Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2009, Síða 68

Frjáls verslun - 01.11.2009, Síða 68
68 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9 l a x v e i ð i Verð á laxveiðileyfum er ákaflega misjafnt eftir ám og tímabilum og segja má að sumarið 2009 hafi verið hægt að komast í laxveiði frá um 3000 upp í 5000 krónur fyrir stangardaginn og upp í allt að 450.000 krónum, en það mun hafa verið verðmiðinn á dýrustu dögunum sem seldir voru í erlendri mynt í eftirsóttustu ánum síðastliðið sumar. Af öðrum veiðiám í dýrasta flokki má nefna ár eins og Hofsá í Vopnafirði, Vatnsdalsá í Vatnsdal, Straumfjarðará á Snæfellsnesi og Laxá á Ásum en sú síðastnefnda var lengi vel dýrasta laxveiðiá á Íslandi – með aðeins tvær stangir. Í Laxá á Ásum var meðalveiðin yfir allt sumarið á milli átta og níu laxar á stöng á dag en það þýðir að mokveiði hefur verið á besta og dýrasta tímanum. Í ám eins og Vatnsdalsá og einnig í Laxá í Aðaldal er það hins vegar ekki magnveiðin sem er aðdráttaraflið, heldur fjöldi stórra laxa yfir 20 pund sem veiðast í þessum ám á hverju sumri. Til að gefa smáhugmynd um hvað lax- veiðiferðirnar geta kostað gluggaði Frjáls verslun í Söluskrá SVFR fyrir sumarið 2009 og leitaði upplýsinga um verð á veiðileyfum á heimasíðum veiðileyfasala. Þriggja daga veiðitúr í Norðurá Norðurá hefur um árabil verið helsta veiði- svæði SVFR. Þar kostuðu fyrstu dagarnir í söluskránni 27.700 krónur stöngin á dag 7. til 9. júní. Tíu dögum síðar var verðið 53.400 krónur fyrir stangardaginn. Dýrustu veiði- leyfin í Norðurá kostuðu 135.000 krónur sl. sumar en í lok veiðitímans í byrjun sept- ember var verðið komið niður í um 22.000 til 24.000 krónur fyrir stangardaginn. Verð fyrir fæði og gistingu var 9.900 krónur frá 7. til 21. júní og á tímabilinu frá 20. ágúst til 1. september. Yfir hásumarið var verðið 14.500 krónur. Þetta þýðir m.ö.o. að þriggja daga veiðitúr í Norðurá fyrir eina stöng getur kostað frá um 96.000 krónum og upp í um 450.000 krónur. Algengt er að tveir veiðimenn séu saman um stöng í Norðurá, sem og víðar, og hefur færst í vöxt að menn nýti sér þjónustu leiðsögumanna. Algengt verð fyrir leiðsögn sumarið 2009 var frá 35.000 til 40.000 krónur fyrir daginn og hafi veiðimenn nýtt sér slíka þjónustu gæti þriggja daga veiðitúr í Norðurá hafa kostað frá rúmum 200.000 krónum og upp í um 570.000 krónur fyrir utan annan kostnað s.s. vegna eldsneytis og annarra þátta. Vert er að nefna að verð fyrir fæði og gistingu í Norðurá hefur verið í lægri kantinum miðað við margar aðrar ár og dæmi eru um að allt að 24.000 krónur séu rukkaðar fyrir fæði og gistingu á sólarhring. Krossá og Fáskrúð. Svo tekið sé dæmi um vinsæl tveggja og þriggja stanga veiðisvæði, sem SVFR bauð upp á sumarið 2009, má nefna ár eins og Krossá á Skarðsströnd í Dölum (2 stangir) og Fáskrúð í Dölum (2-3 stangir). Í Krossá kostuðu veiðileyfin frá 9.900 krónum fyrir stangardaginn í byrjun veiðitímans og upp í 26.900 krónur. Seld eru tveggja daga holl og sjá veiðimenn sjálfir um matargerð en húsgjald er innifalið í veiðileyfunum. Ein stöng