Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Blaðsíða 92

Frjáls verslun - 01.04.2010, Blaðsíða 92
92 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 77 • MYNDLIST • SÆLKERINN • HESTAMENNSKA • KVIKMYNDIR • BÍLAR Lífsstíll TÓNLISTIN VEITIR VISSA ÚTRÁS HLJÓMSVEITIN Bjarni Már Gylfason. „Við spilum fyrst og fremst lög sem okkur sjálfum finnast skemmtileg og hægt er að dilla sér við.“ Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, er í hljóm­ sveitinni Krummafæti ásamt nokkr um vinum sínum. „Þetta er hópur gamalla vina sem hefur glamrað síðan við vorum unglingar. Fyrir nokkrum árum vildum við koma þessu glamri upp á örlítið hærra stig og stofnuðum hljómsveit. Við reynum að spila saman einu sinni í viku en leikir með Liverpool og stórleikir í Meistaradeildinni trufla það stund um. Svo reynum við að halda tónleika eða ball einu sinni til tvisvar á ári til að skemmta sjálfum okkur og vinum okkar.“ Bjarni spilar á bassa með hljóm­ sveitinni en hann spilar einnig á gítar. Hann tekur fram að hann sé að mestu laglaus en það séu vinir hans sem séu fínir söngvarar. „Mínum söngferli lauk 1987 þegar ég lék skólastjórann í jólaleikriti Laugarnesskóla og leikstjórinn bað mig um að hreyfa bara var­ irnar á frumsýningunni. Svo er það nú ekki beinlínis algengt að bassaleikarar syngi en ég gaula stundum fyrir börnin mín. Yngsta dóttir mín kann að meta mig sem söngvara.“ Bjarni segir að lagavalið hjá Krummafæti sé fjölbreytt. „Við spilum fyrst og fremst lög sem okkur sjálfum finnast skemmtileg og hægt er að dilla sér við. Það er allur skrattinn á okkar prógrammi en við höfum frekar sterka tilhneig­ ingu til að rokka svolítið. Einstaka popplag og diskó ratar þó inn á dagskrána en við eigum alveg eftir að ná tökum á pönki.“ Bjarni segir að tónlistariðkunin veiti sér vissa útrás. Þetta sé tæki­ færi til að tjá sig með vissum hætti. „Ég er ekki að segja að ég sé ógurlegur tónlistarmaður. Það er gaman að vera með svolítinn hávaða og fá hellu fyrir eyrun. Þetta er fjarri því sem ég geri dags daglega og hljómsveitaræfingar eru kærkomin upplyfting. Svo getur verið gaman að sýna öðrum hvað maður getur og að baða sig í aðdáun annarra þegar tækifæri gefst.“ „Mér var boðið að koma í gönguhóp sumarið 2002 og hef farið reglulega í göngu ferðir síðan,“ segir Páll Hilmars­ son, framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Innnesi. Hann fer yfirleitt í 1–2 vikuferðir á sumrin – en undirbýr sig fyrir þær ferðir með því að stunda líkamsrækt – og svo er farið í styttri ferðir. „Það getur allt gerst á fjöllum. Það á ekki að taka tvísýnar áhættur og bera skal virðingu fyrir náttúruöflunum. Ég var ásamt fleirum í Jökulfjörðum í fyrrasumar þegar skall á vetrarveður með hávaðaroki og él. Þetta var sömu nótt og kartöflugrösin féllu í Þykkvabænum hér sunnanlands eða 23. júlí. Mikil þoka og dimmviðri var á heiðunum þannig að það hefði verið óráðlegt að halda áfram enda var verið að safna saman öllu göngufólki af Hornströndum á þessum tíma og því óskuðum við eftir því að vera sótt. Það er alltaf erfitt að taka ákvörðun um að snúa við en við segjum líka að það þarf meiri kjark til þess að snúa við en að halda áfram. Kyrrðin og friðurinn á fjöllum er gjörólík hinu daglega amstri og þar bókstaflega gengur maður inn í annan heim,“ segir Páll um gönguferðirnar. „Það er allt annað að ferðast gangandi um Ísland. Ég kynnist allt öðrum hliðum á landinu sem ég sæi ekki annars.“ Páll hefur líka farið í skipulagðar gönguferðir til útlanda – til Slóveníu, Króatíu, Spánar og Póllands. GÖNGUFERÐIR BERA VIRÐINGU FYRIR NÁTTÚRUÖFLUNUM Páll Hilmarsson á Fimmvörðuhálsi. 76 F J L S V E S L • 3 . T L . 2 0 1 0 LI T L I T I I ÍL UMSJÓN: SVAVA JÓNSDÓTTIR (MYNDLIST O.FL.) • HILMAR KARLSSON (KVIKMYNDIR) • PÁLL STEFÁNSSON (BÍLAR) ÚR FRJÁLSRI VERSLUN FYRIR 35 ÁRUMFRÁ SAKLEYSINU YFIR Í HIÐ HNEYKSLANLEGA Magdalena Margrét Kjartansdóttir. „Ég vil lesa úr þeim ævintýri og barnaskap. Þær eru oft barnalegar en svo er eitthvað sem minnir á ellina þegar farið er að lesa úr þeim.“ Þegar Magdalena Margrét Kjartansdóttir mynd listarmaður er spurð á hvað hún leggi áherslu í myndlistinni segir hún: „Það er bara manneskjan. Aðallega kvenverur – konumyndir. Ég vil lesa úr þeim ævintýri og barnaskap. Þær eru oft barnalegar en svo er eitthvað sem minnir á ellina þegar farið er að lesa úr þeim.“ Stundum er lögð áhersla á hvernig kvenveran þroskast og breytist. Sakleysið skín oft í gegn. „Samt er eitthvað sem getur hneykslað.“ Hvers vegna að hneyksla? „Allt hefur tvær hliðar. Það er mín reynsla af lífinu.“ En hvers vegna skyldi Magdalena Margrét leggja áherslu á kvenverur? „Ég ólst upp hjá einstakri móður,“ er svarið. Myndirnar eru oft litaglaðar og segir lista­ konan að tilfinningar speglist í litunum. Svarti liturinn réð þó ríkjum á tímabili. Sorg, sem Magdalena Margrét upplifði, réð því. Sakleysi. Hið hneykslanlega. Tilfinningar. Hvað ætli heilli hana við myndlistina? „Þessi aukaheimur sem maður getur horfið inn í. Þetta er eitthvað andlegt; sumir fara í jóga.“ Hún fer ekki í jóga. Hún býr til listaverk. Lífsstíll MYNDLIST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.