Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 84

Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 84
84 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9 um áramótHvað segja þau ? Ragnheiður Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Nordica Spa Hugsa vel um sjálfan sig og sína Hvað stóð upp úr hjá þínu fyrirtæki á árinu þrátt fyrir kreppuna? Árið 2009 kemur betur út hjá okkur en 2008. Mikil þátttaka hefur verið á öllum okkar námskeiðum í heilsuræktinni og hafa þau verið full síðan í lok árs 2008. Greinilegt er að fólk hugar betur að heilsunni og er duglegra að mæta í ræktina en áður. Í hvaða úrbótum er fyrirtæki þitt nú að vinna? Við þurfum eins og önnur fyrirtæki að fylgjast vel með öllum kostnaðarliðum og halda þeim í skefjum eins og hægt er án þess að það bitni á þjónustunni. Einnig þarf að finna nýjar leiðir til að skapa tekjur því ekki er endalaust hægt að hækka verð. Hvernig metur þú stöðuna á næsta ári? Það virðast skiptar skoðanir á því hvað tekur við á næstu árum en við erum að öllum líkindum að ganga inn í ákveðið stöðnunar- skeið þar sem lítið verður um fjárfestingar, minni kaupmáttur, krónan veik og ferðalög dýr. Veik króna getur vissulega styrkt okkar stöðu þar sem fólk eyðir meiri tíma og pen- ingum hér heima. Hvaða lærdóm getum við dregið af núverandi krísu? Ég held að allir hafi haft gott af því að þurfa aðeins að hægja á sér í lífsgæðakapphlaup- inu. Hugsa betur um það sem skiptir máli í lífinu og hugsa vel um sjálfan sig og sína nánustu. Er krónan búin að vera sem gjald- miðill? Ef svo er; hve langt er í evruna? Það er allavega einhver tími þar til evran verður tekin formlega upp en það gerist ekki strax. Ef þú ættir að gefa forsætisráðherra gott ráð, hvert yrði það? Mér finnst að það mætti upplýsa almenn- ing betur um hvaða úrbótum ríkisstjórnin er að vinna að. Það þarf að koma með einhverjar alvöru lausnir fyrir heimilin í landinu og koma í veg fyrir mikla óvissu og óöryggi. Hvað var minnisstæðast hjá sjálfri þér á árinu? Ég held að það sem stendur upp úr á þessu ári sé þrautseigja og baráttuvilji. Þetta rúma ár er búið að vera erfitt og maður hefur þurft að sýna meiri styrk og þrautseigju en nokkru sinni fyrr. Það þýðir ekkert að gefast upp. Ég er bjartsýnis- manneskja að eðlisfari og gefst ekki auð- veldlega upp, hvorki í leik né starfi. Ragnheiður Birgisdóttir. „Ég held að það sem stendur upp úr á þessu ári sé þraut- seigja og baráttuvilji.“ Hvað stóð upp úr hjá þínu fyrirtæki á árinu þrátt fyrir kreppuna? Útflutningur. Í þessum gífurlega samdrætti, sem varð á árinu í sölu ökutækja í landinu eða rúm 80%, snerum við leiknum við. Okkur tókst að selja úr landi á fjórða hundrað bíla og yfir eitt hundrað bif- og fjórhjól á verði sem var mjög svo við- unandi í erlendri mynt, að allir gátu vel við unað. Í hvaða úrbótum er fyrirtæki þitt nú að vinna? Við hófum niðurskurð innan fyrirtækisins strax í upphafi árs 2008 og erum enn að. Erum að gera fyrirtækið straumlínulag- aðra, ákvörðunartökur einfaldari, virkja starfsfólk í sparnaði og allar hugsanlegar leiðir reyndar. Þó höfum við verið að bæta í þjónustu við viðskiptavini okkar með góðum árangri. Hvernig metur þú stöðuna á næsta ári? Ekki eru nú bjartar horfur á komandi ári. Ekki er ríkisvaldið að reyna að örva atvinnulífið á neinn hátt heldur allt gert til að íþyngja því. Það er nú einhvern veginn þannig í öllum hagkerfum að við þyngri skattabyrðar hægir á öllu og tekjur ríkisins minnka, neðanjarðarhagkerfið blómstrar hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Hvaða lærdóm getum við dregið af núverandi krísu? Við hverja niðursveiflu og krísur Geir Gunnarsson, forstjóri Bernhard Hagkerfi okkar er ekki búið undir það að taka upp evru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.