Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.04.2010, Blaðsíða 50
50 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 Þótt ekki sé minnst einu orði á Baugsmálið í skýrslu Rann­sóknarnefndar Alþingis er erfitt að horfa framhjá áhrifum þess á um ræðu um efnahags­ og stjórnmál allan síðasta áratug. Sömuleiðis bendir margt til þess að niður staða málsins fyrir dómstólum hafi orðið til þess að ýta undir það framferði í við skipta lífinu sem rannsóknarskýrslan rekur svo skil merkilega. Þá er ógetið áhrifa Baugs málsins á fjölmiðla landsins en færa má fyrir því gild rök að það hafi orðið til þess að þeir lömuðust smám saman og urðu þar með ófærir um að gegna hlutverki sínu á veigamiklum sviðum. Baugsmálið sýndi glöggt þau átök sem áttu sér stað og þá valdatilfærslu sem var að eiga sér stað á Íslandi um síðustu aldamót. Áhrifamáttur stjórnmálamanna var að þverra og inn í valdarúmið sigldu menn í viðskiptalífinu sem smám saman buðu hinu pólitíska afli birginn. Það gerðu þeir með margvíslegum úrræðum en höfðu þó helst orð Machiavellis að leiðarljósi með því að deila og drottna. Um leið og efnt var til deilu á einum vettvangi var reynt að efla til samstarfs við aðra út frá þeim sannindum að asni klyfjaður gulli kemst yfir alla borgarmúra. Smám saman urðu upphæðir þær sem lagðar voru í kosningasjóði stjórnmálamanna og ­flokka að afstæðum stærðum, rétt eins og hjá þeim sem hefur unnið í lottóinu. Að sjálfsögðu urðu þessi átök mest áberandi í Baugs málinu þar sem um svifamikil viðskiptajöfur komst í kast við lögin. Nú má spyrja sig að því hvort valdajafnvægið hafi ekki raskast svo alvarlega að lögregla og dómsmálayfirvöld hafi þá þegar verið á mörkum þess að missa kraft til að takast á við viðskiptajöfrana. Var staðan hugsanlega orðin þannig að saksóknari og rannsóknarlögregla lögðu ekki í auðmennina nema fá póli tískan stuðning? Er hugsanlegt að rannsóknaryfirvöld hafi talið sér nauðugan einn kost að kanna landið áður en ráðist var inn í höfuðstöðvar Baugs? – Og var ekki útilokað að ráðist yrði í rannsókn á öðrum viðskiptajöfrum meðan á Baugsmálinu stóð? Slíkar hugleiðingar eru ekki óeðlilegar því að við sjáum í dag hve miklu máli andrúmsloftið í þjóðfélaginu skiptir. Nú hefur verið ákveðið að verja fimm þúsund milljónum króna til að sækja bankamennina til saka. Hvernig nákvæmlega sú tala er fundin er erfitt að segja og óvíst að öll fjárhæðin verði notuð. Það eitt er víst að nú ætla stjórnvöld að hlaða byssur ákæruvaldsins, nokkuð sem þau treystu sér ekki til að gera í Baugsmálinu þegar örfáum mönnum var ætlað að takast á við við skipta veldið. Og þótt talan fimm þúsund milljónir króna sé vissulega há er hún þó aðeins helmingi hærri en það sem Jón Ásgeir Jóhannesson viðurkenndi að hafa kostað til við vörnina á sínum tíma. Vel á þriðja milljarð króna kostaði barátta viðskiptaveldisins en kostnaður ákæruvaldsins var innan við 100 milljónir króna og létu þó nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa sig út í að býsnast yfir þessum tölum. Dóms málaráðherrann og yfirmenn ákæru valdsins voru hrópaðir niður við öll tækifæri og gerðir eins tortryggilegir og unnt var. Eru allir búnir að gleyma því? Þrátt fyrir að við viljum trúa því að réttlætisgyðjan sé blind virtist fjárhagslegur styrkur skipta öllu máli þegar sérstakur saksóknari í Baugsmálinu tókst nánast einn á við viðskiptaveldi sem hafði ótrúlegt aðgengi að fjár magni eins og komið hefur í ljós síðar. Í dag hefur myndin skýrst og ný gögn koma fram á hverjum degi. Er nema von að við, sem fylgdumst með Baugsmálinu og kvörtuðum ekki yfir því að það væri langt og leiðinlegt, séum enn að undra okkur á niðurstöðu dómstóla. Hvernig vörninni tókst að tvinna saman málflutning innan og utan réttarsala verður að teljast snilldarlegt áróðursbragð. Allt voru þetta pólitískar ofsóknir og enn örlar á því að aðalhetjan reyni að spila því út en nú er kórinn þagnaður. Það er enginn Hall grímur að spinna lopann. Smám saman tókst að telja stórum hópi landsmanna trú um að þetta væru pólitísk átök sem hefðu í raun ekkert með brot á lögum að gera. Ákærunum var hvað eftir annað hent út úr dómsalnum og héraðsdómur taldi sig ekki yfir það hafinn að breyta eigin réttarhöldum í farsa á köflum. Að lokum kom sú niðurstaða Hæstaréttar að hér hefði aðeins verið um viðskipti að ræða. Jú, sakfellt var í nokkrum málum og dómar skilorðsbundnir. Lengi vel virtist viðskiptajöfurinn ætla að halda sínu striki og sitja í stjórnum fyrirtækja eins og ekkert hefði ískorist. En þetta mál hafði aðrar og alvarlegri afleiðingar en felast í niður stöðunni sjálfri. Ef tímalína atburða er skoðuð eftir á sést að smám saman fóru viðskiptajöfrar landsins að trúa því að þeir væru hafnir yfir lög og gætu keypt sig út úr vandanum ef á bjátaði. Fremstur fór höfuðpaurinn í Baugsmálinu sem virðist hafa safnað utan um sig hirð manna sem efndu til stórkostlegustu skulda Íslandssögunnar. Öllum var kippt upp í bátinn sem virtust færir um að róa og gilti þá einu hvort þeir voru í viðskiptum, stjórnmálum eða fjölmiðlum. Laun og styrkir urðu bara tölur á blaði sem ekki virtust í neinum tengslum við veruleikann. Allt var falt á Íslandi, líka réttlætið. Það kom okkur í koll að lokum. Sigurður Már Jónsson blaðamaður skrifar hér um Baugsmálið og hvort niðurstaða þess fyrir dóm- stól um hafi ýtt undir framferði í við skiptalífinu sem rann sóknarskýrslan rekur svo skilmerkilega. VARÐAÐI BAUGSMÁLIÐ HRUNIÐ? Sigurður Már Jónsson blaðamaður TEXTI: SIGURÐUR MÁR JÓNSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON SIGURÐUR MÁR JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.