Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.04.2010, Blaðsíða 14
14 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 ALLTAF OPIÐ ÞEGAR ÞÚ ERT Á FERÐINNI Opið allan sólarhringinn, Háholti Mosfellsbæ, Hringbraut, Ártúnshöfða, Lækjargötu Hafnarfirði, Selfossi og Staðarskála. Renndu við hvenær sem þér hentar til að fá þér bita, kaffi og með því eða fylla á tankinn WWW.N1.IS / Sími 440 1000 N1 verslanir: Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Akranesi, Ólafsvík, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Keflavík, Selfossi, Reyðarfirði og Höfn. WWW.N1.IS / Sími 440 1000 Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Fyrst þetta ... Guðrún Högnadóttir, fram-kvæmda stjóri Opna há -skólans við Há skólann í Reykjavík, var valin heiðursfélagi í Stjórnvísi á aðalfundi félagsins á Grand hóteli nýlega. Guðrún hefur verið lengi í Stjórnvísi sem áður hét Gæðastjórnunarfélag Íslands. Stjórnvísi er stærsta stjórn- unarfélag á Íslandi með um 800 virka félaga og mjög öflugt tengslanet. Kjarnastarfið fer fram í kraftmiklum faghópum en jafnframt stendur félagið fyrir almennum ráðstefnum og viðburðum um stjórnun. Á aðalfundinum fluttu þeir Hjörleifur Pálsson, fram- kvæmda stjóri fjármálasviðs Össurar, og Friðrik Pálsson, eig andi Hótels Rangár, afar athyglis verð erindi undir yfir- skriftinni: Hver eru fjöreggin? Þessum erindum eru gerð skil annars staðar í blaðinu. Félagið veitti jafnframt ISO- hópnum, sem er einn fag hópa félagsins, sérstaka viður kenningu fyrir kraftmikið og faglegt starf á starfsárinu. Við þeirri viður kenn - ingu tóku Sigurður M. Harðar - son, ráðgjafi hjá Nor Con, og Svala Rún Sigurðar dóttir, ráð- gjafi hjá Focal. Margrét Reynisdóttir er formaður Stjórnvísi og Martha Árnadóttir fram kvæmda stjóri. Í stjórn Stjórnvísi eru auk Mar grétar þau Bára Sigurðar- dóttir, Sigrún Kjartans dóttir, Guðmundur Pétursson, Gunn- hildur Arnardóttir, Einar Skúli Hafberg og Jón G. Hauksson. Mikil gróska hefur verið í fél- aginu í vetur og stóð það m.a. að hvatningarráðstefnu sl. haust þar sem útgangs punkt- urinn var stjórnun í kreppu og hvað hægt væri að gera til að ná hjólum atvinnulífsins aftur í gang. Í febrúar sl. veitti félagið í fyrsta sinn stjórnunarverðlaun Stjórnvísi en tilgangur þeirra er að verðlauna millistjórnendur. Stjórnunarverðlaunin voru veitt fyrir mannauðsstjórnun, þjón ustustjórnun og fjármála- stjórnun. Félagið tók einnig þátt í Íslensku ánægjuvoginni eins og undanfarin ellefu ár. Guðrún Högnadóttir, sem var útnefnd heiðursfélagi í Stjórnvísi, hefur verið virk í félaginu í áraraðir. Hún hefur komið víða við í tengslum við rannsóknir og kennslu. Þá hefur hún unnið að margvíslegum verkefnum fyrir fyrirtæki og stofnanir á sviði skipulags-, mannauðs- og gæðamála. „Í núverandi starfi sínu sem framkvæmdastjóri Opna háskólans við Háskólann í Reykjavík nýtir Guðrún frum- kvöðulshæfileika sína til að byggja upp, breyta og bæta í þágu betra mannlífs á öllum sviðum – en markmið Opna há skólans er að virkja þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fólks með faglegu og hagnýtu námsframboði,“ segir í rökstuðningi félagsins um útnefningu Guðrúnar. Stjórnvísi er félag um fram- sækna stjórnun. Markmið þess er að stuðla að umbótum í stjórn un íslenskra fyrirtækja með miðlun þekkingar og reynslu meðal stjórnenda. GUÐRÚN HÖGNADÓTTIR, HEIÐURSFÉLAGI Í STJÓRNVÍSI Aðalfundur Stjórnvísi: Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Opna háskólans. Bára Sigurðardóttir, mann auðs ­ stjóri hjá Termu og vara formaður Stjórnvísi, var fundar stjóri á aðalfundinum. Sigurður M. Harðarson, ráðgjafi hjá Nor Con, og Svala Rún Sigurðar­ dóttir, ráðgjafi hjá Focal, taka við viðurkenningum fyrir hönd ISO­hóps Stjórnvísi, úr hendi Mörthu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Stjórnvísi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.