Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 27
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9 27 Pálína móðir Ingibjargar lést ung og bar andlát hennar að dag-inn áður en Ingibjörg varð eins árs. Þótt lífið hafi lagt þungar byrðar á fjölskylduna fyrstu árin átti Ingibjörg rólega og góða æsku. Hún gekk í Lækjarskóla og síðan í Flensborg og það var einna helst að hernámið setti strik í tíðinda lítinn hversdaginn. Eftir móðurmissinn dvaldi Ingibjörg um skeið í fóstri hjá Hrefnu Jónsdóttur og Guðmundi manni hennar að Langeyrarvegi 10 eða allt þar til faðir hennar hóf búskap með Jónínu Sigurrós Scheving Hallgrímsdóttur. Rósa, eins og hún var kölluð, reyndist Ingibjörgu afar vel og gekk henni í móður stað. Fjölskyldan bjó fyrstu árin að Kirkjuvegi 20. Það hús hefur nú verið fjarlægt en það stóð þar sem gatnamót Vesturbrautar og Norðurbrautar eru nú. Að Kirkjuvegi 20 bjó Ingibjörg til 10 ára aldurs en fluttist þá að Hverfisgötu 17. Það var því ekki langt að fara þegar hún fluttist nánast beint yfir götuna þegar þau Sigurbergur hófu búskap að Hverfisgötu 16. Ingibjörg fór víða með föður sínum, fósturmóður og systur þegar hún var barn en faðir hennar var vörubílstjóri og vann við vegagerð. Hann hafði þann háttinn á að flytja fjölskylduna með sér þangað sem unnið var á sumrin. Fyrsta sumarið var sett aftan á vörubílinn gamalt boddí af bíl og það flutt þannig á áfangastað. Rósa eldaði matinn fyrir fjölskylduna í boddíinu fyrsta sumarið sem þau voru í þessum úti- legum en allt það sumar svaf fjölskyldan í tjaldi. Eftir það hafði Gísli komið sér upp svolitlum skúr sem hann gat sett á vörubílspallinn og flutt með sér. Skúrinn var varla stærri en 10 fermetrar og í þessum húsakynnum bjuggu þau heilu sumrin hér og þar. Ingibjörg mundi eftir að hafa ,,búið“ í Flóanum, Krýsuvík, Sléttuhlíð og Straumi. Þegar Ingibjörg gat sjálf farið að sinna launuðum störfum vann hún meðal annars eitt sumar við netahnýtingar á netaverkstæði og síðan í Snorrabakaríi við Hverfisgötu í Hafnarfirði og í útibúi Kaup- félags Hafnfirðinga við Smárahvamm. En einhver varð að hugsa um börnin eftir að þau fóru að tínast eitt af öðru í heiminn svo hún sinnti heimilishaldi og barnauppeldi lengst af samhliða verslunarstörfum. Ingibjörg varð ófrísk að fyrsta barni þeirra Sigurbergs aðeins 17 ára að aldri, líklega nokkru fyrr en áætlað var. Hann var þá rétt að byrja í menntaskóla og þetta hafði ekki staðið sérstaklega til. En allt gekk að óskum og fyrstu árin bjó Ingibjörg með stúlkubarnið í for- eldrahúsum. Börnin urðu fjögur; Hjördís fædd 1952, Rósa fædd 1957, Sveinn fæddur 1960 og Gísli Þór fæddur 1965. Þröngt var um sístækkandi fjölskylduna í kjallaranum á Hverfisgötu 16 þegar börnin voru orðin þrjú talsins. Til dæmis um það þurfti Sveinn að sofa í vöggu fram yfir sjö mánaða aldur en þá var hvílan orðin fulllítil fyrir stráksa. Þægindi sem síðar þóttu sjálfsögð voru af skornum skammti þarna í kjallaranum. Þar var til dæmis ekkert heitt vatn eða baðkar og börnin voru böðuð í bala þegar búið var að hita baðvatnið í pottum. Annars var til dæmis farið í Sundhöllina eða til velviljaðra vina og ættingja. Árið 1960 höfðu hjónin reist sér hús í félagi við aðra að Ölduslóð 17 og bjuggu þar á efstu hæðinni þar til þau fluttu á Miðvang 118 árið 1973, sama ár og Fjarðarkaup voru opnuð. Ingibjörgu leist vel á að fara í „búðarvesen“ þegar hugmyndin kom upp um að stofna Fjarðarkaup enda hafði hún unnið slík störf, meðal annars hjá Kaupfélagi Hafnfirðinga, og kunnað vel við þau. Það lá því beint við fyrir hana að starfa í Fjarðarkaupum þegar þau hjónin stofnuðu verslunina. Og þar starfaði hún til hinsta dags. Ingibjörg var alltaf í nánum og góðum tengslum við samstarfs- fólk sitt, viðskiptavini, fjölskyldu og vini. Hún lifði fyrir líðandi stund, lét sér alla tíð afar annt um fólkið sitt, hélt traustum höndum um alla þræði fjölskyldunnar og gætti þess að hlúð væri af alúð að vina- og fjölskylduböndum. Má segja að Ingibjörg hafi með gæsku sinni, ræktarsemi og umhyggju búið þannig sjálf um hnútana að þótt fráfall hennar bæri brátt og óvænt að, geti fjöl- skylda og vinir kvatt hana í fullri sátt og með einlægu þakklæti fyrir margar góðar stundir. Ingibjörg Gísladóttir, eigandi Fjarðarkaupa einstök kona Ingibjörg Gísladóttir fæddist 10. september 1934 á fæðingarheimilinu í Reykjavík en heimili fjöl- skyldunnar var í Hafnarfirði. Hún var dóttir Pálínu Þórðardóttur og Gísla Guðmundssonar vörubifreiðar- stjóra. Ingibjörg lést 7. desember 2009. Ingibjörg Gísladóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.