Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 44
44 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9 n ý j a í s l a n d atvinnulífinu í gang. Það er enginn skiln- ingur af hálfu stjórnvalda að aftengja verð- trygginguna með því að frysta vísitöluna í öllum inn- og útlánasamingum, eins og Frjáls verslun hefur til langs tíma lagt til. Sumir hafa lagt til að verðtryggingin hefði hámark, miðaðist við „eðlilega verðbólgu“, t.d. 3 til 4% á ári og að vísitalan í lána- samningum gæti aldrei farið upp fyrir þá tölu. Frjáls verslun hefur tekið undir þau sjónarmið, það er betra en núverandi verð- trygging. Það getur ekki verið réttlátt í mjög „undarlegu árferði í viðskiptalífinu“ að fjármagnseigendur séu þeir einu sem hafi allt sitt á þurru á meðan allir aðrir, eins og lántakendur, eigendur húsnæðis, hlutabréfa, bíla og annarra eigna verða að lúta lög- málum markaðarins í verði. Verðtryggingin rústar greiðslubyrðinni og kemur í veg fyrir nýfjárfestingar, ný störf og ráðningar fólks í vinnu. Um leið og hið opinbera hækkar veltuskatta, verð á bensíni og víni, þá hækka skuldir heimila um milljarða. Reiknað er með miklu verðbólguskoti á fyrstu mán- uðum næsta árs. framtíðin: Það er enginn skilningur á að aftengja verðtryggingu með því að frysta vísitöl- una í lánasamningum eða setja t.d. 3 til 4% hækkun á ári sem þak. Verðtryggingin kemur í veg fyrir ný störf og þegar hið opinbera hækkar veltuskatta, sem og verð á bensíni og víni, þá rjúka skuldir heimila upp um tugi milljarða. evrópusambandið Íslendingar hafa sótt um aðild að EsB og brátt hefjast viðræður við sambandið um samning og helstu ásteytingarsteina. Verði samningur fer hann í þjóðarat- kvæði. staðan núna: Íslendingar hafa sótt um aðild að Evrópu- sambandinu, ESB, og er umsóknin þar í vinnslu. Mjög litlar líkur eru samt á því að Íslendingar gangi í sambandið þar sem yfir 60% þjóðarinnar er á móti aðildinni, sam- kvæmt könnunum. Flestir telja að helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum við ESB verði yfirráðin yfir fiskimiðunum og stjórnun fiskveiða á Íslandi. Margir þeirra sem vilja ganga í ESB nefna evruna sem helstu ástæðuna. Því það sé skilyrt að vera í ESB til að taka upp evru, komast í mynt- bandalag ESB og fá stuðning frá Seðlabanka Evrópu. Með evru sem gjaldmiðil á Íslandi næðust væntanlega svipuð vaxtakjör og í Evrópu og verðtryggingin yrði afnumin. Auðveldara yrði líka að fá til landsins erlenda fjárfesta. Evra er líka talin forvörn, myndi forða þjóðinni frá annarri gjald- eyriskreppu. Andstæðingar ESB segja að aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu dugi okkur Íslendingum, að viðbótarávinningur af fullri aðild að ESB sé ekki mikill. Þá telja þeir upp sem rök að atvinnuleysi auk- ist með upptöku evrunnar þar sem krónan hefur verið notuð sem sveiflujöfnunartæki í atvinnulífinu á Íslandi. Þegar gengi krón- unar er fellt án þess að laun hækki í kjöl- farið þýði það launalækkun og að vinnuaflið verði ódýrara. Það merki að fleiri fá vinnu og fleiri haldi vinnunni sinni. Sömleiðis styrki fall krónunnar útflutningsgreinarnar, þ.e. sjávarútveg, álið og ferðaþjónustuna og dragi úr innflutningi. framtíðin: Ekki eru miklar líkur á að Íslendingar gangi í ESB á næstunni þar sem nokkuð afgerandi meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild, skv. könnunum. Hvort það breytist á næstunni er erfitt að segja. alþjóðagjaldeyris sjóðurinn Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur líklega mest að segja um láns- hæfismat Íslendinga í fram- tíðinni. AGs hefur hins vegar verið mjög á milli tannanna á Íslendingum vegna þess hve Bretar hafa haft þar sterk ítök. staðan núna: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur líklega mest að segja um lánshæfismat Íslendinga í framtíðinni – og mun meira að segja en sérstök fyrirtæki þar um. Þegar Íslendingar tóku 2ja milljarða dollara lánið hjá AGS, sem sjóðurinn ætlaði að afgreiða í þremur áföngum, var litið á það sem gæðastimpil og að það myndi greiða fyrir erlendri lána- fyrirgreiðslu Íslendinga. AGS skrifaði undir lánið með miklum semingi og setti inn alls kyns fyrirvara og skilyrði. Eitt skilyrðanna var að við myndum samþykkja ríkisábyrgð á Icesave Landsbankans í einu og öllu. Það er komið á daginn að það var gert vegna kröfu Breta og Hollendinga sem hafa sterk ítök innan AGS. Líklegast hefur ekkert skilyrði AGS bakað sjóðnum eins miklar óvinsældir hér á landi og hefur sjóðurinn verið nefndur handrukkari Breta og Hollendinga. Evr- ópusambandið beitti AGS líka þrýstingi um að Icesave yrði að vera inni, sem og frænd- þjóðir okkar á Norðurlöndunum. Íslend- ingum var stillt upp við vegg og hefur þetta verið túlkað svo að þjóðin hafi ekki átt neitt val í nóvember í fyrra þegar fjármálaráðherra og seðlabankastjóri skrifuðu undir viljayfir- lýsingu vegna fyrirgreiðslu AGS. Í byrjun sl. sumars skrifaði samninganefnd Íslendinga undir Icesave við Breta og Hollendinga með samþykki ríkisstjórnarinnar. Samkomulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í fyrra fól m.a. í sér endurreisn bankakerfisins, að gera 7 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.