Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Page 66

Frjáls verslun - 01.04.2010, Page 66
66 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 „Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá aukinn áhuga fyrirtækja til að fá umhverfisvottun fyrir starfsemi sína,“ segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. „Þessa viðhorfsbreytingu sjáum við m.a. í auk­ inni sókn fyrirtækja í Svansmerkið, norræna umhverfisvottun, en umsóknum um Svansvottunina hefur fjölgað til muna. Ástæðu þessa tel ég vera að fyrirtæki gera sér í auknum mæli grein fyrir því að umhverfismál eru hluti af gæðamálum fyrirtækja og að um hverfisvottanir og þau ferli sem þær krefjast gera alla starfsemi hjá fyrirtækjum gagnsærri og skilvirkari. Umhverfisvottun getur því skilað hagkvæmari og betri rekstri fyrirtækja.“ Umhverfisráðuneytið veitir ekki vottun en Umhverfisstofnun, ein af stofnunum ráðuneytisins, veitir Svansvottunina. Svandís segir að Svanurinn sé eitt þekktasta og útbreiddasta umhverfismerkið á Norðurlöndunum. „Svansmerktar vörur og þjónusta uppfylla strangar kröfur um lág­ mörkun nei kvæðra umhverfisáhrifa frá vöggu til grafar og ná til allra helstu umhverfisþátta svo sem orku­ og hrá efna notkunar, losunar mengandi eða hættulegra efna, um búðanotkunar, flutnings og meðhöndlunar úrgangs. Þá gerir Svanurinn strangar kröfur um efnainnihald og lágmörkun hættulegra efna.“ Náttúran hefur ekki fengið að njóta vafans „Við Íslendingar höfum ekki verið barnanna bestir á vettvangi umhverfismála en það er ásetningur nýrrar ríkisstjórnar að breyting verði til batnaðar. Við þurfum að ryðja nýjum við horfum braut og fá bæði fólkið í landinu og at vinnulífið í lið með okkur. Stjórnvöld verða að ganga á undan með góðu fordæmi og sýna ábyrga hegðun á sem flestum sviðum. Það gerum við meðal annars með stefnu um vistvæn innkaup. Íslenska ríkið kaupir vörur, þjónustu og verk fyrir meira en 100 milljarða króna á ári sem er um fjórðungur af útgjöldum ríkisins. Með því að hafa umhverfissjónarmið til hliðsjónar við þessi innkaup getur ríkið komið miklu til leiðar í umhverfismálum því að það leiðir til aukins framboðs á vistvænum vörum og þjónustu. Ávinningurinn getur líka verið fólginn í minni kostnaði fyrir fyrirtæki og auknum gæðum vöru og þjónustu. Síðast en ekki síst geta vistvæn innkaup hvatt til nýsköpunar.“ Svandís segir að áhugi og vitund almennings fyrir umhverfinu hafi aukist og endurspeglast það m.a. í kröfum neytenda sem vilja vistvæna þjónustu og vörur. „Þau fyrirtæki sem nýlega hafa fengið Svansmerkisvottun segja kröfur viðskiptavina hafa orðið til þess að ákveðið var að sækjast eftir umhverfisvottun. Þá hafa fyrirtæki sem hafa hætt með umhverfisvottun orðið þess áskynja að eftirspurn eftir þeirra vöru minnkaði töluvert.“ Svandís er spurð hvort Íslendingar séu of strangir í um hverfis málum. „Laga­ og regluumhverfi okkar Íslendinga í umhverfismálum mótast meira og minna af evrópskri lög­ gjöf og aðild okkar að EES­samningum. En það gleymist oft að Evróputilskipanir fela almennt í sér lágmarkskröfur sem gerðar eru til umhverfismála. Þjóðríkin geta gengið lengra ef þau kjósa svo og sett strangari kröfur í þessum málaflokki. Staðreyndin er hins vegar sú að náttúru­ og umhverfismál hafa haft mjög veika stöðu í íslenskri stjórnsýslu og löggjöf og hefur náttúran ekki fengið notið vafans þegar teknar hafa verið ákvarðanir. Þessu viljum við breyta enda er það ein helsta stefna ríkisstjórnarinnar í umhverfis­ og náttúruverndarmálum að hefja upp náttúruvernd og styrkja stöðu hennar innan stjórnarráðsins.“ SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR, UMHVERFISRÁÐHERRA: ÞURFUM AÐ RYÐJA NÝJUM VIÐHORFUM BRAUT Svandís Svavarsdóttir. ,,Við Íslendingar höfum ekki verið barnanna bestir á vettvangi umhverfismála en það er ásetningur nýrrar ríkisstjórnar að breyting verði til batnaðar.“ Guðrún Þóra Magnúsdóttir, leið­togi sjálfbærni hjá Alcan á Íslandi, segir að álverið í Straumsvík hafi lengi haft mik inn metnað í um ­ hverfismálum og tekið upp vottað um hverfisstjórnunarkerfi fyrst ís lenskra fyrirtækja árið 1997. „Í því felst mikil skuldbinding varðandi stefnu mörk un, mark miðasetningu og vöktun árangurs­ vísa þannig að allt starf í um hverfis málum verður markvissara. Ár ang urinn er birtur í sjálfbærniskýrslu – áður grænu bók haldi – sem nálgast má á heimasíðu fyrir tækisins. Þess má geta að ISAL fékk árið 2000 „Kuð ung inn“, umhverfisverðlaun um ­ hverfis ráðu neytisins.“ Guðrún Þóra bendir á að samkvæmt stefnu ISAL eru heil brigðis­, öryggis­ og umhverfismál alltaf í fyrirrúmi í öllu sem gert er hjá fyrirtækinu. „Það er trú okkar að þau séu forsenda framúrskarandi ár ang urs og velgengni. Í stefnunni kemur einnig fram NOTUÐ ALCAN Á ÍSLANDI: HREIN ORKA GRÆNA HLIÐIN UPP

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.