Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Page 12

Frjáls verslun - 01.04.2010, Page 12
12 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 Fundir - Móttökur - Veisluþjónusta Jómfrúin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is Fyrst þetta ... TÉKKLAND Tékkland er sniðugt nafn á skoðunarfyrirtæki. Tékkland bif - reiðaskoðun opnaði sína fyrstu starfsstöð á þjónustustöð N1 við Reykjavíkurveg 54 í Hafnar - firði nýlega. Fákeppni hefur ríkt á þessum markaði hérlendis til þessa. Einungis tvö fyrirtæki hafa sinnt bifreiðaskoðun á annan áratug, eða síðan bifreiðaskoðun var einkavædd árið 1989. Á tímum hækkandi verðlags og minnkandi kaupmáttar er æ brýnna að neytendur njóti virkrar sam keppni og sanngjarns verðs. Tékkland hefur vakið athygli fyrir nýstárlegt nafn auk þess að vera með lægsta verðið á mark aðnum. Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri Tékklands, segir að fyrirtækið bjóði upp á 12-15% lægra verð en keppinautar. Markmið Tékklands er að bjóða upp á ódýrari skoð un ökutækja en keppi naut arnir. Skoðunarstöðvar Tékklands verða í alfaraleið, útbúnar nýjustu tækni til bifreiða - skoðana, sem tryggir faglega skoðun og áreiðanlega þjónustu. Tékkland mun á næstu vikum færa út kvíarnar og opna nýja skoðunarstöð á þjónustustöð N1 við Holtagarða og sú þriðja tekur síðan til starfa í Borgar- túni í haust. Nýtt bifreiðaskoðunar- fyrirtæki: Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri Tékklands. Sniðugt nafn á skoðunarfyrirtæki. TEKUR YFIR VÖRUR FRÁ STRAUMI HRAÐBERG Verslunartækni: Verslunartækni hefur keypt lager og tekið yfir sölu á öllum vörum frá Straumi Hraðberg sem hefur hætt starfsemi. Þetta eru lager- og bretta - hillu kerfi frá Mecalux, lyftarar frá Crown, TCM og HC ásamt ýmsum lager lausnum frá Barton Storage og fleiri aðilum. Sigurður Teitsson, fram kvæmda- stjóri Verslunartækni, segir að fyrir- tækið fagni 20 ára afmæli á árinu og að það hafi verið leiðandi með vörur fyrir verslunar- og þjónustufyrirtæki. „Með þessari viðbót frá Straumi Hraðberg bætist við heildstæð lausn fyrir smáa lagera upp í stór vöruhús.“ Söludeild Verslunartækni er sem áður að Draghálsi 4 og nánari upp- lýsingar er að sjá á www.verslun.is eða í síma 535-1300. Sigurður Teitsson, framkvæmdastjóri Verslunartækni.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.