Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Side 52

Frjáls verslun - 01.04.2010, Side 52
52 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 TEXTI: INGRID KUHLMAN MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON Víða má fá skírskotun inn í íslenskt viðskiptalíf út frá prédikun bókarinnar og verður hér fyrir neðan stiklað á því helsta sem lýtur að stigunum fimm um hnignun fyritækja og þær kenningar tengdar við íslenskt efnahags- og viðskiptalíf. BÓKIN HOW THE MIGHTY FALL: Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. FIMM STIG HNIGNUNAR im Collins, höfundurmetsölubókanna Good to Great og Build to Last, er boðaður á fund með 36 stjórnendum úr ýmsum áttum í her skólanum við West Point þar sem hann er beðinn að ræða hvort Bandaríkin séu á niðurleið eða á toppnum. Úr verður rannsóknin sem Collins greinir frá í bókinni How the Mighty Fall sem kom út 2009. Collins notar gögnin úr fyrri rannsóknum sínum sem liggja til grund ­ vallar fyrrnefndum metsölubókumtil að svara spurningunni og kemst að því að það eru til margar leiðir fyrir fyrirtæki til að detta af stalli velgengninnar. Hann segir þó mega greina hjá flestum þeim sem falla úr hásæti velgengninnar fimm stig. Víða má fá skírskotun inn í íslenskt viðskiptalíf út frá prédikun bókarinnar og verður hér fyrir neðan stiklað á því helsta sem lýtur að stigunum fimm og teng ingu þeirra við íslenskt efnahags­ og viðskiptalíf. FYRSTA STIGIÐ: HROKI KOMINN TIL VEGNA MIKILLAR VELGENGNI Afvegaleiddir af frábærum tækifærum, ævintýrum eða ógnunum gleyma stjórnendur að sinna því sem upprunalega gerði fyrirtækið frábært. Kjarninn er ekki endurnýjaður með sömu hugmyndaauðgi og ákafa og áður. „Hvað“ kemur í staðinn fyrir „af hverju“: „Við náum árangri vegna þess að við gerum þessa frábæru hluti“ kemur í staðinn fyrir; „Við náum árangri vegna þess að við skiljum af hverju við gerum þessa ákveðnu hluti og við hvaða aðstæður þeir munu ekki lengur duga til“. Oft er á þessu stigi um að ræða hnignun í lærdómsþorsta: leið­ togarnir tapa forvitninni og lærdómsþorstanum sem einkennir þá

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.