Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 76
76 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9
um áramótHvað segja þau ?
Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens
Hvað stóð upp úr hjá þínu
fyrirtæki á árinu þrátt fyrir
kreppuna?
Árið einkenndist af því að aðlaga
fyrirtækið breyttum aðstæðum.
Það hefur tekist mjög vel að
hrinda öllum breytingunum í fram-
kvæmd.
Í hvaða úrbótum er fyrirtæki
þitt nú að vinna?
Við höfum verið að vinna að því
að sameina verksmiðjur og fækka
fólki. Á sama tíma höfum verið að
efla verkefni eins og „operational
excellence“ og „sales excel-
lence“.
Hvernig metur þú stöðuna á
næsta ári?
Það virðist allt benda til þess að
ytri þættir séu að þróast til betri
vegar. Hins vegar er við því að
búast að 2010 verði erfitt ár.
Hvaða lærdóm getum við
dregið af núverandi krísu?
Í okkar rekstri felst meginlærdóm-
Að horfast í augu
við breyttar
aðstæður
Ragnhildur
Geirsdóttir. „Ég tel
krónuna vera búna
sem gjaldmiðil en
á erfitt með að spá
fyrir um það hve-
nær við tökum upp
evruna.“
Finnbogi Baldvinsson, forstjóri Icelandic Group
Aldrei verið sterkara en í dag
Hvað stóð upp úr hjá þínu
fyrirtæki á árinu þrátt fyrir
kreppuna?
Sá mikli kraftur, úthald og
endalaus trú starfsmanna iG á
félaginu sem gerði það mögu-
legt að félagið hefur aldrei
verið sterkara en það er í dag.
Í hvaða úrbótum er fyr-
irtæki þitt nú að vinna?
Í rekstri félaga eins og iG er
stöðugt unnið að úrbótum. Eitt
af forgangsverkefnum þess í
dag er vinna við að ná fram
hámarksnýtingu veltufjár.
Hvernig metur þú stöðuna
á næsta ári?
Rekstur félaga í alþjóða-
starfsemi verður áfram krefj-
andi, þó tel ég að fyrirtæki í
matvælaiðnaði eigi mikla og
spennandi möguleika á næstu
árum.
Hvaða lærdóm getum við
dregið af núverandi krísu?
Menn þurfa alltaf að vita hvar
bremsurnar eru: Agi og stöðug
eftirfylgni á hámarksnýtingu
fjármagns, sem bundið er í
rekstrinum, er lykillinn að vexti
og viðgangi fyrirtækja.
Er krónan búin að vera
sem gjaldmiðill? Ef svo er;
hve langt er í evruna?
Áður en við tökum afstöðu til
annarra gjaldmiðla verðum við
að vinna okkur út úr núverandi
stöðu, nú er sveigjanleiki krón-
unnar mikilvægt stjórntæki
sem þarf að nýta rétt.
Ef þú ættir að gefa for-
sætisráðherra gott ráð,
hvert yrði það?