Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9 n ý j a í s l a n d þeir sem skulda lítið, hafa það mjög gott á meðan að yfir 37 þúsund fjölskyldur skulda meira en þær eiga og teljast samkvæmt því „tæknilega gjaldrþota“. Nýlega kom fram í Tíund, fréttablaði ríkisskattstjóra, að 1.281 fjölskylda á Íslandi ætti meira en 150 millj- ónir, eða samtals 468 milljarða í framtaldar eignir. Það er um 13% af öllum eignum í landinu. 79 þúsund fjölskyldur telja ekki fram neinar skuldir. Um 60% fjölskyldna í landinu skulda innan við fimm milljónir eða ekki neitt. Yfir 37 þúsund fjölskyldur skulda hins vegar meira en þær eiga. Þetta er í mörgum tilvikum ungt fólk sem hefur keypt fasteignir á síðustu árum og tekið bílalán. Eignirnar hafa fallið í verði en lánin ekki. Halda má því fram að kreppan og verðhrun eigna í kjölfarið hafi búið til mikla stéttaskiptingu á Íslandi. Þjóðin skiptist núna í tvær þjóðir. Þá sem skuldar og þá sem skuldar ekki neitt. Yfir 1.600 milljarðar króna eru á innstæðureikningum í bönk- unum. Þær eignir voru allar tryggðar með neyðarlögunum. Mjög líklegt er að þær ungu fjölskyldur, sem skulda meira en þær eiga, gefist upp og flytji til útlanda ef þær eiga þess nokkurn kost. framtíðin: Kreppan bjó til mikla stéttaskiptingu á Íslandi. Það eru 160 þúsund fjölskyldur á Íslandi og þar af skulda 37 þúsund fjöl- skyldur meira en þær eiga. atvinnuleysi Atvinnuleysi á Íslandi er um 10% um þessar mundir. Þetta er eitt mesta bölið við Nýja Ísland og hættan er sú að til verði „stétt“ atvinnulausra. staðan núna: Atvinnuleysi er að festast í sessi á Íslandi. Það mælist um 10% um þessar mundir og hefur aldrei verið eins mikið í áratugi. Engin forsenda er fyrir launahækkunum við þessar aðstæður og í raun þyrfti að lækka laun frekar til að útrýma atvinnuleysi. Landsframleiðslan mæld út frá þáttatekjum skiptist í laun vinnuaflsins (80%) og laun fjármagnsins (20%). Þegar landsfram- leiðslan dregst saman um 10% segir það sig sjálft að lækka þarf launaþáttinn í landinu um a.m.k. 8%. Annars myndast ójafn- vægi. Þetta þýðir að lækka þarf bæði laun í einkageiranum og ríkinu um þessa tölu. Atvinnuleysi er líklegast eitt mesta bölið við Nýja Ísland og hættan er sú að til verði ný „stétt“ atvinnulausra. framtíðin: Ekki eru miklar líkur á að atvinnuleysi minnki á Íslandi á meðan skattahækk- anir hafa meira vægi hjá ríkisstjórninni en niðurskurður á fjárlögum. Skattahækk- anir draga úr krafti einkalífsins til að rétta atvinnulífið við. Obama, forseti Bandaríkj- anna, sagði nýlega í sjónvarpsviðtali að ekki kæmi til greina að fara út í stórfelldar skattahækkanir á einstaklinga og fyrirtæki, það myndi framlengja kreppuna. Hann vildi heldur ekki fara út í stórfelldan nið- urskurð ríkisútgjalda. Gjaldeyrishöftin Gjaldeyrishöftin eru líklegast komin til að vera í nokkur ár. Því miður. Nýlega var frétt um að maður hefði verið rændur í súðarvogi út af gjaldreyrisvið- skiptum í einhverju skuggasundi. staðan núna: Gjaldeyrishöftin eru því miður líkleg til að vara í nokkur ár. Það er skelfilegur vítahringur. Á síðasta ári komust 32 hag- fræðingar á Íslandi að þeirri niðurstöðu að nánasta framtíð liti svona út á Íslandi: „Að eina framtíðarlausnin felist í því að end- urheimta traust á íslensku efnahagslífi og tryggja drjúgan afgang á viðskiptum við útlönd. Þar til nægur gjaldreyrisforði hefur myndast með viðskiptaafgangi þarf hins vegar að grípa til erlendra lána eða hafta eða hvors tveggja.“ Flestir eru á því að um leið og gjaldeyris- höftin yrðu afnumin myndi sparifé Íslend- inga streyma hratt úr landinu í áreiðanlegri gjaldmiðla; slík er vantrúin á atvinnulífinu. Á sama tíma er það mat allra hagfræðinga að frjáls gjaldeyrisviðskipti séu forsenda framfara. En þetta er vítahringur og þjóðin er upp við vegg. Nýlega var frétt á RÚV sem sagði frá skuggahlið gjaldeyrishaftanna. Þar rændu tveir grímuklæddir menn evrum að jafnvirði tveggja milljóna króna af manni í Súðarvogi í Reykjavík um tíuleytið að kvöldi. Hinn rændi sagðist hafa ætlað að hitta annan mann í götunni til þess að fá skipt tíu þús- und evrum í íslenskar krónur. Þá hafi tveir grímuklæddir menn ráðist að honum. Hinn rændi komst í samband við evrukaupanda á netinu. framtíðin: Ekki er að sjá að gjaldeyrishöftin séu að hverfa þrátt fyrir fall krónunnar. Líklegast verða þau áfram í þeim tilgangi og tryggja afgang á viðskiptum við útlönd. Skugga- hliðin er að viðskipti með gjaldeyri eiga sér stað í skuggasundum að kvöldi til. Það var leyfilegt fyrir hrun en er núna talinn glæpur. Ólögleg gjaldeyrisviðskipti að kvöldi til. Mikið ótrúlega er það mikið gamla Ísland. 11 12 ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.