horfur verið á að Geysir Green Energy (GGE) yrði meðeigandi Magma í HS Orku og það væri ástand sem þeir hefðu vel getað sætt sig við. Þetta var sagt á þeim tíma í því samhengi að traustur íslenskur meirihlutaeigandi væri í HS Orku, aðili sem hefði getu og vilja til að styðja HS Orku áfram í þeirri uppbyggingu sem fyrirhuguð væri. Við þær aðstæður var Magma til í að vera í minnihluta sagði Ásgeir. Fjárhagsstaða Geysis Green var hins vegar með þeim hætti að félagið varð að selja eignir enda ljóst að Íslandsbanki getur ekki stutt við bakið á félaginu, en hann er með GGE í fanginu sem stærsti kröfuhafinn. Það er ekki víst að það þurfi að rifja það upp að Ásgeir var áður forstjóri GGE en var látinn fara þaðan. Í eldri hluthafahópi GGE má greina gagnrýni á Ásgeir og framgöngu hans með félagið enda hafi hann borið ábyrgð á því að GGE þandist gríðarlega mikið út og reyndist, þegar upp var staðið, allt of djarft í fjárfestingum. Þótt flestum liggi gott orð til Ásgeirs leynir sér ekki heldur að menn telja að hann beri verulega ábyrgð á því hvernig fór með GGE og menn óttast að sú verði einnig raunin með Magma. Þannig finnst mörgum erfitt að skilja af hverju verið er að sækja um rannsóknarleyfi á afréttum Hrunamanna, allt upp undir Kerlingar­ fjöll, þegar augljóst sé að andrúmsloftið er pólitískt mjög viðkvæmt. Framganga Ásgeirs í fjölmiðlum í því máli hefur vakið athygli en óhætt er að segja að hann hafi ekki hlíft sér í orðaskaki við um ­ hverfisráðherra sem sjálf hefur ekki sparað yfirlýsingarnar. Því er reyndar haldið fram meðal þeirra sem rýna í pólitíkina í þessu máli að VG sé tilbúið að leggja allt undir. Þannig vakti athygli Reyknesinga að ráðherrar flokksins voru farnir að mæta á vinnustaðafundi fyrir sveitarstjórnarkosningar til að reyna að höggva í raðir virkjanasinna. Um svipað leyti greindi Við­ skiptablaðið frá því að ýmsir ráðherrar úr röðum VG hefðu viljað setja bráðabirgðalög á kaup Magma á þriðjungshlut í HS Orku í ágúst á síðasta ári og freista þess þannig að stöðva málið. Þótt ekki væri sagt í fréttinni hvaða ráðherrar voru þar á ferðinni þá er hún einnig vísbending um að menn hika ekki við að beita fjölmiðlum fyrir sig til að ná sínu fram. Á sama hátt verður að skoða frétt í Ríkisútvarpinu rétt fyrir kosn­ ingar um að Magma hafi haft aðgang að upplýsingum umfram aðra bjóðendur og er þá sjálfsagt verið að vísa til tengsla Ásgeirs við GGE en núverandi forstjóri þar, Alexander K. Guðmundsson, var áður Samingurinn kynntur til sögunnar. BILL GATES MEÐAL HLUTHAFA Það er að mörgu leyti fróðlegt að skoða hluthafalista Magma Energy. Þar er auðvitað Ross J. Beaty stærstur í gegnum félag sitt Sitka Foundation sem á 46,4%. Félagið Springleaf Enterprises á 7% en það heldur utan hagsmuni sádi-arabískra fjárfesta, Alta Gas Income Fund á um 5% og Cascade Investment á 2,5% en þar er enginn annar en sjálfur Bill Gates á ferðinni. Aðrir stofn ana fjárfestar eru með um 34,5%. Einstaklingar og aðrir fjárfestar eru með um 4,6%. Ekki er vitað til þess að íslenskir fjárfestar eigi hlut í félaginu. Magma safnaði um 100 milljónum Kanadadala í hlutafjárútboði í júlí á síðasta ári. Útgefin hlutabréf í Magma eru 248.578.000 og markaðsvirði þess um síðustu mánaðamót var um 340 milljónir Kanadadala eða 41 milljarður króna. Bréf félagsins hafa lækkað verulega það sem af er þessu ári. Forræði yfir HS Orku er horfið úr hendi þeirra sveitarstjórnarmanna og það áður en Árni Sigfússon hafði náð að efna loforð um orkusölusamning til Norðuráls vegna Helguvíkurverkefnisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.