Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.04.2010, Blaðsíða 59
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 59 Þeir nálguðust viðfangsefnið á ólíkan hátt. Báðir kom­ust að þeirri niðurstöðu að viðhorfið til okkar sjálfra væri eitt mikilvægasta fjöreggið. Að fjöreggið fyndist í hverju okkar. Fram kom að ef viðhorf okkar Íslendinga til okkar sjálfra væri neikvætt, við litum svo á að við værum ómöguleg og hér væri ekki gaman að búa, kæmi það fram í viðmóti allra annarra þjóða til okkar. Það hefði enginn gaman af að koma til þjóðar sem hefði nei­ kvætt viðhorf gagnvart sjálfri sér og bæri ekki virðingu fyrir sjálfri sér. Hjörleifur sagði að fjöreggin væru falin í skýrri sýn, heilbrigðum gildum, jákvæðu viðhorfi, styrkleikum og þátttöku. Hann bar saman fjöregg Össurar sem alþjóðlegs stórfyrirtæki við íslensku þjóðina. Össur hefði skýra sýn og stefnu. Það væri stefna Össurar að vera leiðandi fyrirtæki á sviði stoð­ og stuðn ings­ tækja og ná því með hátæknilausnum sem bæta hreyfanleika fólks. „Við segjum að það séu engar takmarkanir í lífinu. Velgengni er ekki takmörkuð eða frátekin fyrir suma.“ „Við nýtum gildi okkar og sérstæða þekkingu til að byggja upp varanlegt samstarf. Á þann hátt náum við árangri í starfi og látum sýn okkar um að fólk njóti sín til fulls verða að veruleika.“ Hann sagði að sýn Íslands og stefna væri engin. Það væri nán ast autt blað. Hann tók næst fyrir gildi Össurar og þá fyrir­ tækjamenningu sem þar væri. Hann sagði að heilbrigð gildi Össurar fælust í heiðar leika, hagsýni og hugrekki. Heiðarleikinn felst í því að við viðurkennum mistök og það sé nauðsynlegt þegar verið sé að prófa áfram tækninýjungar. „Við auðsýnum virðingu með því að halda okkur við staðreyndir, standa við gefin loforð, uppfylla kröfur og viðurkenna mistök. Við hlúum að heiðarlegum samskiptum innan fyrirtækisins með því að deila upplýsingum og taka tillit til vinnuálags hvers annars.“ Um hagsýnina sagði hann: „Við notum fjármuni fyrirtækisins af skynsemi. Við höldum kostnaði í lágmarki með árangursríkum samskiptum, góðum undirbúningi, skipulagningu og með því að kappkosta að bæta vinnuferla.“ Hann sagði að hugrekkið væri mikilvægt gildi. „Við notum frelsi okkar til athafna. Við erum opin fyrir breytingum og kepp­ um stöðugt að framförum. Við bjóðum óskrifuðum reglum byrg­ inn, sýnum frumkvæði og tökum áhættu, en tökum jafnframt ábyrgð á hugmyndum okkar, ákvörðunum og athöfnum.“ Hann bar saman gildi Össurar við það sem fram kom á þjóð­ fundinum um jafnrétti, heiðarleika, ábyrgð, réttlæti. Hann taldi niðurstöðu fundarins góða byrjun en nauðsynlegt væri að vinna málið lengra. Þau gildi sem við á endanum veldum mættu ekki einskorðast of við það sem við erum að fara í gegnum núna og við yrðum að upplifa að þau endurspegluðu okkur sem þjóð. Hann myndi vilja sjá orð eins og dugnað, frjálsræði og samkennd í um ­ ræðunni um gildi þjóðarinnar. Næst ræddi hann um viðhorf þjóðarinnar til sjálfrar sín. Ef við hefðum það viðhorf að við værum skemmtileg þjóð, það væri gaman að koma hingað og að hér vildi fólk búa áfram leystust miklir jákvæðir kraftar úr læðingi í endurreisninni. „Viðhorf margra er að landið sé afskekkt og náttúran geti verið óblíð. Við heyrum af erfiðum nágrönnum þegar minnst er á Ice­ save og þorskastríð. En það er hægt að horfa öðruvísi á málin. Landið er vel í sveit sett landfræðilega með góðar flugsamgöngur, nátt úran er ægifögur og dregur að ferðamenn og á Bretlandseyjum er 60 milljóna íbúa markaður sem gefur mikil tækifæri fyrir lítinn markað hér heima.“ Hjörleifur ræddi næst um styrk þjóðarinnar. Vissulega væru skuldir hins opinbera miklar en það ætti við um margar aðrar þjóðir líka – skuldir ríkja færu hækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu. Aldurs­ dreifing þjóðarinnar hjálpaði til hérlend is en t.d. hjá Þjóðverjum væri hlutfall fólks á aldrinum eins árs til fjörutíu ára mun lægra og það hefði áhrif á getu og landsframleiðslu þeirra á næstu árum. Hjörleifur sagði að útflutningur væri sjaldan eins mikilvægur og núna. „Það er mikilvægt að íslensk fyrirtæki sæki út og hasli sér þar völl. En því miður er orðið útrás og sókn út orðið að skammaryrði eftir hrunið. Íslenskri þjóð er hins vegar bráðnauðsynlegt að flytja út vörur og þjónustu, sækja á erlenda markaði.“ En hvar liggja þá stoðirnar? spurði Hjörleifur. Hann sagði að ferðaþjónustan, sjávarútvegurinn, orkan, tæknin og þekkingin stæði okkur næst. „Ferðaþjónustan er sú grein sem mun skapa flest störf, næst kemur sjávarútvegurinn. Orkugeirinn skapar störf í fram ­ tíðinni og það sama er með þekkinguna, þessar greinar krefjast fjárfestingar og gjaldeyris – og það tekur tíma að byggja þær upp.“ Hjörleifur nefndi næst að þátttaka og virkni þjóð arinnar skipti öllu máli. „Ég hugleiði oft hversu mikil sóun það er að svo margir séu án atvinnu. Það skiptir máli að allir séu virkir til að þjóðin nái sér á strik. Það þarf að hvetja frekar en að letja, það þarf vald dreif ingu og frelsi frekar en miðstýringu, opið kerfi frekar en lokað. Hjörleifur Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Össurar. Fjöreggin eru falin í skýrri sýn, heilbrigðum gildum, jákvæðu viðhorfi, styrkleikum og sterkum stoðum í atvinnulífinu og þátttöku. – Hjörleifur Pálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.