í tvo daga í Krossá kostaði því frá tæpum 20.000 krónum og upp í tæpar 54.000 krónur. Í Fáskrúð er einnig veitt í tvo daga í senn og þar kostuðu veiðileyfin frá 21.500 krónum og upp í 37.900 krónur. Veiðiferðin kostaði því frá 43.000 krónum og upp í tæpar 76.000 krónur fyrir stöngina og er fæðiskostnaður þá ótalinn. FishPal.com Á veiðileyfavefnum FishPal.com hafa nú verið auglýst veiðileyfi í vinsælar og eftirsóttar ár eins og Hofsá í Vopnafirði og Straumfjarðará á Snæfellsnesi sumarið 2010. Veiðileyfin eru verðlögð í sterlingspundum. Hofsá. Í boði í Hofsá eru m.a. þriggja daga holl í boði 5. til 8. júlí og 12. til 17. júlí sem er fráleitt dýrasti tíminn í ánni. Verðið á fyrra hollinu, 1 stöng í þrjá daga, er 550 pund eða rúmlega 110.000 krónur dagurinn og er fæði og gisting innifalin í því verði. Fyrir dagana í síðara hollinu er verðið 750 pund eða um 152 þúsund krónur dagurinn miðað við gengisskráningu 24. nóvember sl. Veiðiferðin í Hofsá gæti því kostað frá 330 þúsund krónum og upp í rúmar 450 þúsund krónur fyrir stöngina og er kostnaður vegna ferða til og frá veiðisvæðinu og þóknun til leiðsögumanna ekki innifalin í því verði. Sennilega er verðið síðan allt að því tvöfalt hærra á dýrasta tímanum. Straumfjarðará. Í Straumfjarðará eru auglýst til sölu tvö holl í júní, 21. til 24. júní og 28. júní til 1. júlí. Verðið er 510 til 590 pund fyrir stöngina sem samsvarar 103.000 til 120.000 krónum. Eftir því sem líður á sumarið hækkar verðið hins vegar skarpt og 26. til 29. júlí og 2. til 5. ágúst er verðið 1020 pund eða um 205 þúsund krónur fyrir stöngina. Nokkru síðar eða 9. til 12. ágúst er boðað verð 995 pund eða rúmar 200 þúsund krónur fyrir stangardaginn. Veiðiferðin í Straumfjarðará á þessum tímabilum gæti því kostað frá 310.000 krónum og upp í rúmar 600 þúsund krónur. Fæði og gisting er innifalin en annað ekki. Miðfjarðará. Á FishPal.com er einnig verið að bjóða veiðileyfi í Miðfjarðará 19. til 22. júlí, sem ekki er besti tíminn í ánni, og verðið er 1.190 pund eða sem samsvarar um 240 þúsund krónum fyrir stangardaginn. Ytri- og Eystri-Rangá. Veiðileyfi í Ytri- og Eystri-Rangá á tímabilinu 12. til 19. júlí, sem sömuleiðis er ekki besti og dýrasti tíminn, kosta á FishPal.com 975 til 1.035 sterlingspund eða um 197 þúsund til 210 þúsund fyrir stangardaginn. Þriggja daga veiðiferðir í þessar þrjár ágætu ár gætu því kostað frá um 600 þúsund krónum og upp í 720 þúsund krónur og það ekki á besta veiðitímanum. Hafralónsá. Loks má nefna að samkvæmt upplýsingum um veiðileyfaverð í Hafralónsá í Þistilfirði, sem hefur átt vaxandi vinsældum að fagna, er verðið frá um 22.000 krónum í byrjun veiðitímabilsins og upp í um 100.000 krónur fyrir dagana 13. til 16. júlí. Ekki tókst að afla upplýsinga um verðið frá 16. júlí til 15. ágúst, sem er dýrasti veiðitíminn, en 16. ágúst er verðið komið í 80.000 krónur fyrir stöngina og lægst er það í lok veiðitímans eða um 21.000 krónur fyrir stangardaginn. verð á veiðileyfum frá 5 þúsund krónum upp í 450 þúsund krónur dagurinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.