Frjáls verslun - 01.04.2010, Blaðsíða 36
36 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0
N Æ R M Y N D A F G U N N A R I H E L G A H Á L F D A N A R S Y N I
Fyrir þá sem muna enn árin fyrir út rásina miklu er nafnið Gunnar Helgi Hálfdanarson nánast heim i lis legt. Hann var þá oft í fréttum þegar rætt
var um fjármál, bæði sem stjórnandi fjár
mála fyrirtækja og álitsgjafi – sérstaklega ef
fjallað var um verðbréf á tím um þegar verð
bréfamarkaður var að slíta barnsskónum á
Íslandi.
En svo hvarf hann algerlega úr opinberri
umræðu á Íslandi 1. september árið 1999. Í
heilan áratug upp frá því var Gunnar Helgi
nefndur þrisvar í íslenskum prentmiðlum
og þá alltaf vegna tengsla við Verslunarskóla
Íslands. Áratuginn á undan leið ekki mán
uð ur án þess að nafn hans stæði í blöðunum
af einu eða öðru tilefni.
En Gunnar Helgi hvarf ekki vinum
sínum og fjölskyldu og hann hélt áfram að
sjást við komur og brottfarir í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar en hann skipti um vinnu
veitanda. Hann fór að vinna sem fram
kvæmda stjóri fyrir bandaríska sjóða stjórn
unarfyrirtækið AllianceBernstein Investments
með skrifstofu í Stokkhólmi.
Varð að segja já
Gunnar Helgi var kunnastur sem forstjóri
Landsbréfa, dótturfélags Landsbanka Íslands,
og þar með einn af æðstu stjórnendum
bankans. Og nú er hann aftur kominn að
stjórn Landsbankans, það er að segja nýja
bankans. Það er annar banki. Gunnar Helgi
lauk störfum fyrir Bandaríkjamennina í
desember 2009. Hann segist ekki hafa haft
áform um nýja vinnu fyrst um sinn. Þó
fannst honum fullsnemmt að fara á eftirlaun
tæplega sextugur. „Ég hafði engin sérstök
plön önnur en að einbeita mé að golfinu,
bridsinu og fjölskyldunni og að hugsa minn
gang laus við vinnustressið næstu misseri,“
segir Gunnar Helgi. „Þá var hringt í mig frá
bankasýslunni í febrúar sl. og þess farið á
leit við mig að ég yrði formaður bankaráðs
Landsbankans nýja.“ Gunnar Helgi segist
hafa hugsað málið í tæpan sólarhring og
síðan sagt já.
Efstir í úrvalsdeild
„Ég leit á þetta sem einskonar herkvaðn
ingu,“ segir Gunnar Helgi, „það var ekki um
neitt annað að velja en að segja já.“ Hann
bætir við: „Ég tel að þrátt fyrir allt sem á
undan er gengið eigi Landsbankinn mikla
möguleika í framtíðinni. Þess vegna var ég
tilbúinn til að taka þetta að mér.“
Bankaráðið hefur ráðið nýjan bankastjóra
til að „stýra metnaðarfullum áætlunum í
höfn og endurskapa bankanum það traust og
þann orðstír sem hann áður hafði byggt upp á
meira en 100 árum“, eins og Gunnar Helgi
orðar það. „Bankinn á að vera í efsta sæti í
úrvalsdeild eins og ég hef áður sagt og hvergi
annars staðar. Árangurinn fram að þessu hefur
verið góður, en bankinn getur orðið miklu
betri en hann er. Hann hefur til þess alla burði;
gott fólk, sterka fjárhagsstöðu og mikla
sögu,“ segir Gunnar Helgi.
Borgarbarn
Gunnar Helgi óx úr grasi í Holtunum
í Reykjavík, Stangarholti nánar tiltekið.
Foreldrarnir dæmigert millistéttarfólk
– hvorki rík né fátæk – í Reykjavík eftir
stríðsáranna. Hálfdan Helgason faðir
hans frá Stokkseyri en móðirin, Margrét
Sigurðardóttir, Húnvetningur. Þau ráku
lengi litla heildsölu með vinnuföt og
hreinlætisvörur í Holtunum.
Gunnar Helgi fæddist árið 1951, annar
tveggja bræðra. Hann var í sveit á sumrin hjá
móðursystur sinni austur á Héraði í níu ár
frá fimm ára aldri og segist enn búa að þeirri
reynslu, sem hafi meðal annars gert hann
sjálfstæðari í hugsun. „Ég hef aldrei hliðrað
mér við að taka mig út úr hópnum og breyta
til þegar ég hef talið það mikilvægt,“ segir
Gunnar Helgi.
Hann gekk upphaflega í Æfingaskóla
Kennaraskólans og átti að fara þaðan í
Gunnar Helgi Hálfdanarson kom heim rétt fyrir síðustu jól, alkominn
eftir að hafa verið fjarri íslensku fjármálalífi alla öldina. Tíu ára vinna fyrir
bandarískt fjármálafyrirtæki var að baki, – eftirlaun, golf, brids, veiði og
afslöppun fyrir stafni. Í febrúar sl. var hringt í hann úr nýstofnaðri Banka-
sýslu ríkisins og honum sagt að hann ætti að verða formaður banka ráðs
Landsbankans sem formlega heitir NBI hf.
GUNNARS HELGA
HERKVAÐNING
TEXTI: GÍSLI KRISTJÁNSSON
MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
GUNNAR HELGI HÁLFDANARSON, FORMAÐUR BANKARÁÐS
LANDSBANKANS, Í NÆRMYND: