Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 35
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9 35
Jóhann Guðni
Reynisson.
jóhann Guðni
Reynisson
„Gísli Þór er góður
vinur enda er hann
góður drengur. Hann
hefur ríka réttlæt-
iskennd og þolir illa
ósanngirni og órétt-
læti. Hann tranar sér
ekki fram og flanar
ekki að neinu þótt
ekki skorti hugmyndir og framtakssemi, er
áreiðanlegur og dugmikill. Gísli „gleypir“
ekki menn þegar kemur að vináttunni heldur
gefur sér góðan tíma til þess að kynnast
fólki áður en lengra er haldið. Við höfðum til
dæmis þekkst ágætlega í mörg ár áður en
við höfðum fléttað saman alla nauðsynlega
þætti vináttu í eitt reipi milli okkar. raunar
var fléttan unnin í góðu samstarfi við eig-
inkonur okkar, Elínborgu mína og Hafdísi
hans Gísla, sem eru líka bestu vinkonur.
En þessi aðferð við „vináttugerð“ varð líka
til þess að við getum rætt öll mál, dýpstu
tilfinningar og viðkvæmustu atriði, verið
sammála eða ósammála og það hefur engin
áhrif á vináttuna. Hún er jafnvel enn traust-
ari eftir slík samtöl. Enda höfum við aldrei
rifist eða skilið ósáttir.
Það er hrein unun að ferðast með Gísla
og fjölskyldu hans. Ekkert vesen, allir vinir.
Enda gnægð nauðsynlegra „hráefna“ eins
og kímnigáfu, þolinmæði og umburðarlyndis.
Og góður matur og tilheyrandi er eitt af sam-
eiginlegum áhugamálum. Gísli er nefnilega
sælkeri og þykir gaman að deila því með
sér. Hann er líka mikill fjölskyldumaður og
þau hjónin leggja mikið upp úr samveru
fjölskyldu sinnar. Þau rækta garðinn sinn,
bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu,
og þar fær nostrarinn í Gísla útrás, bæði
heima í Hafnarfirðinum og ekki síður austur
í sumarbústað. á báðum stöðum er hann
iðinn við kolann og pælir í öllu. sums staðar
eru meira að segja miðar á gróðrinum sem
sýna hverrar tegundar hann er.
Gísli er, eins og segja má um þá feðga
alla þrjá í Fjarðarkaupum, með báða fætur
á jörðinni og sníður sér stakk eftir vexti.
Þrátt fyrir velgengni í rekstrinum hefur hún
ekki stigið honum (þeim) til höfuðs og breyt-
ingar eru ekki áberandi. Til dæmis um þetta
má segja frá því þegar hann endurnýjaði bíl-
inn síðast. Keypti aftur sömu tegund og
sama lit enda höfðu hvorki litur né boddí
breyst. Var ekkert að gaspra um það neitt.
Við áttuðum okkur ekki á þessu fyrr en Ellý
mín spurði mig hvort það gæti verið að
Hafdís og Gísli væru búin að skipta um bíl
– hún kannaðist ekki við númerið. Það var
dæmigerður sposkur Gísli Þór
sigurbergsson sem svaraði fyrir þetta. Nýja
bílinn höfðu þau átt í talsverðan tíma.“
Gísli fæddist 16. maí 1965 í Hafnarfirði og hefur búið þar alla sína tíð. Hann gekk í Öldutúnsskóla þegar fjölskyldan bjó í Suðurbænum en síðan í Víðistaða-skóla þegar foreldrar hans fluttu með fjölskylduna í
Norðurbæinn. Gísli lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskólanum
1986 og því næst prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið
1995.
„Ég hef verið viðloðandi starfsemi Fjarðarkaupa allt frá því
að búðin var stofnuð 1973 og mitt fyrsta verk var að ganga með
dreifimiða í hús í Hafnarfirði og Garðabæ þar sem tilkynnt var
um opnun nýrrar verslunar að Trönuhrauni 8 þar sem búðin var
fyrst til húsa. Ég vann líka í búðinni með námi og stundum á
sumrin. Síðan tók ég mér frí frá námi í tvö ár eftir stúdentspróf
og vann í versluninni með foreldrum mínum og bróður.
Foreldrar mínir hvöttu mig reyndar til að prófa eitthvað
annað þannig að ég vann í álverinu, í blikksmiðju og gerði eitt
og annað í nokkur sumur,“ segir Gísli.
Gísli Þór Sigurbergsson.
nafn: Gísli Þór sigurbergsson.
fæddur: 16. maí 1965.
maki: Hafdís sigursteinsdóttir
hjúkrunarfræðingur.
Börn: ingibjörg fædd 1993,
magdalena fædd 1998, og
Kamilla fædd 2004.
starf: Verslunarmaður í
Fjarðarkaupum.
Gerum það
sem gera þarf