Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Side 96

Frjáls verslun - 01.04.2010, Side 96
96 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 KOLBRÚN EYDÍS OTTÓSDÓTTIR reglugerðar- og gæðastjóri Nox Medical Eftir að ég kom heim úr framhaldsnámi í Þýskalandi hóf ég störf hjá Flögu, sem var nýsköpunarfyrirtæki á sviði svefnrannsókna, og öðlaðist þar mjög sértæka þekkingu hvað varðar þróunar- ferli lækningatækja og skráningu þeirra á alla helstu markaði. Eftir að Flaga lagði niður starfsemi hér á landi vegna rekstrar- erfiðleika, sem mátti rekja m.a. til hárrar gengisskráningar íslensku krónunnar, stóð ég á krossgötum varðandi það hvað ég vildi gera í framtíðinni. Ekki var um margt að velja hérlendis ef ég hafði áhuga á að nýta sérfræðiþekkingu mína. Eftir frekar stuttan umhugsunartíma ákvað ég ásamt nokkrum fyrrverandi starfsfélögum úr Flögu að stofna nýtt fyrirtæki frá grunni sem byggðist á reynslu okkar og þekk ingu. Nox Medical var stofnað í júní 2006 með það að markmiði að hanna svefn greiningarbúnað sem hentaði jafnt börnum sem fullorðnum en á þeim tíma var ekki til búnaður sem sérstaklega var hannaður fyrir börn. Í dag starfa ég sem reglugerðar- og gæðastjóri fyrirtækisins auk þess að stýra þróunarverkefnum. Fyrirtækinu hefur gengið mjög vel hingað til og hlaut tvær viðurkenningar á þessu ári fyrir framúrskarandi árangur; Nýsköpunarverðlaun Íslands og Vaxtar sprot ann.“ Eiginmaður Kolbrúnar er Sveinbjörn Höskuldsson og eiga þau tvo syni. „Það má geta þess til gamans að ég og maðurinn minn höfum verið algerlega samstiga varð- andi nám og starfsvettvang síðan við vorum saman í bekk í menntaskóla. Eftir útskrift frá MR lá leiðin í verkfræðideild HÍ og þaðan í framhaldsnám í verkfræði í Háskólanum í Karlsruhe í Þýskalandi. Eftir að námi lauk hófum við bæði störf hjá Flögu og enduðum með að stofna saman Nox Medical. Fjölskyldan reynir að nýta íslenska sumarið vel og kjósum við að ferðast innan lands. Við förum m.a. austur í Lón þar sem fjöl skylda mín á jörð og njótum þess að ganga á fjöll í stórbrotinni náttúrunni auk þess að slaka á inn á milli. Á veturna er yfirleitt farið í skíða frí til Evrópu með vinum eða ættingjum og hefur fjölskyldan stundað snjóbretti í mörg ár sér til gamans. Um síðustu jól varð Slóvenía fyrir valinu en þar leigðum við bæði hús og bíl og keyrðum síðan á skíðasvæðin ásamt því að skoða landið. Ég er tiltölulega nýkomin með mótor hjóla- próf og á orðið tvö hjól, eitt svona til að skvísast á innanbæjar en hitt er ferðahjól (dual bike) sem hentar vel til aksturs bæði á möl og malbiki. Ég fór í frábæra ferð á sunnanverða Vestfirði síðasta sumar sem lengi verður í minnum höfð vegna einstaks veðurs, ýmissa ævintýra og yndislegrar nátt- úru, en þá var ferðast með tjald og allan búnað á hjólunum, sem býður upp á mikið frelsi. Til stendur í sumar að ferðast á þenn an hátt um hálendi Íslands og hlakka ég mikið til. Ég er mikil áhugamanneskja um jóga og hef stundað það töluvert lengi. Til að festa það betur sem lífsstíl skellti ég mér í jógakennaranám núna í byrjun árs sem ég lauk núna í maí og er að fara að kenna í World Class í sumar. Í haust á síðan að sækja Egyptaland heim, sigla á Níl, skoða Kaíró, Lúxor og allar helstu fornminjarnar.“ Nafn: Kolbrún Eydís Ottósdóttir Fæðingarstaður: Reykjavík, 23. júlí 1968 Foreldrar: Þorbjörg Gígja, Ottó Björn Ólafsson Maki: Sveinbjörn Höskuldsson Börn: Atli Þór, 17 ára, Bjarki Freyr, 15 ára Menntun: Rafmagnsverkfræðigráða frá Háskóla Íslands (1992), framhaldsnám (dipl. Ing.) í heilbrigðisverkfræði (biomedical engineering) við Háskólann í Karlsruhe, Þýskalandi (1997) Kolbrún Eydís Ottósdóttir: „Á veturna er yfirleitt farið í skíðafrí til Evrópu með vinum eða ættingjum og hefur fjölskyldan stundað snjóbretti í mörg ár sér til gamans.“ TEXTI: HILMAR KARLSSON MYND: GEIR ÓLAFSSONFólk

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.