Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 28
28 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9
Forsíðu grein mENN ársiNs
Fjarðarkaup eru miðlungsstórt og traust fjölskyldufyrirtæki sem státar af afar góðu orðspori. Fyr-irtækið hefur vaxið jafnt og þétt
og fjárhagur þess er traustur enda hefur
hagnaðurinn fyrst og fremst verið notaður
til þess að treysta innviði þess. Þeir feðgar
hafa ekki fjárfest í öðrum atvinnugreinum
og ekki viljað fjölga verslunum heldur hlúð
að Fjarðarkaupum eins og þau eru og hafa
alltaf verið. Fyrir vikið hefur fyrirtækið
notið trausts Hafnfirðinga sem og margra
annarra.
Sveinn segir að Bjarni Blomsterberg
hafi á sínum tíma lengi gengið með þá
hugmynd að stofna lágvöruverðsverslun
þar sem fólk gæti gengið um og valið sér
vörur í stað þess að fá þær afhentar yfir
búðarborð. „Bjarni hafði verið kaupmaður
í Hólsbúð í Hafnarfirði en pabbi endur-
skoðandi og bókari þannig að samtvinnuð
þekking þeirra nýttist vel við reksturinn.
Þeir innréttuðu húsnæði að Trönuhrauni
8 og það var fullt út úr dyrum strax við
opnun. Þeir áttu eftir að stækka búðina
fimm sinnum áður en hún var flutt á Hóls-
hraun 1 hér í Hafnarfirði. Starfsmenn í
versluninni við opnunina voru mamma og
pabbi ásamt Bjarna og Valgerði, Sigrúnu
Sigurðardóttur og Finni Þorleifssyni. Þá eru
reyndar ótalin börn eigendanna og fleiri
fjölskyldumeðlimir sem unnu við upphafið.
Kostnaði var haldið í algjöru lágmarki,
enginn íburður í innréttingum, kassar á
gólfum og járnhillur undir vörurnar.
Fyrsta skóflustungan að Hólshrauni 1,
þar sem Fjarðarkaup eru nú, var tekin í
ágúst 1981 og fimmtudaginn 23. september
1982 var verslunin flutt af Trönuhrauni yfir
á Hólshraun. Fyrst í stað var húsnæðið 1800
fermetrar en í dag nær verslunin yfir 4000
fermetra.“
Lítil yfirbygging
Bræðurnir segja að yfirbygging Fjarð-
arkaupa hafi alltaf verið lítil og daglegur
rekstur í höndum fjölskyldunnar. Sig-
urbergur sér um fjármálin, Gísli um
verðlagsmál, auglýsingar og fleira en Sveinn
er verslunarstjóri. Á skrifstofunni eru fjórir
starfsmenn en alls starfa um 100 manns hjá
fyrirtækinu í mismunandi starfshlutfalli.
Eftir að verslunin var flutt yfir Reykja-
nesbrautina hófst erfiðasta tímabilið í
rekstrinum enda reyndist brautin mörgum
verulegur farartálmi. Í hálft ár eftir flutn-
inginn var þungi í rekstrinum en smám
saman tóku viðskiptavinirnir við sér og
núna er löngu orðið ljóst að staðsetn-
ingin er miðsvæðis og heppileg fyrir slíkan
rekstur.
Stefnan að vera ódýrir
í öllum vöruflokkum
„Stefna Fjarðarkaupa er að bjóða ódýrar
vörur í öllum vöruflokkum án þess þó að
selja neitt undir kostnaðarverði,“ segir Gísli.
„Þá er sama hvort varan er í kjötborðinu,
grænmetis- eða búsáhaldadeildinni. Meðal-
álagningin er því mjög lág og umsetningin
hröð en í hverri viku hreyfast yfir tíu þús-
und vörunúmer.“
Sveinn bætir við og segir að samkeppni
á matvörumarkaði sé mjög hörð og hruna-
dansinn í henni mikill í gegnum tíðina.
Stefnan að vera
ódýrir í öllum
vöruflokkum
Verslunin Fjarðarkaup var opnuð 7. júlí 1973. Stofnendur voru hjónin Sigurbergur
Sveinsson og Ingibjörg Gísladóttir og Bjarni Blomsterberg og Valgerður Jónsdóttir.
Bjarni og Valgerður seldu Sigurbergi og Ingibjörgu sinn hlut snemma á níunda ára-
tugnum og nú sjá Sveinn og Gísli Þór, synir Sigurbergs og Ingibjargar, að mestu um dag-
legan rekstur fyrirtækisins ásamt föður sínum. Fjarðarkaup hafa frá upphafi verið rekin
með hagnaði og nemur ársveltan um þremur milljörðum króna.
Bræðurnir í Fjarðarkaupum:
tExti: vilmundur hansen • myNdir: geir ólaFsson