Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Side 14

Frjáls verslun - 01.04.2010, Side 14
14 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 ALLTAF OPIÐ ÞEGAR ÞÚ ERT Á FERÐINNI Opið allan sólarhringinn, Háholti Mosfellsbæ, Hringbraut, Ártúnshöfða, Lækjargötu Hafnarfirði, Selfossi og Staðarskála. Renndu við hvenær sem þér hentar til að fá þér bita, kaffi og með því eða fylla á tankinn WWW.N1.IS / Sími 440 1000 N1 verslanir: Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Akranesi, Ólafsvík, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Keflavík, Selfossi, Reyðarfirði og Höfn. WWW.N1.IS / Sími 440 1000 Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Fyrst þetta ... Guðrún Högnadóttir, fram-kvæmda stjóri Opna há -skólans við Há skólann í Reykjavík, var valin heiðursfélagi í Stjórnvísi á aðalfundi félagsins á Grand hóteli nýlega. Guðrún hefur verið lengi í Stjórnvísi sem áður hét Gæðastjórnunarfélag Íslands. Stjórnvísi er stærsta stjórn- unarfélag á Íslandi með um 800 virka félaga og mjög öflugt tengslanet. Kjarnastarfið fer fram í kraftmiklum faghópum en jafnframt stendur félagið fyrir almennum ráðstefnum og viðburðum um stjórnun. Á aðalfundinum fluttu þeir Hjörleifur Pálsson, fram- kvæmda stjóri fjármálasviðs Össurar, og Friðrik Pálsson, eig andi Hótels Rangár, afar athyglis verð erindi undir yfir- skriftinni: Hver eru fjöreggin? Þessum erindum eru gerð skil annars staðar í blaðinu. Félagið veitti jafnframt ISO- hópnum, sem er einn fag hópa félagsins, sérstaka viður kenningu fyrir kraftmikið og faglegt starf á starfsárinu. Við þeirri viður kenn - ingu tóku Sigurður M. Harðar - son, ráðgjafi hjá Nor Con, og Svala Rún Sigurðar dóttir, ráð- gjafi hjá Focal. Margrét Reynisdóttir er formaður Stjórnvísi og Martha Árnadóttir fram kvæmda stjóri. Í stjórn Stjórnvísi eru auk Mar grétar þau Bára Sigurðar- dóttir, Sigrún Kjartans dóttir, Guðmundur Pétursson, Gunn- hildur Arnardóttir, Einar Skúli Hafberg og Jón G. Hauksson. Mikil gróska hefur verið í fél- aginu í vetur og stóð það m.a. að hvatningarráðstefnu sl. haust þar sem útgangs punkt- urinn var stjórnun í kreppu og hvað hægt væri að gera til að ná hjólum atvinnulífsins aftur í gang. Í febrúar sl. veitti félagið í fyrsta sinn stjórnunarverðlaun Stjórnvísi en tilgangur þeirra er að verðlauna millistjórnendur. Stjórnunarverðlaunin voru veitt fyrir mannauðsstjórnun, þjón ustustjórnun og fjármála- stjórnun. Félagið tók einnig þátt í Íslensku ánægjuvoginni eins og undanfarin ellefu ár. Guðrún Högnadóttir, sem var útnefnd heiðursfélagi í Stjórnvísi, hefur verið virk í félaginu í áraraðir. Hún hefur komið víða við í tengslum við rannsóknir og kennslu. Þá hefur hún unnið að margvíslegum verkefnum fyrir fyrirtæki og stofnanir á sviði skipulags-, mannauðs- og gæðamála. „Í núverandi starfi sínu sem framkvæmdastjóri Opna háskólans við Háskólann í Reykjavík nýtir Guðrún frum- kvöðulshæfileika sína til að byggja upp, breyta og bæta í þágu betra mannlífs á öllum sviðum – en markmið Opna há skólans er að virkja þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fólks með faglegu og hagnýtu námsframboði,“ segir í rökstuðningi félagsins um útnefningu Guðrúnar. Stjórnvísi er félag um fram- sækna stjórnun. Markmið þess er að stuðla að umbótum í stjórn un íslenskra fyrirtækja með miðlun þekkingar og reynslu meðal stjórnenda. GUÐRÚN HÖGNADÓTTIR, HEIÐURSFÉLAGI Í STJÓRNVÍSI Aðalfundur Stjórnvísi: Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Opna háskólans. Bára Sigurðardóttir, mann auðs ­ stjóri hjá Termu og vara formaður Stjórnvísi, var fundar stjóri á aðalfundinum. Sigurður M. Harðarson, ráðgjafi hjá Nor Con, og Svala Rún Sigurðar­ dóttir, ráðgjafi hjá Focal, taka við viðurkenningum fyrir hönd ISO­hóps Stjórnvísi, úr hendi Mörthu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Stjórnvísi.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.