Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 100

Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 100
100 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9 í nóvember 1985 sýndi breska sjónvarpsstöðin BBC fyrsta þáttinn í sex þátta sjónvarpsseríu sem nefndist Edge of Darkness. Það er skemmst frá því að segja að serían sló eftirminnilega í gegn og fékk sex verðlaun af ellefu tilnefningum þegar BAFTA- verðlaunin fyrir sjónvarp voru afhent árið eftir. Edge of Darkness fjallaði um rannsóknarlögreglumanninn Ronald Craven, sem verður fyrir þeirri erfiðu lífsreynslu að verða vitni að því þegar dóttir hans er myrt kvöld eitt þegar þau eru að koma af ráðstefnu um loftslagsmál, en atburðurinn gerist við húsdyrnar hjá þeim. Rannsókn málsins snýst fyrst um að Ronald hafi átt að vera skotmarkið enda búinn að koma mörgum glæpamönnum í fangelsi. Þegar Ronald fer í gegnum eigur dóttur sinnar og finnur þar ýmislegt sem ekki á að vera í hennar eigu, fer hann að gruna að skotmarkið hafi verið dóttirin og hefur leit að morðingjanum í röðum hryðjuverkamanna. Sú rannsókn fer ekki framhjá hátt settum mönnum í pólitík sem hafa ýmislegt að fela. Til þess að fá hann til að hætta rannsókninni er honum tilkynnt að dóttir hans hafi verið hryðjuverkamaður, en því trúir hann ekki. Þættirnir fjalla síðan um hvernig Ronald Craven þvælist inn í ýmis viðkvæm mál, auk þess sér hann svip dóttur sinnar í tíma og ótíma sem ekki auðveldar honum rannsóknina. Þrátt fyrir vinsældir og fína gagnrýni var ekkert framhald gert, enda óvíst í lokin hvort Ronald Craven væri lífs eða liðinn. Leikstjóri sjónvarpsseríunnar var Martin Campbell, sem þegar hafði mikla reynslu í leikstjórn sjónvarpsefnis fyrir BBC. Vinsældir og gæði Edge of Darkness gerðu það að verkum að hann fór meira í að leikstýra kvikmyndum og meðal afreka hans á þeim vettvangi eru tvær James Bond kvikmyndir, GoldenEye (1995) og Casino Royale (2006) og Zorro-myndirnar tvær, The Mask of Zorro (1998) og Legend of Zorro (2005). Endurgerð í Hollywood Martin Campbell hefur lengi haft áhuga á að endurgera Edge of Darkness í formi kvikmyndar og fyrir sex árum síðan sagði hann að framkvæmdin væri komin vel á veg. En eins og verða vill í þessum bransa voru ljón í veginum sem ollu því að það var ekki fyrr en 2007 sem farið var að undirbúa gerð kvikmyndarinnar, en hún heitir sama nafni og sjónvarpsserían. Campbell og framleiðandinn Graham King fengu William Monahan til að skrifa handritið upp úr upprunalegu handriti Troy Kennedy Martins, sem lést fyrr á þessu ári. Monahan reyndist góður kostur þar sem um sama leyti og hann hófst handa við Edge of Darkness fékk hann óskarsverðlaunin fyrir handritið að The Departed. Sögusviðið hefur verið flutt frá London til Boston og nafni aðalpersónunnar breytt úr Ronald Craven í Thomas Craven og MI5 er orðið að CIA. Að öðru leyti er stuðst við upprunalegt handrit. Áhrif loftslagsbreytinga og orka unnin úr kjarnorku er brennidepillinn og hryðjuverkastarfsemi samfara spillingu í pólitík er ekki langt undan, auk þess sem dótturmissirinn er sem fyrr afgerandi þáttur í atburðarásinni. Efast ég samt um að endirinn verði jafnóljós og í bresku seríunni. Í sjónvarpsseríunni hafði breski leikarinn Bob Peck leikið aðalhlutverkið en hann lést 1999. Campbell leitaði til Mel Gibsons um að taka Kvik myndir Bresk sjónvarpsklassík endurgerð í Hollywood með Mel Gibson í aðalhlutverki, en hann hefur ekki leikið í kvikmynd í sex ár, aðallega vegna hneykslismála í einkalífinu í leit að dótturmorðingja TEXTI: HILMAR KARLSSON EDGE OF DARKNESS: Thomas Craven (Mel Gibson) krýpur við lík dóttur sinnar sem myrt var að honum ásjáandi. Bob Peck í hlutverki Ronalds Cravens í sjónvarpsseríunni Edge of Darkness, frá árinu 1985.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.