Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Page 23

Frjáls verslun - 01.04.2010, Page 23
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 23 Forsíðu grein BÝST VIÐ BREYTINGUM STEINDÓR PÁLSSON, BANKASTJÓRI LANDSBANKA, NLÍ: Er framtíðarskipulag bankanna nú komið á og hver verður hlutur Landsbanka þar í? Steindór Pálsson: Nei, það tel ég ekki vera og það má alltaf búast við ein hverj ­ um breytingum á þessum markaði eins og öðrum. Landsbankinn ætlar sér að vera burð a rás í íslensku fjármálalífi. Svo einfalt er það. Gagnrýnt er að bankarnir séu fullir af fé en lítið lánað út. Hver er skýringin á þessu? SP: Eftirspurn eftir lánum hefur verið lítil. Stöðnun og óvissa ríkir í hagkerfinu, vextir hafa verið háir og þetta hefur letj andi áhrif á eftirspurn og fjárfestingar. Bank­ inn er viljugur til að lána til góðra verka og vonandi fara hjólin að snúast meir hér á landi á næstunni. Áttu von á að breytingar verði á eignar­ haldi Landsbanka í náinni framtíð? SP: Ég tel að það gæti verið rétt að skoða það að fleiri gætu eignast hlut í bankanum með skráningu í Kauphöll að nokkrum miss erum liðnum en þó þannig að ríkið yrði með stóran og virkan eignarhlut í ljósi þess sem á undan hefur gengið. Í þessu sam bandi væri t.d. hægt að líta til Noregs og sjá hvernig þeir unnu sig út úr banka­ kreppunni sem þar var fyrir um 20 árum. En þetta er eitt hvað sem þarf að þroskast á vettvangi stjórn málanna og mitt hlutverk og annarra stjórnenda bankans er að reka bankann vel óháð eignarhaldi. Stöðnun og óvissa ríkir í hagkerfinu, vextir hafa verið háir og þetta hefur letjandi áhrif á eftirspurn og fjárfestingar. ENDURSKIPULAGNINGU EKKI LOKIÐ BIRNA EINARSDÓTTIR, BANKASTJÓRI ÍSLANDSBANKA: Er framtíðarskipulag bankanna nú komið á og hver verður hlutur Íslandsbanka þar í? Birna Einarsdóttir: Það er oft rætt um það hvað þurfi margar bankastofnanir á Íslandi. Ein hverjir segja tvær, aðrir segja þrjár. Mín skoðun er sú að það verði þrír aðilar á ísl­ ensk um bankamarkaði til framtíðar og því lít ég svo á að endurskipulagningunni á mark ­ aðn um sé ekki lokið. Við hjá Íslands banka vilj um vera leiðandi banki í því ferli þegar þar að kemur. Gagnrýnt er að bankarnir séu fullir af fé en lítið lánað út. Hver er skýringin á þessu? BE. Ég er ekki sammála því sem heyrist oft þessa dagana að bankinn sé lítið sem ekkert að lána út. Íslandsbanki hefur lánað 50­60 milljarða í ný útlán frá stofnun bankans og tekið þátt í mörgum áhugaverðum verk efn­ um með viðskiptavinum sínum. Hins vegar er ekkert launungarmál að eftirspurn eftir fjár magni er mun minni en hún var fyrir hrun, bæði vegna þess hve vaxtastigið er enn þá hátt og vegna samdráttar og óvissu í hag kerfinu. Áttu von á að breytingar verði á eignarhaldi Íslandsbanka í náinni framtíð? Skilanefnd Glitnis hefur lýst því yfir að þeir vilji selja bankann á næstu þremur til fimm árum. Ég held að það skipti miklu fyrir öll fjármálafyrirtækin að eignarhald þeirra sé mjög skýrt. Mér þætti það góður kostur ef bankinn færi að hluta til á markað og kæmist þannig í eigu almennings á ný. Mín skoðun er sú að það verði þrír aðilar á íslenskum banka mark­ aði til framtíðar og því lít ég svo á að endur skipulagningunni á markaðnum sé ekki lokið. Steindór Pálsson, bankastjóri Landsbanka. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.