Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 39
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9 39 þáttum, eins því hve menn hafa veitt víða, hvernig þeir kasta, hve stóra fiska fengið, hve marga misst og margt fleira mætti nefna. Ég hef einnig mjög gaman af að nostra við garðinn minn heima og er búinn að gera hann allan upp. Við Björk höfum meira að segja fengið verðlaun fyrir hann sem við erum mjög stolt af. Mér þykir það bæði róa og hreinsa hugann að róta í moldinni og hef gaman að því að horfa á gróðurinn vaxa og dafna.“ Sveinn er í stjórn Þallar, sem er félag innan vébanda Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, og er afar stoltur af glæsilegu útivistarsvæði félags- ins. Verslunarstarfið gefandi „Fjarðarkaup eru stöndugt fyrirtæki í dag og það fer mikill tími í að sinna rekstrinum. Mér finnst kaupmannsstarfið mjög skemmtilegt og gefandi og ég tel mig hafa verið mjög heppinn að hafa fundið mig í því strax sem ungur maður. Satt best að segja hefur mig aldrei langað að gera neitt annað,“ segir Sveinn Sigurbergsson að lokum. síminn hjá mér. Hvar lagðirðu bílnum mínum, hann er ekki hér á planinu? Ég lagði honum í innkeyrsluna heima hjá þér, það tekur þig aðeins um 30 mínútur að ná í hann, sagði ég. síðan þá hefur hann ekki kvartað aftur um höfuðverk en af og til gengið heim úr vinnunni. Við erum vinir ennþá.“ Hálfdan Karlsson „Ég hef þekkt svenna frá því í kringum 1973 þegar hann byrj- aði að leika golf í Golfklúbbnum Keili, en ég hafði þá þegar verið í Keili í fimm ár og hefur vinátta okkar staðið traust ávallt síðan. svenni byrjaði þó að sveifla kylfunni nokkru fyrr heima á túni með vinum sínum í götunni, með kylfum sem sigurbergur pabbi hans átti, en hann var einmitt einn af frumkvöðlum og stofnandi Golfklúbbsins Keilis árið 1967. svenni var fljótur að ná árangri í golfinu og lækkaði sig hratt í forgjöf og tók til við að vinna okkur hina. á örskömmum tíma var hann kominn í unglingalandsliðið og síðan í karlalandsliðið, þar sem hann lék fyrir hönd Íslands í mörg ár. Auk þess að keppa saman í golfi höfum við svenni verið saman í stjórn Keilis nánast óslitið frá því árið 1989 og einnig leiddum við afreksmál Golfsambands Íslands fyrir nokkrum árum. En hvað var sérstaklega spunnið í þennan dreng sem gerði hann svona góðan í golfi ... og reyndar í öllu sem hann hefur tekið sér fyrir hendur? Jú, þegar ég lít yfir þau bráðum 40 ár sem vin- átta okkar spannar, þá greini ég ákveðið mynstur eða uppskrift í fari hans sem framkallað hefur þennan árangur: svenni hefur alltaf verið mjög iðinn við að sjá og æfa smáu atriðin og gera þau vel – ef þú ert natinn og gerir litlu hlutina vel þá má vænta að samtals verði útkoman góð. svenni var augljóslega alinn upp við þessi gildi af foreldrum sínum, sigurbergi sveinssyni og ingibjörgu Gísladóttur, því öll fjölskyldan endurspeglar þessa jákvæðu og árangursríku nálgun á viðfangsefni lífs- ins, sem fólk sér svo vel og upplifir þegar það staldrar við í fjölskyldufyrirtækinu Fjarðarkaupum. Í golfinu var svenni alltaf iðinn við að æfa stutta spilið, vippa og pútta, hvort sem það var úti á æfingasvæði eða heima í garði. Þó löngu höggin skili sér ekki alltaf vel, þá verður skorið nefnilega aldrei lélegt ef þú vippar reglulega upp að stöng og ein-púttar. Þarna hefur hann verið betri en flestir og samtals mjög góður í golfi alla tíð. svenni er líka mikill áhugamaður um fluguveiði, en þar má sjá sama mynstrið með smáu atriðin: nostur við flugurnar, kastæfingar heima á túni, endalausan áhuga á að bæta litlu hreyfingarnar til að einfalda og um leið efla kasthæfni – fisk- urinn er aukaatriði, en hann bara skilar sér sjálfkrafa þegar kunnáttumaður heldur á stöng. Og allt gerist þetta í rólegheitum, eitt skref í einu, enginn asi eða hama- gangur, en samtals mjög gott. Í umgengni við annað fólk kemur sama umhyggja fram, jákvæð og uppbyggjandi ræktun á vinskap og gjarnan kemur svenni færandi hendi með eitthvað til að gleðja vini sína og aðra er þeim tengjast. Þessi sama jákvæða nálgun á lífið hefur skilað svenna frábærum árangri í hans eigin fjölskyldu: Hann hefur átt sömu yndislegu konuna, Björk Pétursdóttur, frá því að hann var 17 ára og með sömu lífs- gildi hafa börnin hans náð góðum árangri. ingibjörg skrifstofustjóri í Háskólanum í reykjavík, sigurbergur stórskytta í Haukum og landsliðsmaður í handbolta, Benedikt afrekskylfingur og Telma sem er yngst. Auk þess á hann tvö afabörn, sex og þriggja ára. síðan þegar við hittumst eða heyrumst í síma og ég spyr svenna hvernig hann hafi það, þá svarar hann gjarnan: „ ...jaa- aááá, svona samtals, þá er þetta bara alveg mjög fínt.“ Hálfdan Karlsson. Ég hef verið hér í fullu starfi í 32 ár og hefur í raun aldrei langað að gera neitt annað enda eru fjarðarkaup mínar ær og kýr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.