Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Qupperneq 26

Frjáls verslun - 01.04.2010, Qupperneq 26
26 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja er mál málanna í atvinnulífinu og ljóst að miklar breytingar blasa við í mörgum atvinnugreinum, þar sem samrunar, yfir­tökur, stjórnenda­ og eigendaskipti og gjaldþrot verða áberandi. Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja verður hins vegar aldrei nema með góðu samspili fjármála­ og við­ skiptalífsins – og nýrri hugsun um mikilvægi þess að flokka fyrir tæki og endurskipuleggja þau sem eru lífvænleg. Atvinnulífið kallar á þessa endurskipulagningu og að henni verði hraðað – sem og að vextir verði lækkaðir og bankar hefji að lána fyrir tækjum. Koma þarf á jafnvægi í efnahagskerfinu til að traust komist á. Fyrr verður varla hægt að fara í nauðsynlega fjárhagslega endur skipu­ lagningu. Skýrar reglur um góða viðskiptahætti verða sömuleiðis að koma til. Ferlið þarf að vera opið. Skipan mála við endurskipulagningu fyrirtækja skiptir sköpum um það hversu hratt atvinnulífinu tekst að vinna sig út úr yfirstandandi efnahagskreppu. Mjög skuldsett fyrirtæki, sem eru þó rekstrarhæf, draga frekar úr efnahagsbata á meðan ekkert er að gert gagnvart þeim – og því er stóra spurningin sú hvernig eigi að með­ höndla þessi fyrirtæki. Ein afleiðing hrunsins er að dregið hefur úr allri lánafyrirgreiðslu bankanna til atvinnulífsins og bitnar það á öllum fyrirtækjum, góð­ um sem slæmum. Tregða bankanna til að lána til atvinnulífsins tefur og hamlar uppbyggingu atvinnulífsins – tefur sjálfa endurreisnina. Það þarf að greina fljótt og vel hvaða fyrirtæki eru lífvænleg og rekstrarhæf til að auðvelda bönkunum útlán og uppbyggingu atvinnulífsins. Það er vandasamt verkefni en hins vegar bráðnauð­ synlegt. Órekstrarhæf fyrirtæki taka til sín fjármagn frá bönkunum, sem kann að tapast, en trufla og skekkja á meðan samkeppni. Vandinn er að þegar hin fyrirtækin, sem metin eru ólífvænleg, eru látin fara í þrot mun það auka á atvinnuleysi og jafnvel kalla á sértækar aðgerðir stjórnvalda. Að finna rétta lausn er hið brýna en erfiða verkefni undir þessum kringumstæðum. Fjárhagsleg endurskipulagning Endurskipulagning fjármálakerfisins er frumforsenda þess hve hratt og vel gengur að endurreisa atvinnulífið og þar er um fangs mesta verkefnið að meta virði útlána sem nýju bankarnir hafa tekið yfir. Þessi útlán vega sömuleiðis þyngst í fjárhagslegri endur skipulagningu fyrirtækja og meðferð þeirra skiptir sköpum um það hvernig bankarnir geta sinnt því hlutverki sínu að að veita atvinnulífinu fyrirgreiðslu. Stærsta verkefni fjármálakerfisins er að greina fyrirtæki, sem eru verðmætari í rekstri en við upplausn, þ.e. eru rekstrarhæf. Það gefur í leiðinni svar við því hvaða fyrirtæki eru verðmætari sem þrotabú en að vera í áframhaldandi rekstri. Kjarni málsins er að fjármagn til þeirra fyrirtækja, sem eru ekki lífvænleg og verðmætari sem þrotabú, leiðir til verri afkomu banka síðar og hefur skaðleg áhrif á þá markaði sem þessi yfirteknu fyrirtæki bankanna keppa á með aðstoð þeirra. Það er ennfremur dýrt að halda þeim gangandi og skekkir samkeppnisstöðu keppi­ nautanna, sem eru með lífvænlegan rekstur og gerir þeim erfiðara með að standa í skilum. Ef ekki er unnið hratt og vel í þessari flokkun fyrirtækja er hættan sú að verið sé að vernda skuldsett fyrirtæki frá því að fara í eðli lega gjaldþrotameðferð. Tryggja þarf að eingöngu þau fyrirtæki fari í þrot sem ekki reynast lífvænleg við ítarlega skoðun. The London Approach The London Approach er aðferðafræði sem Englandsbanki hefur þróað og byggist á samstarfi á milli fjármálafyrirtækja til að vinna með lífvænlegum fyrirtækjum sem eru í fjárhagsvanda og skulda mörgum lánardrottnum. Markmiðið er að koma í veg fyrir að þessi fyrirtæki fari í gjald þrot vegna úrræðaleysis eða ósamkomulags kröfuhafa. Matsaðferðin byggist á því að ítarlegum upplýsingum er safnað um stöðu fyrir tækjanna og samkeppnisumhverfi þeirra og rekstrarhæfi þeirra metið. Á meðan á þessari vinnu stendur skuldbinda lánardrottnar sig til þess að ganga ekki að fyrirtækjunum, þrátt fyrir vanskil, eða bæta stöðu sína umfram aðra. Frysting lána er algengasta aðferðin sem beitt er á meðan þau eru í þessari skoðun. Forsendan, sem allir vinna eftir, er að verið sé að endurskipuleggja þau af kostgæfni og vernda hagsmuni – sem og þau verðmæti sem í þeim eru. Verklagsreglur hafa þróast hér á landi í þessum efnum og hefur þessi aðferðafræði verið höfð að leiðarljósi. Jón Snorri Snorrason, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, fjallar hér um fjárhagslega endur skipulagningu fyrirtækja eftir hrunið. Hann segir bráð nauðsynlegt að bankarnir greini á milli fyrir tækja sem eru í skuldavanda og flokki þau sem eru lífvænleg og rekstrarhæf frá þeim sem eru raun verulega gjaldþrota. FJÁRHAGSLEG ENDURSKIPULAGNING JÓN SNORRI SNORRASON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.