Frjáls verslun - 01.04.2010, Blaðsíða 95
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 95
PÚLARI
Í haust kemur nýr jepplingur frá Land Rover-verksmiðjunum. LRX
hefur hann verið kallaður á hönnunartímanum, eða bara Baby Range Rover.
Þetta er lúxusbíll, nýr flokkur jepplinga. Vélarnar sem verða boðnar í
upphafi eru 2,2 lítra túrbó dísil, sem skilar 160 hestöflum, og síðan 3,2
lítra bensínvél með 230 hrossum undir húddinu. Á næsta ári bætast
síðan við 400 hestafla V8-vél og 2 lítra hybrid-vél sem er ákaflega
eyðslugrönn og græn. Hönnunin er framúrstefnuleg og allt innanrýmið
fullt af lúxus, eins og Range Rover-bílum sæmir. LRX-bíllinn verður
framleiddur í verksmiðju Land Rover í Liverpool,
steinsnar frá Anfield.
AUDI ER STÓR, MEÐ LÍTINN BÍL
Audi er orðinn stærsti framleiðandi lúxusbifreiða, fór fram
úr bæði Benz og BMW á síðasta ári. Nú í sumar kemur
nýr bíll frá Audi, framleiddur í Brussel, sá minnsti sem þeir
hafa framleitt og heitir Audi A1. Hann keppir við Míníinn frá
BMW, bíl sem hefur gengið framar öllum vonum. Vélarnar
verða frá 1,2 lítra bensínvél, sem telur 86 hesta, upp í
1,6 lítra túrbódísil, sem skilar rúmlega hundrað hestöflum.
A1-inn er hannaður af yfirhönnuði Audi, Dany Garand. Þetta
er fallegur og fágaður bíll, eins og þeirra er von og vísa á
þeim bænum. Bíllinn fæst bæði þrennra og fimm dyra,
lengdin er 3,99 metrar. Á næsta ári kemur A1 e-tron,
rafmagnsbíll með 20 hestafla Wankel-hleðsluvél.
MADE IN CHINA
Kínverjar eru orðnir langstærsti framleiðandi bifreiða
í dag. Þeir framleiða næstum helmingi fleiri bíla
en Japanir sem eru númer tvö. Topp tíu-listinn lítur
svona út: Kína með 13,8 milljónir ökutækja. Í öðru
sæti Japan, 7,9 milljónir. Bandaríkin í þriðja sæti
með 5,7 milljónir. Fjórðu Þjóðverjar með 5,2 mil-
ljónir, Suður-Kóreumenn fimmtu með 3,5 milljónir,
sjöttu Brassar með 3,2 milljónir, sjöundu Indverjar,
2,6 milljónir, áttundu Spánverjar með 2,2 milljónir
bíla, níundu Frakkar með tvær milljónir sléttar og í
tíunda sæti Mexíkanar með 1,5 milljónir bíla. Bretar
eru í tólfta sæti, Ítalir í því sautjánda. Af fimmtíu og
tveimur þjóðum eru Kenýamenn neðstir með
710 bíla, 170 færri en Simbabve.
Bílar