Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 65
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9 65 L a x V e I ð I Ekki þarf annað en að fylgjast með umræðum á helstu veiðivefjum landsins til að skynja að töluverður vilji er fyrir því meðal veiðimanna að sniðganga veiðisvæði þar sem verðið hækkar milli ára. Reyndar botna margir hinna sömu ekkert í því að ekki skuli nú þegar hafa verið boðuð a.m.k. 30-40% flöt lækkun á veiðileyfaverðinu þannig að himinn og haf er á milli sjónarmiða veiðiréttareigenda og hinna almennu stangaveiðimanna hvað þetta varðar. 15 milljarða atvinnugrein Stangaveiðin er umfangsmikil atvinnugrein og veltir um 15 milljörðum á ári. Í grein, sem undirritaður skrifaði í Frjálsa verslun í maí 2007, var farið yfir umfang íslenska veiðileyfamarkaðarins og reynt að meta veltu stangaveiðimarkaðarins og hinar afleiddu tekjur sem þessi grein skapar í landinu. Niðurstaðan var sú að söluverðmæti veiðileyfa gæti numið allt að 3 milljörðum króna á ári og að ýmiss konar beina þjónustu við veiðimenn mætti meta á hátt í 2 milljarða króna; samtals 5 milljarðar króna á ári. Þess utan mat Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að bein, óbein og afleidd áhrif stangaveiði innlendra veiðimanna, eins og fæði og ferðakostnaður, væru á bilinu 8 til 9 milljarðar króna. Þetta væri því atvinnugrein sem beint og óbeint byggði upp tekjur í samfélaginu upp á nálægt 15 milljarða króna. Frjáls verslun metur það svo að samdrátturinn geti verið um 15 til 20% eftir hrun, eða hátt í 3 milljarðar króna. Tekjur tengdar stangaveiðum hafa dregist verulega saman tvö síðustu ár en mjög erfitt er að meta hve mikill samdrátturinn er. Hann gæti numið, sem fyrr segir, um 15-20%. Sala veiðileyfa hefur dregist saman. Við því brugðust veiðileyfasalar m.a. með því að lækka verð fyrir eigin reikning, ýmist í formi beinnar verðlækkunar eða með ýmiss konar tilboðum. Fyrir vikið varð skellurinn minni en ella. Veiðihúsið lokað í níu daga Þau undur og stórmerki gerðust síðastliðið sumar að við eina af vinsælli laxveiðiám landsins, þar sem færri hafa komist í en hafa viljað, var veiðihúsinu lokað í níu daga samfleytt á dýrasta tímanum vegna þess að engir voru þar við veiðar. Í öðrum ám voru sömuleiðis verulegar eyður af sömu ástæðu. Erlendir veiðimenn mættu ekki til veiða jafnvel þótt búið væri að greiða fyrir veiðileyfin. Það vill nefnilega svo til að það er kreppa víðar en á Íslandi og samkeppnin á veiðileyfamarkaðnum á alþjóðavettvangi hefur aldrei verið jafnmikil og einmitt nú. Það sjónarmið hafa heyrst af hálfu veiðiréttareigenda að það skipti engu máli þótt innlendi kaupendahópurinn á dýrasta veiðitímanum hafi svo til þurrkast út á einni nóttu. Útlendingar komi bara í staðinn. Það gæti hins vegar reynst vera tálsýn því þótt veiðileyfi seld í íslenskum krónum hafi lækkað verulega í erlendri mynt, þá er Ísland eftir sem áður fremur dýrt land að ferðast til. Samdráttur í sölu veiðileyfa síðasta sumar er vissulega áhyggjuefni en trúlega hafa hinar afleiddu tekjur vegna stangaveiða þó dregist enn meira saman. Það hafa veiðivörusalar fengið að reyna og aðrir þeir Hann vekur athygli á því að hann hafi töluverða sérstöðu á veiðileyfamarkaðnum vegna þess að veiði í ám eins og Breiðdalsá og á vatnasvæði Jöklu standi og falli með fiskrækt og seiðasleppingum, sem reyndar séu stór hluti af leigugreiðslunni til veiðiréttareigenda. „Fiskrækt hefur t.d. stóraukist á hverju ári í Jöklu og þar verður ekki hægt að vera með óbreytt verð. Þar hefur verðið reyndar verið líkara verði á silungsveiði en laxveiði. Það má búast við því að laxveiðin eystra tvöfaldist hugsanlega á hverju ári næstu árin en til þess að það gerist þarf að auka seiðasleppingar að sama skapi. Ég verð því að hækka verð veiðileyfa í Jöklu eða hætta ræktunar- starfinu að öðrum kosti og snúa mér að öðru. Hvað varðar Breiðdalsána þá er fiskræktin þar komin í fastar skorður og laxveiðin sömuleiðis og því verður óbreytt verð í Breiðdalsá á næsta ári. Verð á veiðileyfum í Hrúta- fjarðará verður óbreytt og einnig á silungsveiði- leyfunum, sem ég sel, en þau hafa ekki hækkað síðan á árinu 2007. dýrustu veiðileyfin verða í Hrútafjarðará og Breiðdalsá en þar fer verð stangardaga þó ekki yfir 100 þúsund krónur,“ segir Þröstur elliðason. Þröstur Elliðason hjá Veiðiþjónustunni Strengjum. sala á innanlands- markaði hefur dregist töluvert saman í kreppunni, þrátt fyrir að bankar og önnur stórfyrir- tæki hafi ekki keypt mikið af veiðileyfum hjá mér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.