Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 14
14 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9
Fyrst þetta ...
Viltu bragða á hamingjuskýi?
Þær Anna Elínborg Gunnars-
dóttir og Áslaug Snorradóttir
bjóða meðal annars upp á
hamingjuský á Marengs, nýja
veitingastaðnum sínum á
annarri hæð Listasafns Íslands.
Þetta er þó ekki í fyrsta sinn
sem þær sjá um veitingar. Í tvö
ár ráku þær Pikknikk, upplif-
unarsal, ekki veitingahús, vestur
á Grandagarði.
Marengs er opinn milli ellefu
og fimm, eins og safnið. Þær
segja að aðaláherslan sé á
mat sem gleðji augað, nefið,
munninn og allan kroppinn.
„Við bjóðum upp á ofurskot fyrir
matinn, eitt skot er til dæmis
úr sítrónu og engifer; súpur,
salöt og eftirrétti. Og auðvitað
ráðlegan ofurskammt af
súkkulaði. Það er svo bráðhollt.“
Marengs er undirstaðan í
hamingjuskýinu þeirra. Marengs
er prótein og pínu sykur; skreytt
með hindberjum, hindberjasafa,
og köldum þeyttum rjóma, og
ferskum granataeplum. „Það er
ekkert sem er hollara og betra
nema ef til vill krydduðu seyðin
sem við bjóðum upp á.“
Einnig býður Marengs upp
á fundaraðstöðu fyrir stærri
og smærri fyrirtæki. Minni og
stærri sal, sem tekur hátt í átta-
tíu þátttakendur. Upplifun í mat
og listum, frábært til að efla
andann. Marengs er staðurinn.
Eftir matinn er ekki ónýtt að
að taka hring um safnið og
hrífast af menningu og
myndlist. Listagott í Listasafni
Íslands.
LISTAGOTT MARENGS
Marengs er nýr veitingastaður á annarri
hæð Listasafns Íslands við Fríkirkjuveg.