Frjáls verslun - 01.04.2010, Blaðsíða 84
84 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0
Vatnið vekur áhuga,
segir Hreinn Pálsson,
framkvæmdastjóri Íslendinga
á heims sýn ingunni í Sjanghæ
og aðal ræðismaður Íslands
í Sjanghæ. Yfir 350 þúsund
gestir heimsóttu íslenska
skálann í maí.
Það drýpur af Íslandi á heimssýningunni í Sjanghæ. „Vatnið vekur áhuga Kínverja,“ segir Hreinn Pálsson, fram kvæmdastjóri Íslendinga á heimssýningunni í Sjanghæ; EXPO 2010, og aðalræðismaður Íslands í Sjanghæ á meðan á sýn ingunni stendur.
Yfirskrift íslenska skálans á sýningunni er Pure Energy and Healthy Living;
hrein orka, heilbrigt líferni. Skálinn hefur vakið athygli og um tal enda sker
hann sig úr í útliti.
Heimssýningin í Sjanghæ var opnuð 1. maí síðastliðinn og stendur í
fimm mánuði. Búist er við að allt að 70 milljónir gesta sæki sýninguna
sem hefur farið mjög vel af stað.
Hreinn segir að fyrsta mánuðinn hafi áhugi á íslensku vatni og um
fjöllun um það í kínverskum fjölmiðlum verið mikil. „Iceland Spring er
styrktaraðili þátttökunnar auk þess sem við erum að vinna með öðr um
vatnsútflytjendum sem stefna á Kínamarkað.“
Á fyrsta mánuði sýningarinnar er gestafjöldi íslenska skálans kom
inn vel fram úr íbúafjölda Íslands, eða um 350 þúsund gestir, og fimm
mánuðir enn eftir af sýningunni. Skálinn er sérstaklega loftræstur til að
gefa af sér svala og ilm íslenskrar náttúru.
– Hver átti hugmyndina að útliti skálans og umgjörð hans?
„Efnt var til hugmyndasamkeppni um útlit á skálanum þar sem marg ar
mjög góð ar tillögur komu fram. Það var þó einróma álit þeirra sem um
sögn gáfu að tillaga frá Plús arkitektum og Saga Film, undir forystu Páls
Hjaltasonar arkitekts, væri sú besta. Boðskapurinn – og að hugsað væri
til þess mikla fjölda gesta sem sækja munu EXPO voru þættir sem voru
einstaklega vel útfærðir í þeirri tillögu sem var valin.“
Hreinn Pálsson, framkvæmdastjóri Íslendinga á heimssýningunni í Sjanghæ.
Sýningin stendur yfir í fimm mánuði.
E X P O 2 0 1 0
GRÆNA
HLIÐIN
UPP
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: EXPO