Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 81

Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 81
um áramótHvað segja þau ? F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9 81 Lárus Ásgeirsson, forstjóri Sjóvá Ár mikilla breytinga hjá mér Hvað stóð upp úr hjá þínu fyrirtæki á árinu þrátt fyrir kreppuna? Miklar breytingar í eignarhaldi, stofnun nýs félags og yfirfærsla á vátryggingastofni, frábær frammistaða starfsfólks í miklu umróti og síðast en ekki síst mikil holl- usta viðskiptavina Sjóvár við félagið. Í hvaða úrbótum er fyrirtæki þitt nú að vinna? Aðlaga félagið að breyttum tímum á vátryggingamarkaði, sýna aðhald í rekstri, auka nálægð og þjónustu við viðskipta- vini. Tryggingafélög eru að hverfa aftur til hefðbundins tryggingareksturs eftir tímabil mikilla umsvifa í fjárfestingum. Hvernig metur þú stöðuna á næsta ári? Það versta er vonandi að baki. Næsta ár er tími endurskipulagningar rekstrar og upphafið á nýju hagvaxtarskeiði þar sem útflutningsfyrirtækin munu búa við hag- stæðasta umhverfi í sögunni. Tími lítilla og meðalstórra fyrirtækja er kominn og nú verða allar hendur að fara á dekk til að skapa atvinnu og gjaldeyri. Hvaða lærdóm getum við dregið af núverandi krísu? Ranghugmyndir um gengi krónunnar og handstýring hennar til styrkingar t.d. með stýrivöxtum Seðlabankans með mjög alvar- legum afleiðingum. Regluverk í kringum fjár- málafyrirtæki var veikt og þarf að styrkjast. Áhættustýring bankanna þarf að styrkjast og vera fagleg. Er krónan búin að vera sem gjald- miðill? Ef svo er; hve langt er í evruna? Mjög veik eða veik íslensk króna næstu þrjú til fjögur árin mun koma okkur á beinu brautina. Þegar krónan er komin í jafnvægi verðum við að skipta yfir í aðra mynt sem tryggir stöðugleika til framtíðar. Ef þú ættir að gefa forsætisráðherra gott ráð, hvert yrði það? Það er bara ein leið út úr vandanum og það er að vinna okkur út úr honum hörðum höndum. Að horfa til lítilla og meðastórra fyrirtækja sem eru 99% af öllum fyrir- tækjum. Þar er gróskan mest og flest störf verða í boði. Brýna, hvetja og auðvelda fyr- irtækjum að afla erlendra markaða og beina öllum kröftum sem til er hjá ríkisstofnunum til að styðja útflutning. Hvað var minnisstæðast hjá sjálfum þér á árinu Árið var ár mikilla breytinga hjá mér. Ég hætti hjá Marel eftir 19 frábær ár, flutti frá danmörku eftir þriggja ára búsetu og hóf störf hjá Sjóvá og kynntist þar öðrum við- skiptaheimi og mjög samhentum, metnaðar- fullum og faglegum hópi. Ásmundur Stefánsson. „Verðbólga verður að lækka og vextir og ég hef trú á að það gerist á næstu mánuðum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.