Frjáls verslun - 01.11.2009, Blaðsíða 101
að sér aðalhlutverkið í kvikmyndaútgáfunni.
Gibson hafði ekki leikið í kvikmynd í sex ár
eða síðan hann lék í The Singing Detective
(2003). Eins og flestum er kunnugt hefur
mikið gengið á í einkalífi Mel Gibsons og segja
sumir að hann hafi verið kominn á svartan lista
í Hollywood. Ástæðurnar eru tvær. Hann var
tekinn blindfullur undir stýri árið 2006 og lét
öllum illum látum, hótaði lögreglumönnum og
úthúðaði gyðingum. Var hann handjárnaður
og fluttur á lögreglustöð og síðar dæmdur í
háa fjársekt. Slúðurtímaritin voru rétt búinn
að missa áhuganum á Gibson þegar ekki síðra
hneyksli átti sér stað. Eiginkona hans, Robin,
sem hann á sjö börn með, skildi við hann þegar
hann fór að vera með rússneskri söngkonu,
Oksönu Grigorievu. Þetta eru hneyksli sem
bandarískur almenningur hefur ekki fyrirgefið
Gibson. Spurningin er hvort Campbell
taki áhættu með því að hafa Mel Gibson í
burðarhlutverkinu.
DeNiro hætti við á síðustu stundu
Mótleikari Mel Gibsons í Edge of Darkness átti
að vera Robert DeNiro, sem hafði samþykkt að
taka að sér hlutverk CIA njósnara sem hefur það
hlutverk að eyða gögnum svo Thomas Craven
eigi erfitt með að rannsaka dauða dóttur sinnar.
Tökur hófust um mitt ár 2008 og þá strax
komu upp erfiðleikar, Robert DeNiro mætti
ekki til leiks. Umboðsmaður hans lét hafa eftir
sér að um hinn fræga „listræna ágreining“ væri
að ræða, en sumir telja að DeNiro hafi alls ekki
viljað leika á móti Mel Gibson sem verður þó
að teljast ólíklegt. Meðan verið var að leita að
leikara í stað DeNiro héldu tökur áfram og að
lokum var það breski karakterleikarinn Ray
Winstone, sem fékk hlutverkið.
Mel Gibson lætur ekki mótlætið hafa áhrif á
sig lengur og er þegar búinn að leika í annarri
kvikmynd, gamanmyndinni The Beaver, sem
Jodie Foster leikstýrir. Þar leika hann og Foster
hjón sem eiga son sem hagar sér undarlega. Þessa
dagana er Gibson að leika í Under and Alone sem
fjallar um mótorhjólatöffara sem í tuttugu ár
hefur stundað njósnir. Glæsilegur leikstjóraferill
er hins vegar í biðstöðu eins og er.
Um það bil eitt ár er frá því að tökum á Edge
of Darkness lauk og átti í fyrstu að sýna hana á
þessu ári en frumsýningu var frestað til 29.
janúar. Hér á landi verður hún tekin til sýningar
5. febrúar.
í leit að dótturmorðingja
KVIKMYNDAFRÉTTIR
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9 101
Brim
Ekkert lát er á sýningum á nýjum
íslenskum kvikmyndum. Þegar eru
hafnar sýningar á Bjarnfreðarsyni og
Mamma Gógó verður tekin til sýningar
á nýársdag. Þann 15. janúar verður
síðan Brim frumsýnd. Myndin fjallar
um áhöfn línubátsins Brims RE 29,
menn sem hafa unnið saman lengur en
nokkur þeirra kærir sig um að muna.
Nótt eina vakna bátsverjar þegar einn
félagi þeirra tekur eigið líf. Til að fylla
skarð hans er ung kona ráðin í næsta
túr. Vera hennar um borð opinberar þá
bresti sem myndast hafa í brotthætt
jafnvægi sem ríkt hefur. Ágreiningur milli
áhafnarmeðlima byrjar að vinda upp
á sig og spennan stigmagnast. Þegar
fátt virðist vera því til fyrirstöðu að upp
úr sjóði gefur vélin sig og bátinn rekur
stjórnlaust í átt að stormi. Leikstjóri er
Árni Ólafur Ásgeirsson, en hann leikstýrði
hinni ágætu mynd Blóðbönd fyrir þremur
árum. Í aðalhlutverkum eru Ingvar E.
Sigurðsson, Nína Dögg Filippusdóttir,
Víkingur Kristjánsson, Gísli Örn
Garðarsson, Ólafur Egilsson, Ólafur Darri
Ólafsson og Björn Hlynur Haraldsson.
Christopher Plummer og Helen Mirren
í hlutverkum hjónanna Leo og Sofya
Tolstoy í The Last Station.
Endastöðin
Langt er síðan Christopher Plummer
hefur leikið burðarhlutverk í kvikmynd.
Þessi ágæti leikari, sem varð 80 ára 13.
desember sl., hefur samt sett sitt mark
á kvikmyndasöguna og leikið mörg góð
hlutverk, en einnig átt sína slæmu daga.
Hlutverk hans í kvikmyndum og sjónvarpi
eru hátt í 200 talsins. Í The Last Station
er Plummer í aðalhlutverki á móti
Helen Mirren. Leikur hann skáldjöfurinn
Leo Tolstoy og Mirren eiginkonu hans,
Sofyu. Lýsir myndin síðustu árunum í lífi
Tolstoys. Hann er sýndur sem ern karl
sem enn skrifar og hefur gaman af að
fara á hestbak. Meginþema myndarinnar
er sú lífsstílsbreyting hans að vilja
lifa meinlætalífi og að láta af hendi
aðalstign og gefa þjóðinni eigur sínar.
Eiginkona hans til 50 ára sér veröld sína
í rúst og er ekki tilbúin að samþykkja
lífsstílinn sem framundan er. Í öðrum
hlutverkum eru James McAvoy, Paul
Giamatti og Anne-Marie Duff. Leikstjóri og
handritshöfundur er Michael Hoffman.
Tony Leung leikur stríðsmanninn Zhou Yu
í Red Cliff.
Rauði kletturinn
Kínverski leikstjórinn John Woo, sem
hefur gert garðinn frægan í Hollywood í
spennumyndum á borð við Face/Off,
Mission Impossible II og Paycheck, sneri
aftur á heimaslóðir fyrir tveimur árum og
hóf gerð stórvirkisins Red Cliff (Chi bi)
sem er dýrasta kvikmynd sem gerð hefur
verið í Kína. Myndin var sýnd í tveimur
hlutum í Asíu í fyrra og á þessu ári og
naut gífurlegra vinsælda og hefur fengið
mörg eftirsótt kvikmyndaverðlaun í Asíu.
Nú er komið að Vesturlandabúum að sjá
þetta stórvirki en því miður fáum við ekki
að sjá, í fyrstu yfirferð, báðar myndirnar
þar sem John Woo hefur klippt myndirnar
í eina kvikmynd sem er rúmlega tveggja
og hálfs tíma löng. Þannig var hún
frumsýnd vestan hafs í upphafi
desember. Red Cliff gerist á fjórðu öld í
Kína og er byggð á skáldsögu sem
skrifuð var á 15. öld og greinir frá
blóðugri valdabaráttu þriggja
konungdæma. Í aðalhlutverkum eru
margar af stærstu kvikmyndastjörnum
Kínverja, má þar nefna Tony Leung,
Takeshi Kaneshiro, Zhand Fengyi, Chang
Chen og Zhao Wei.