Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Síða 27

Frjáls verslun - 01.04.2010, Síða 27
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 27 Fyrirtæki eru flokkuð sem lífvænleg og rekstrarhæf á þeim for­ sendum að þau hafi jákvætt sjóðsstreymi, sem er forsenda fyrir að hægt sé að greiða af skuldum, og að greiðslubyrði lána sé löguð að greiðsluþoli skv. sjóðsstreymi. Sem aftur er forsenda fyrir mati á heildarskuldastöðu eftir endurskipulagningu. Loks er lagt mat á það hvort endurskipuleggja þurfi starfsemi fyrir ­ tækjanna, t.d. með samruna, svo hægt sé að ná upp aukinni framl eiðni í atvinnugreininni. Einnig er unnið út frá því að rekstrar áætl anir styðji áframhaldandi rekstur og að traust ríki milli fyrirtækis og banka um samvinnu og upplýsingagjöf. Brýnt er að tryggja gegnsæi í ákvörðunartöku bankanna og hlut ­ læga fyrirgreiðslu. Hún byggist á því að fyllsta samræmis sé gætt í úr ­ lausn um fyrirtækja en það verður best gert með því að allar ákvarð anir fari í gegnum þekkt ferli og þær séu rökstuddar. Hér gegna hinir nýskipuðu umboðsmenn viðskiptavina í bönkunum veiga miklu hlutverki, en þeir eiga að gæta þess að bankarnir mis muni ekki viðskiptavinum með óeðlilegum hætti. Hlutverk núverandi eigenda sem stjórnenda? Til þess að atvinnulífið nái sér fljótt aftur er nauðsynlegt að meta hverjir séu hæfastir og njóta mests trausts til að stjórna fyrirtækjum í skuldavanda. Háværar kröfur eru um nauðsyn þess að skipta um eignarhald margra fyrirtækja við fjárhagslega endurskipulagningu þeirra. Það er eðlilegur gangur markaðarins að þegar fyrirtæki fara í þrot þá glati eigendur hlutafé sínu og hverfi frá rekstrinum. En á þetta líka við í fjárhagslegri endurskipulagningu? Fyrir liggur að forsendubrestur varð í umhverfi allra fyrirtækja með erlend lán við kerfishrun bankanna og fall gjaldmiðilsins. Eigendur og stjórnendur fengu ekki við neitt ráðið þegar umhverfið féll saman og forsendur brustu á einni nóttu. Þess vegna er eðlilegt að bankar skoði vel hver sé þáttur núverandi eigenda í þeim ógöngum sem fyrirtækin hafa ratað í. Þegar haft er í huga að eigendur fyrirtækja eiga mestan þátt í ný ­ sköpun og þróun fyrirtækja sinna og þeirri verðmætaaukningu, sem þar hefur myndast, hlýtur sú spurning að vakna hvort óeðlilegt og ósiðlegt sé að þeir komi áfram að rekstrinum. Ýmsir telja að svo sé. En gleymum því ekki að eigendahagsmunir eru mjög sterkt afl sem drífur starfsemina áfram. Margir hafa augljóslega rekið fyrirtækin í mörg ár og byggt þau upp af alúð þótt þau séu í vanda vegna forsendubrests. Auðvitað spyrja margir sig að því líka hvort setja eigi eigendur allra fyrirtækja, sem glíma við greiðsluerfiðleika vegna bankahrunsins, í sama flokk. Þetta er erfitt viðfangsefni og ef til vill þarf að meta hvert fyrirtæki og tilvik fyrir sig – en það breytir því ekki að gæta þarf fyllsta samræmis þegar kemur að úrlausnum fyrirtækja. Margir hafa þau sjónarmið, bæði innan og utan stjórnkerfis og bankanna, að telja sjálfa sig þess umkomna að koma að eignarhaldi fyrirtækja, stjórnun þeirra og rekstri, eingöngu út frá kröfunni um að núverandi eigendur skuli í öllum tilfellum hverfa á brott, þó svo að þeir hafi ekkert til saka unnið annað en að hafa átt fyrirtæki sem tóku erlend lán og stýrt þeim þegar forsendurbrestur varð við hrun bankanna og fall krónunnar. Skuldavandinn getur augljóslega átt sér aðrar skýringar en að viðkomandi eigendur hafi verið óreiðumenn. Vandinn