Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Page 77

Frjáls verslun - 01.04.2010, Page 77
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 77 á alla framleiðslu sína, þar með talið framleiðslu á umbúðum úr bylgjupappa, sem þýðir að allar vörur sem framleiddar eru hjá Odda koma frá umhverfisvottaðri prentsmiðju,“ segir Jón Ómar. „Í tilfelli Odda var þessi Svansvottun sérstök sökum þess hversu breiða vörulínu þurfti að votta, allt frá prentun 50 nafnspjalda upp í prentun á 200.000 kössum fyrir fiskafurðir. Fyrirtæki þurfa að uppfylla ýmsar kröfur til þess að öðlast Svansvottun, þar á meðal er tryggt að hættulegur úrgangur sé í lágmarki og hljóti rétta með­ höndlun. Einungis er notaður umhverfisvottaður pappír, endur­ unninn eða pappír frá nytjaskógum, og umhverfisvænn litur sem er í grunninn úr jurtaolíu. Notkun kemískra efna er í lágmarki og ströngum gæðakröfum er fylgt eftir við framleiðsluna. Einnig skal bent á það að töluverð hagkvæmni næst í framleiðslunni með Svansmerkingunni, t.d. minni hráefnis­ og orkunotkun, sem leiðir af sér hagkvæmara verð til viðskiptavinar.“ Þjónustan nær yfir allt framleiðsluferlið Það skiptir ekki máli hvort þarf að prenta lítið eða stórt, einfalt eða flókið, starfsfólk Odda er reiðubúið að veita ráðgjöf, persónu­ lega þjónustu og tryggingu fyrir vönduðum vinnubrögðum. „Þegar prentgripir eiga í hlut bjóðum við þjónustu sem nær yfir allt fram­ leiðsluferlið, ráðgjöf, hönnun, forvinnslu, prentun, bókband, pökkun og dreifingu,“ segir Jón Ómar og bætir við að þeir hjá Odda geti með stolti sagt að Oddi sé ein best tækjum búna prentsmiðja í Evrópu. „Að sjálfsögðu njóta viðskiptavinirnir góðs af því í formi betri vöru og þjónustu.“ „Oddi er fyrsta prentsmiðjan í heiminum sem hlýtur Svansvottun á alla framleiðslu sína, þar með talið framleiðslu á umbúðum úr bylgjupappa, sem þýðir að allar vörur sem framleiddar eru hjá Odda koma frá um hverfisvottaðri prentsmiðju.“

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.