Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 88
88 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9
um áramótHvað segja þau ?
Gunnar Guðjónsson, forstjóri Opinna kerfa
Hvað stóð upp úr hjá þínu fyrirtæki á
árinu þrátt fyrir kreppuna?
Árið hefur einkennst af miklum breytingum
á skipulagi, í rekstri og atferli. Í miðri óviss-
unni á síðasta ári völdum við okkur viðhorf
sigurvegarans og inntakið var einfalt – að
skapa eða tapa. Í þéttri samvinnu við birgja,
samstarfsaðila og viðskiptavini tókum við
erfiðum verkefnum fagnandi og starfsfólk
sýndi gríðarlega aðlögunarhæfni. Með frum-
kvæði og krafti höfum við sótt út á mark-
aðinn með ferskar lausnir og nýjar leiðir til
að aðstoða viðskiptavini við að leysa sín
verkefni. Útkoman er frábær árangur í erf-
iðu árferði og þakka ég það fyrst og fremst
atferlisbreytingu og aðlögunarhæfni félags-
ins.
Í hvaða úrbótum er fyrirtækið þitt núna
að vinna?
Allar aðgerðir miða að því að styrkja stoð-
irnar og hið öfluga bakland sem Opin kerfi
eiga hjá sínum birgjum. Lykilbirgjar félagsins
eru mörg stærstu og öflugustu upplýsinga-
tæknifyrirtæki heims og náið samstarf við
þau eykur færni okkar starfsfólks sem per-
sónur og fagmenn. Helstu auðlindir Opinna
kerfa eru fólgnar í þekkingu starfsmanna
og þeim ferlum sem tengja félagið beint og
milliliðalaust við lykilbirgja. Með slíkt vega-
nesti óttast ég fátt þótt harðni enn frekar á
dalnum hvað efnahagsumhverfið snertir.
Hvernig metur þú stöðuna á næsta ári?
Árið 2010 verður erfitt en við erum stað-
ráðin í að skemmta okkur vel og láta ekki
neikvæðni draga úr okkur duginn. Við vitum
að þetta er langhlaup og í endamarkið kom-
ast þeir fyrstir sem hafa þarfir viðskiptavina í
forgrunni og veita þeim framúrskarandi þjón-
ustu byggða á réttu lausnaframboði. Árið
2010 verða Opin kerfi 25 ára og því ætlum
við að fagna með fjölmörgum stórum og
smáum sigrum. Markmiðið fyrir árið 2010
er að enn fleiri viðskiptamenn njóti sam-
starfsins við okkur og að markaðshlutdeild
félagsins vaxi.
Hvaða lærdóm getum við dregið af
núverandi krísu?
Fyrsta skrefið í þessu sem öðru er að
þora að viðurkenna hvað fór úrskeiðis. Fyrr
drögum við engan lærdóm. Staðreyndin
er að við vorum með íslenska örmynt í
höndum áhættusækinna víkinga á leikvelli
þar sem leikreglur skorti. Fjármálakreppan
var alþjóðleg og því smæð okkar alger og
áhrifin hroðaleg. Skref númer tvö er að þora
að taka ákvarðanir sem umbylta ástandinu.
Núna siglum við hraðbyri í aðra krísu og sú
er af pólitískum meiði og þar skortir þor til
að taka á hlutunum. Seinagangur við ákvarð-
anatökur brennir upp andleg og veraldleg
verðmæti þjóðarinnar og þegar loks ákvarð-
anir eru teknar þá sniðganga þær lögmál
markaðarins. Skref númer þrjú er svo að
framkvæma og fylgja eftir teknum ákvörð-
unum. Almennt virðist þjóðarsálina skorta
aga til að keyra hluti í gegn.
Er krónan búin að vera sem gjald-
miðill? Ef svo er; hve langt er í evruna?
Íslendingar hafa farið illa með gjaldmiðilinn
og umgengist hann af lítilli virðingu og hefur
þessi meðhöndlun krónunnar endurspeglast
í ofsafengnum sveiflum. Íslenskt hagkerfi
ber illa eigin gjaldmiðil og horfa þarf til upp-
töku annars gjaldmiðils. Evran eða aðrir
gjaldmiðlar? Ég tel rétt að útiloka ekki aðra
valkosti.
Ef þú ættir að gefa forsætisráðherra
gott ráð, hvert yrði það?
Í umrótsástandi verða leiðtogar að vera
áberandi, upplýsandi, röggsamir og drífandi.
Þetta skortir í dag. Jóhanna verður að skipta
um takt og berjast fyrir innspýtingu sem
bætir lífvæni heimila og fyrirtækja.
Hvað var minnisstæðast hjá sjálfum
þér á árinu?
Við fjölskyldan fluttum í húsið okkar sem við
byggðum og er ég ákaflega stoltur en líka
feginn að nálgast verklok þar. Mér líður ann-
ars hvergi betur en með fjölskyldunni í sveit-
inni fyrir austan fjall. Að komast þangað,
óhreinka sig, vinna önnur störf og eiga svo
notalega kvöldstund endurhleður algerlega
batteríin. Þar líður mér best.
Ætlum að
fagna afmælisári
með stórum og
smáum sigrum
Gunnar Guðjónsson, forstjóri Opinna kerfa.