er vissulega skuldavandi, en hann þarf ekki endilega að vera rekstrarvandi. Ekki má horfa fram hjá því að eigendur og stjórnendur fyrirtækja í skuldavanda eru oft með yfirgripsmikla þekkingu og geta við skipta­ vild og rekstrarhæfi fyrirtækjanna verið byggð á þeim. Ég tel að best sé að að stefna að endurskipulagningu fyrirtækja án þess að bankarnir taki þau yfir. En þegar bankarnir hafa neyðst til að koma að eignarhaldinu ætti stefna þeirra að vera að selja fyrirtækin eins fljótt og auðið er í opnu og gegnsæju söluferli. Bankarnir telja sig verða að yfirtaka og reka fyrirtæki í skulda­ vanda tímabundið til að hámarka verðmæti þeirra. En bankar mega ekki leggja þessum fyrirtækjum lið í svo miklum mæli að það raski samkeppni, t.d. með mikilli markaðssókn eða verðlagningu sem eykur markaðshlutdeild þeirra. Það hlýtur að teljast óréttlátt – jafnvel þótt rökin séu að auka verðmætið svo auðveldara verði að selja fyrirtækin síðar. Bankarnir hafa tekið yfir rekstur fjölmargra fyrirtækja í ólíkum atvinnugreinum í meira mæli en nokkru sinni áður hefur þekkst. Þeir segja sjálfir að þeir hafi fengið fyrirtækin í fangið, illu heilli, fremur en að þeir hafi sóst eftir að eignast þau. Rök þeirra eru að þeir séu að bjarga verðmætum. Vissulega hafa bankar áður átt fyrirtæki tímabundið til að gæta hagsmuna sinna og ekkert svosem við það að athuga. En á meðan fyrirtækjum er haldið gangandi af bönkunum í samkeppni við þá sem reyna að standa sig verður að gæta þess að samkeppnin skerðist ekki. Ýmsar hættur eru fyrir hendi þegar bankarnir eru orðnir beinir þátttakendur í einstökum atvinnugreinum og oft helsti keppinautur viðskiptavina sinna. Helsta hættan er auðvitað sú að þessi fyrirtæki nái markaðsráðandi stöðu, ekki síst í ljósi þess að aðgangur þeirra að fjármagni er betri. Ef skuldir eru síðan felldar niður við sölu skekkist staða keppinautanna, sem njóta ekki skuldalækkana, enn frekar. Bent hefur verið á að yfirtekin fyrirtæki í höndum bankanna geti bæði stundað undirboð og bankarnir beint viðskiptum þessara fyrir­ tækja til annarra fyrirtækja í eigu bankanna. Samkeppniseftirlitið hefur einmitt varað við þessu. Hér má vísa til bílamarkaðarins, en þar telja keppinautar, sem eru lífvænlegir og í einkaeigu, að bankarnir, sem hafa tögl og hagldir á markaðnum, hafi raskað samkeppni með inngripum sínum og ákvörðunum. Samkeppni flýtir fyrir efnahagsbata Við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja er mikilvægt að hagsmunir neytenda og samfélagsins af virkri samkeppni séu hafðir að leiðarljósi umfram sérhagsmuni tiltekinna fyrirtækja. Virk sam­ keppni flýtir fyrir efnahagsbatanum. Þess vegna er mikilvægt að þátttaka bankanna á samkeppnis mörk­ uðum – í gegnum eign sína á fyrirtækjum – sé undir sérstakri smásjá Samkeppniseftirlitsins. Það verður t.d. að vera tryggt að bankar eigi og stjórni ekki fyrirtækjum lengur en þurfa þykir. Bankakerfið verður að grípa fljótt til aðgerða til að endurreisa atvinnu­ lífið svo lágmarka megi skaðann. Í atvinnulífinu finnst öllum þessi endur­ skipulagning taka of langan tíma og að bankarnir tregðist um of við að veita viðskiptalífinu fyrirgreiðslu – sem og að vextir séu lækkaðir. Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja verður hins vegar aldrei nema með samspili fjármála­ og viðskiptalífsins – þar sem staðið er saman og stefnt að sama markmiði. JÓN SNORRI SNORRASON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.