Frjáls verslun - 01.04.2010, Blaðsíða 82
82 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0
Sigurður M. Harðarson véltækni fræð ingur hefur lengi unnið við um hverfisvottun
bæði heima á Íslandi og í útlöndum. Að
hans mati fjallar „græna stefnan“ fyrst og
fremst um vit undarvakningu í fyrir tækj
un um.
„Við á Íslandi höfum verið svo fá í svo
stóru landi að menn hafa ekki talið sig
þurfa að hugsa mikið um umhverfið. Þetta
er hins vegar misskilningur og nú er að
verða vitundarvakning. Við verðum að taka
um hverfismálin alvarlega,“ segir Sigurður.
Fjöldinn allur af umhverfismerkjum
frá fyrirtækjum og félagasamtökum gerði
það að verkum fyrir nokkrum árum að
við Íslendingar fórum að líta með nokkru
yfirlæti á þessar merkingar.
En þetta hefur breyst á síðustu árum.
Sigurður segir að æ fleiri stjórnendur fyrir
tækja átti sig á mikilvægi þess að fylgja
alþjóðlegum stöðlum í umhverfismálum.
Með því skapa fyrirtækin vitund og
þekkingu á þeim áhrifum sem starfsemi
þeirra hefur á umhverfið, losa sig við óþarfa
efni og meðhöndla afganginn samkvæmt
reglum.
„Það er mikilvægt að láta ekki um hverfis
mál reka á reiðanum og halda að ekkert sé
á þeim að græða, að þetta séu bara útgjöld,“
segir Sigurður. „Það er nefnilega ekki rétt.
Því ef einhvers staðar er hægt að spara er
það einmitt með aukinni umhverfisvitund
og minni út gjöldum. Rekstur fyrirtækja er
nefnilega ekki bara spurning um að hafa
sem mestar tekjur, heldur það sem meira er;
að halda útgjöldum niðri.“
Umhverfisvottun er staðfesting á að
menn hafi komið sér upp umhverfis
stjórn unarkerfi og viti hvernig eigi að
bregðast við óhöppum að sögn Sigurðar.
„Fyrirtækin minnka áhættuna á að lenda
í umhverfisslysum og draga úr afleið ing
unum með réttum viðbrögðum ef slys
verða. Staðallinn þvingar fyrirtækin til að
gera umhverfismat og greina þá áhættu sem
getur stafað af starfseminni.“
Oft er þessi „þvingun“ sjálfskipuð –
fyrirtækin taka bæði upp umhverfisstjórnun
og gæðastjórnun án þess að lagaboð búi
að baki. Um leið ber æ meira á að opin
berir aðilar setji kröfur um meðvitaða
umhverfisstefnu sem skilyrði við innkaup.
Sigurður bendir um leið á að
tryggingafélög ættu að sjá sóma sinn í
að koma til móts við umhverfisvottuð
fyrirtæki og taka tillit til þeirra við
ákvörðun iðgjalda. Samkvæmt líkinda
reikn ingum ætti að vera minni hætta á
óhappi hjá slíku fyrirtæki auk þess sem
fyrirbyggjandi aðgerðir eru fastur liður í
umhverfisstjórnunarkerfi. Vottunin þýðir
einfaldlega að líkur á óhöppum og bótum
minnka.
Á öðrum sviðum getur umhverfisvottun
leitt til minni kostnaðar. Vinnueftirlitið
getur fækkað komum á vinnustað ef það
veit að það er kerfisbundið unnið að
öryggis og umhverfismálum.
„Enn sem komið er taka fyrirtæki
upp umhverfisvottun af hugsjón. Þarna
þyrfti að vera meiri opinber hvati að baki.
Kröfur um græna umhverfisstefnu eru
farnar að birtast í útboðsgögnum en ekki
umhverfisvottun,“ segir Sigurður.
Sigurður er virkur í starfinu hjá Stjórn
vísi og hefur starfað í tæp tuttugu ár sem
úttektarstjóri erlendis og unnið að vott
unum og úttektum í sjö löndum. Hann
rekur nú eigin ráðgjafarfyrirtæki á þessu
sviði.
SIGURÐUR M. HARÐARSON,
SÉRFRÆÐINGUR HJÁ NOR CON:
OG FÆKKA FISKISKIPUM
VITUNDARVAKNING
Sigurður M. Harðarson, sérfræðingur hjá Nor Con.
Mynd: Geir Ólafsson
Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að kvóta
kerf ið skapi hvata hjá kvótahöfum til að
bygg ja upp fiskstofna og vernda umhverfi
þeirra í sjónum. „Ástæðan er að verðmæti
kvót anna – þ.e. varanlegra aflaheimilda – er
núvirði væntanlegs hagnaðar af því að nýta
þær aflaheimildir í framtíðinni. Sé gengið
á fiskstofna og umhverfi þeirra í hafinu
verður verðmæti aflaheimilda minna. Því
hafa kvótahafar ríkan hag af því að vernda
bæði fiskstofna og umhverfi þeirra. Samtök
kvótahafa eru öflug og á vettvangi þeirra er
unnt að ræða um hvernig á að ganga um
NÝTA ORKU BETUR
RAGNAR ÁRNASON PRÓFESSOR:
GRÆNA
HLIÐIN
UPP