Frjáls verslun - 01.04.2010, Blaðsíða 94
94 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0
TEXTI OG LJÓSMYND: PÁLL STEFÁNSSON
Á ÓVART
Ég ætla að byrja á að tala um Volkswagen,
sem er líklega mesti og besti framleiðandi
bifreiða í dag. Innan samsteypunnar eru
11 merki, allt frá ofurbílnum Bugatti yfir
í tékkneskan Skoda. Nýjasta viðbótin er
Suzuki, japanskt merki sem þekkt er fyrir
mótorhjól, fjórhjól og smáa jeppa.
Volkswagen keypti Suzuki um síðustu
áramót, fyrst og fremst til þess að efla
markaðshlutdeild sína í þróunarlöndu-
num, en þar eru Suzuki-bílarnir vinsælir,
til dæmis mest selda merkið á Indlandi.
Fyrsti Suzuki-bíllinn sem kemur á markað
eftir eigendaskiptin er Kizashi, fjór hjóla-
drifinn fólksbíll í millistærðarflokki.
Fallegur er hann, breiður, lágreistur,
rennilegur og hönnunin flott. Það sama
má segja um innanrýmið; það er flott, góð
sæti, mikið rými, frágangur og efnisval til
stakrar fyrirmyndar.
Þeir sem sáu bílinn þegar hann var
Evrópu frumsýndur á Íslandi héldu að þetta
væri Lexus eða einhver önnur lúxusbifreið,
ekki Suzuki. Vélin er öflug, stór 2,4 lítra,
fjögurra sílindra rokkur sem skilar rúmlega
180 hestum. Sjálfskiptingin er sex gíra.
Afl er meira en nóg. Fjöðrun er stíf. Stýrið
þægilegt. Með fjórhjóladrifinu er Kizashi
límdur við veginn. Þetta er bíll með aksturs-
eiginleika eins og best verður á kosið.
Eyðslan er þokkaleg með þetta öflugan
vélbúnað, eða rétt undir 10 lítrum í blönd-
uðum akstri. Það eru fáir bílar sem hafa
komið mér eins mikið á óvart á síðustu
missurum og þessi nýi millistærðarbíll frá
Suzuki, flottur fjórhjóladrifinn fólksbíll fyrir
fólkið á Fróni.
MADE IN CHINA
Bílar
Fyrsti Suzukibíllinn sem kemur á markað eftir að Volkswagen keypti Suzuki-verksmiðjurnar um
síðustu áramót er Kizashi, fjórhjóladrifinn fólksbíll í millistærðarflokki.